Entries by TF3JB

,

FYRSTA DXCC SATELLITE VIÐURKENNINGIN

Líkt og skýrt var frá á þessum vettvangi 7. desember s.l., náði Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A þeim árangri að uppfylla kröfur fyrir útgáfu fyrstU DXCC Satellite viðurkenningarinnar á Íslandi. Viðurkenningarskjalið sjálft hefur nú borist til Ara. Það var formlega gefið út 30. október, nr. 485 og  er undirritað af forseta ARRL, Richard A. Roderick, K5UR. […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 25. JANÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 25. janúar. Góðar umræður, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz á morsi. Sérstakur gestur okkar var Sergii Matlash, US5LB frá Úkraínu. Serge hefur verið búsettur á Suðurnesjum um nokkurra mánaða skeið. Hann er mikill áhugamaður um mors og færði félaginu að gjöf tvo morslykla. […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 25. JANÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 26.-28. JANÚAR.

CQ WORLD-WIDE CW 160 METRA KEPPNIN 2024.Hefst kl. 22:00 á föstudag 26. janúar og lýkur kl. 22:00 á sunndag 28. janúar.Keppnin fer fram á CW (morsi) á 160 metrum.Skilaboð TF stöðva: RST + CQ svæði.Skilaboð W/VE stöðva: RST + ríki í Bandaríkjunum / fylki í Kanada.https://www.cq160.com/rules.htm REF KEPPNIN 2024.Hefst kl. 12:00 á laugardag 27. janúar […]

,

TF5B MEÐ NÆR 30.000 QSO 2023

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 29.628 QSO á árinu 2023. Fjöldi DXCC eininga varð 147.  Þetta er í annað skiptið sem hann er við eða yfir 30 þúsund QSO‘a múrinn. Samböndin voru öll höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Til samanburðar, QSO TF5B á ári sl. fjögur ár: 2023: Alls 29.628 QSO2022: Alls 22.558 […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 18. JANÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

Vísbending um virkni

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 6.-12. janúar 2024. Alls fengu 15 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 40, 80 og 160 metrar. Kallmerki fær skráningu […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 13.-14. JANÚAR.

YB DX KEPPNIN stendur yfir laugardaginn 13. janúar. Hún hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 23:59. Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + raðnúmer.http://ybdxcontest.com/ SKCC Weekend Sprintathon KEPPNIN hefst kl. 12:00 á laugardag 13. janúar og lýkur kl. 24:00 á sunnudag 14. janúar.Keppnin fer fram á CW […]

,

OZ24FX, SÉRSTAKT KALLMERKI Í JANÚAR.

Þann 14. janúar hefur Margrét Þórhildur Danadrottning verið á veldisstóli í 52 ár. Hún mun þá formlega stíga til hliðar og sama dag og verður Friðrik krónprins krýndur konungur Danaveldis. Danskir radíóamatörar hafa ákveðið að halda upp á viðburðinn og setja sérstakt kallmerki í loftið, OZ24FX til heiðurs Friðrik X. Kallmerkið verður sett í loftið […]

,

ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI Í CQ TF

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF, eða fram á laugardagskvöld 14. janúar. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Athygli er vakin á að félagsmönnum er boðið að […]