Entries by TF3JB

,

Safnað fyrir RF magnara fyrir TF3IRA

Eins og fram kom í síðasta mánuði, er áhugi fyrir að félagsstöðin, TF3IRA, eignist nýjan RF magnara. Nokkrir félagar hafa tekið sig saman og hrint af stað söfnun til að létta undir með félagssjóði og hjálpa til við að fjármagna kaupin. Markmiðið er að safna allt að 300 þúsund krónum og þá geti félagssjóður brúað […]

,

TF3WO verður á 1. sunnudagsopnun vetrarins

1. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 3. mars n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO, mætir í sófaumræður og kynnir Skycommand System II+ frá Kenwood. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Kenwood kynnti SkyCommand kerfið árið 2005 í Bandaríkjunum. Það gerir notendum TS-2000/2000X/B2000 stöðva […]

,

ARRL SSB keppnin 2013 verður um helgina

SSB hluti ARRL International DX keppninnar 2013 verður haldinn um komandi helgi, 2.-3. mars n.k. Keppnin stendur í tvo sólarhringa, hefst á miðnætti á laugardag (kl. 00:00) og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt […]

,

TF3HRY verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 28. febrúar n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari kvöldsins er Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY og nefnist erindi hans: „Væntanlegt stafrænt sjónvarp á Íslandi”. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega í félagsaðstöðuna. Kaffiveitingar.

,

TF3IRA QRO á ný á 10-160 metrum

Í dag, 23. febrúar, fóru fram skipti á RF mögnurum við félagsstöðina TF3IRA. Harris RF-110A magnari félagsins sem hafði verið til skoðunar og yfirferðar hjá Bjarna Magnússyni, TF3BM að undanförnu, kom aftur í Skeljanes í dag. Á meðan magnarinn var til meðferðar hjá Bjarna, lánaði hann félaginu samskonar tæki. Bjarni segir, að magnarinn sé nú jafngóður og nýr og gefi […]

,

Sunnudagsopnun frestast

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta viðburði þeim sem fara átti fram á 2. sunnudagsopnun félagsaðstöðunnar í Skeljanesi á yfirstandandi vetrardagskrá þann 24. febrúar. Tilkynnt verður um nýja dagsetningu fljótlega. F.h. stjórnar Í.R.A., Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

, ,

TF4M fær WAZ 160, einstakur viðburður.

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, fékk nýlega í hendur glæsilegan viðurkenningaskjöld frá CQ tímaritinu í Bandaríkjunum, Worked All Zones – Award of Excellence, fyrir að framvísa gögnum yfir staðfest sambönd við aðrar stöðvar radíóamatöra í sérhverju hinna 40 skilgreindu landssvæða í heiminum á 160 metra bandi (e. zones). Viðurkenningaskjöldur Þorvaldar er númer 148 í röðinni yfir heiminn frá upphafi, en CQ tímaritið hóf að […]

,

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hálfnað

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs 2013 var hálfnað þriðjudaginn 19. mars. Þá urðu kennaraskipti og tók Haukur Konráðsson, TF3HK við kennslu af Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX. Þetta var 12. kennslukvöldið (af 22) en 23. skiptið verður til upprifjunar þann 3. maí n.k. Námskeiðinu lýkur síðan með prófi til amatörleyfis á vegum Póst- og fjarskiptstofnunar degi síðar, laugardaginn 4. maí n.k. Leiðbeinendur: Andrés […]

,

ARRL DX morskeppnin var um helgina

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkjaði félagsstöðina TF3W í ARRL International DX keppninni á morsi, sem haldin var helgina 16.-17. febrúar. Sigurður keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, fullu afli. Niðurstaða: 1.826 QSO og 159 margfaldarar. Þessi niðurstaða er ótrúlega góð þegar tekið er tillit til þess að skilyrði til fjarskipta á HF voru að stærstum hluta mjög léleg um helgina. Sem […]

,

Safnað fyrir RF magnara fyrir TF3IRA

Eins og fram kom fyrr í þessum mánuði, er áhugi fyrir að félagsstöðin, TF3IRA, eignist nýjan magnara. Nokkrir félagar hafa tekið sig saman og ákveðið að hrinda af stað söfnun sem geti létt undir með félagssjóði og hjálpað til við að fjármagna kaupin. Markmiðið er að safna allt að 300 þúsund krónum og þá geti félagssjóður brúað […]