Entries by TF3JB

,

Páskakveðjur

Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, þann 28. mars, er skírdagur. Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð þann dag. Næsti opnunardagur er fimmtudagurinn 4. apríl. Þá verður á dagskrá DVD heimildarmynd frá DX-leiðangri til 3YØX í boði TF5B í sýningarstjórn TF3SG (nánar kynnt síðar). Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Stangarloftnet fellt í Skeljanesi

Benedikt Guðnason, TF3TNT, stöðvarstjóri TF3IRA, mætti ásamt fleirum árdegis, sunnudaginn 24. mars í Skeljanes. Verkefni dagsins var að taka niður, gera við og setja upp á ný, Butternut HF6V stangarloftnet TF3IRA. Vettvangskönnun leiddi hins vegar í ljós að loftnetið er nokkuð laskað og var því ákveðið að taka það niður til viðgerðar. Í millitíðinni verður New-Tronics Hustler 6-BTV loftnet […]

,

WAZ viðurkenningarskjal TF3IRA úr innrömmun

Worked All Zones Award (WAZ) viðurkenningarskjalið fyrir TF3IRA frá CQ tímaritinu var sótt í innrömmun í dag, þann 22. mars. Um er að ræða fyrsta WAZ viðurkenningarskjal félagsstöðvarinnar og er það veitt fyrir allar tegundir útgeislunar (e. Mixed Mode). Undirbúningur er langt kominn með umsóknir fyrir tvö önnur WAZ viðurkenningarskjöl. Annars vegar fyrir sambönd einvörðungu á morsi og hins […]

,

Fimmtudagserindi frestast

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta fyrirhuguðu fimmtudagserindi á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar sem auglýst var n.k. fimmtudag, þann 21. mars. Ný dagsetning verður auglýst strax og hún liggur fyrir. Opið hús verður þess í stað í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á fimmtudagskvöld á milli kl. 20 og 22. F.h. stjórnar Í.R.A., Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn

Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að svör við dæmum á 8. kennslukvöldi sem lögð voru fyrir þann 8. mars s.l., hafa verið sett inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU. Um er að ræða pdf skjal sem má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/ Skjalið er vistað neðst […]

,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur 14. mars

Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes þann 14. mars. Benedikt Guðnason, TF3TNT, VHF stjóri Í.R.A., hélt inngangserindi og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,gjaldkeri félagsins annaðist fundarstjórn. Kjartan gat þess í upphafi, að fundurinn skoðaðist sem sjálfstætt framhald af VHF/UHF fundinum sem haldinn var þann 24. janúar s.l. Ágætar umræður urðu um málaflokkinn og m.a. samþykkt, að ekki væri ástæða til […]

,

Efni frá fimmtudagserindi TF3JB komið á vefinn

PowerPoint glærur frá fimmtudagserindi Jónasar Bjarnasonar, TF3JB, sem flutt var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 7. mars síðastliðinn hafa verið settar inn á vefsvæði fræðslukvölda heimasíðunnar. Erindið fjallar um “nýju” böndin svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Meðal annars var útskýrður munur á „réttarstöðu” sérheimilda samanborið við úthlutuð bönd (t.d. nýju 630 metrana), […]

,

Búnaður TF3APG endurnýjaður

Búnaður APRS stafavarpans TF3APG í Skeljanesi var nýlega endurnýjaður. Hann keyrir nú á Linux stýrikerfi, á Telenor IntelliOp Vehicle PC VPC010 tölvu sem notar notar nýjan APRXhugbúnað frá Matti Aarnio, OH2MQK (útgáfu 0.32). Þá hefur afl varpans verið aukið og notar hann nú Yaesu FTL-2007 stöð sem hefur 25W sendiafl á QRG 144.800 MHz. Það skal tekið fram, að þessar breytingar eru […]

,

Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn

Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að PowerPoint glærur frá 8. kennslukvöldi sem fram fór 8. mars s.l., hafa verið settar inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU. Um er að ræða tvenn PowerPoint skjöl, þ.e. Námskeið Í.R.A., transistorar og Námskeið Í.R.A., díóður. Glærurnar má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/ Þakkir til Ágústs Úlfars […]

, ,

Alþjóðlega RDXC keppnin 2013

Russian DX Contest er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 16. mars og lýkur á sama tíma sunnudaginn 17. mars. Í boði er að keppa annaðhvort eða bæði (e. mixed), á CW eða SSB. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer (sem hefst á 001), en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) og tveggja bókstafa „oblast” kóða. Keppnin fer fram á 160-10 […]