Entries by TF3JB

,

TF3Y á síðustu sunnudagsopnun vetrarins

Síðasta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 14. apríl n.k. Yngvi Harðarson, TF3Y segir frá reynslu sinni af SteppIR Yagi loftnetum, en hann hefur um nokkurra ára skeið átt og notað eitt slíkt. Æ fleiri íslenskir leyfishafar hafa fest kaup á SteppIR loftnetum síðustu misseri eða keypt loftnet frá helsta samkeppnisaðila SteppIR, UltraBeam á Ítalíu. Húsið verður opnað kl. 10 […]

,

TF3EE, TF3JB og TF8GX með fimmtudagserindið

                Erling Guðnason, TF3EE; Jónas Bjarnason, TF3JB; og Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX flytja næsta erindi á vetrardagskrá félagsins, sem haldið verður fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:30 í félagsaðstöðunnni við Skeljanes. Þeir félagar munu segja frá og kynna, í máli og myndum, stærstu árlegu amatörsýningarnar sem haldnar eru í heiminum, þ.e. Dayton Hamvention í Ohio í Bandaríkjunum, Ham […]

,

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel og var mikill hugur í þátttakendum þegar tíðindamaður leit við í kennslustofu V108 í Háskólanum í Reykjavík í gær, föstudaginn 6. apríl. Þá urðu kennaraskipti þegar Andrés Þórarinsson, TF3AM við við kennslu af Hauki Konráðssyni, TF3HK. Þetta var 15. kennslukvöldið (af 22), en námskeiðinu lýkur með prófi til amatörleyfis á vegum Póst- og fjarskiptstofnunar laugardaginn 4. […]

,

Sunnudagsopnun frestast um viku

Áður auglýst sunnudagsopnun félagsaðstöðunnar sunnudaginn 7. apríl fellur niður, en verður þess í stað haldin viku síðar, þ.e. sunnudaginn 14. apríl kl. 10:30-12:00. Yngvi mun tala um reynslu sína af SteppIR 2E Yagi loftnetinu. Viðburðurinn verður auglýstur á ný þegar nær dregur.

,

CQ TF liggur nú frammi í Skeljanesi.

Félagsrit Í.R.A., CQ TF, hefur einvörðungu komið út á rafrænu formi frá og með 3. tölublaði í júlí 2012. Frá þeim tíma hefur blaðinu verið dreift til félagsmanna um tölvupóst í þokkalegum gæðum, en það síðan verið til niðurhals á vefsíðu blaðsins á heimasíðu félagsins í auknum gæðum, sem gera það mun flettivænna. Í ljósi óska og ábendinga frá […]

,

Söfnun fyrir nýjum RF magnara fyrir TF3IRA

Ágætu Í.R.A. félagar! Enn vantar nokkuð á að söfnunin fyrir nýjum HF magnara fyrir félagið okkar geti talist viðunandi. Þið, sem þegar hafið ákveðið að leggja þessu verkefni lið, en ekki enn komið því í verk að leggja inn eða millifæra einhverja upphæð á söfnunarreikninginn ættuð nú að reyna að finna tíma til þess. Athygli þeirra sem […]

, ,

Glæsilegur árangur TF3CW á heimsmælikvarða

Í aprílhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 27.-28. október 2012. Þátttaka var ágæt frá TF og sendu 7 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki og varð í 1. sæti yfir Evrópu og handhafi Evrópubikarsins. Þessi niðurstaða tryggði honum jafnframt 2. sæti […]

,

DVD heimildarmynd frá 3YØX á fimmtudag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:30 í Skeljanesi. Þá verður sýnd DVD heimildarmynd frá DX-leiðangri til Peter I Island, 3YØX. Sýningartími myndarinnar er klukkustund og er sýningin í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem jafnframt færir félaginu mynddiskinn til eignar. Sýningarstjóri verður Guðmundur Sveinsson, TF3SG. Leiðangursmenn höfðu alls 87,304 QSO á tæplega tveimur vikum í febrúar 2006. Önnur […]

,

Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn 18. maí n.k.

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 18. maí 2013. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli (áður „Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga. Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 27. gr. laganna þurfa tillögur að […]

, ,

CQ WW WPX SSB keppnin er um helgina

Talhluti CQ World-Wide WPX keppninnar 2013 fer fram um næstu helgi, 30.-31. mars n.k. Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00 laugardaginn 30. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 31. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Í boði eru m.a. 8 einmenningsflokkar: Keppnisriðlar Keppnisflokkar Einmenningsflokkur (a) Allt að […]