Entries by TF3JB

,

50 MHZ SÉRHEIMILD 2024

Bent er á, að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, þurfa að senda beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu (FST) áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2023) gildir hún ekki í ár. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is  Tilgreina skal að sótt […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 2. MAÍ

Opið verður í Skeljanesi fimmtudag 2. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22:00. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætir á staðinn kl. 20:30 með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum (NEC based antenna modeler and optimizer)”. Þess má geta að forritið fær fullt hús stiga á eHam.net, vefslóð: https://www.eham.net/reviews/view-product?id=5192 Félagsmenn eru hvattir til að láta […]

,

FJARSKIPTALEIKAR/PÁSKALEIKAR 2024

Kæru félagar! Jæja, loksins loksins… Páskar löngu liðnir og tími til kominn að halda Páskaleika. Það hvíslaði að mér lítill fugl að ýmsir radíóamatörar séu að undirbúa stórsókn í næstu leikum. Ætla að skáka þeim sem vermt hafa efstu sætin síðustu ár. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að gera þetta ekki of auðvelt. […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 2. tbl. 2024 í dag, 28. apríl. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð:  https://tinyurl.com/CQTF-2024-2 73 – Sæmi, TF3UAritstjóri CQ TF .

,

STÓRU SÝNINGARNAR ÞRJÁR 2024

Vegna fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stóru sýningarnar þrjár sem haldnar eru á ári hverju fyrir radíóamatöra í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Dayton Hamvention 2024 verður haldin helgina 17.-19. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa […]

,

NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 2. MAÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður að venju lokuð að kvöldi sumardagsins fyrsta, þann 25. apríl. Næsta opnun verður fimmtudaginn 2. maí. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA með erindið: “Hönnun loftneta með 4nec2 hugbúnaðinum ((NEC based antenna modeler and optimizer)”. Félagsmenn eru hvattir til að láta erindið ekki fram hjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar. Bestu […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 27.-28. APRÍL

10-10 INTERNATIONAL SPRING CONTEST, DIGITAL.Hefst laugardag 27. apríl kl. 00:01 og lýkur sunnudag 28. apríl kl. 23:59.Keppnin fer fram á Digital á 10 metrum.Skilaboð 10-10 félaga: Nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining).Skilaboð annarra: Nafn + Ø + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining).https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules SP DX RTTY CONTEST.Hefst á laugardag 27. […]

,

JÓHANNES JOHANNESSEN, TF3JJ ER LÁTINN.

Jóhannes Johannessen, TF3JJ hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum í Mbl. lést hann í Landspítalanum þann 10. apríl og hefur útför hans farið fram í kyrrþey. Jóhannes var á 87. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 49. Um leið og við minnumst Jóhannesar með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu […]

,

OPIÐ HÚS Á ALÞJÓÐADAG RADÍÓAMATÖRA

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi á alþjóðadag radíóamatöra, 18. apríl. Kallmerkið TF3WARD var sett í loftið í hádeginu kl. 12:20. Skilyrði voru góð og var stöðin QRV meira og minna til kl. 22 um kvöldið. Alls voru höfð 1.177 sambönd – um allan heim á 14 MHz, SSB þ.á.m. við 11 TF […]

,

SKILAFRESTUR LENGDUR TIL 21. APRÍL

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað ársins 2024, kemur út 28. apríl n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur hefur verið […]