Entries by TF3JB

,

TF1RPB QRV á nýju loftneti

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, fékk far í Bláfjöll í morgun, 20. nóvember. Við það tækifæri var endurvarpi félagsins, TF1RPB („Páll”), tengdur yfir á ¼-bylgju GP loftnet þar á staðnum sem félagið fékk heimild til að nota. Um leið var APRS stafvarpinn TF1APB, tengdur á ný, nú við það loftnet sem TF1RPB hafði notað áður. Báðir varparnir eru nú QRV […]

,

Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 14. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd tímabundin heimild til notkunar á tíðnisviðinu 70.000-70.200 MHz (4 metrum). Heimildin er veitt í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum: 1. Hámarks bandbreidd er 16 kHz; engin skilyrði hvað varðar mótun. 2. Hámarks útgeislað afl er 100W. 3. […]

,

DVD heimildarmynd frá HKØNA á fimmtudag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20:30 í Skeljanesi. Þá verður sýnd DVD heimildarmynd frá DX-leiðangrinum til Malpeolo Island, HKØNA, sem farinn var dagana 21. janúar til 6. febrúar 2012. Leiðangurinn hafði alls 195,292 QSO. Sýningarstjóri verður Guðmundur Sveinsson, TF3SGog er sýningartími myndarinnar 51 mínúta. Sýningin er í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem jafnframt færir félaginu mynddiskinn til eignar. […]

,

Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 13. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd tímabundin heimild til notkunar á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz (60 metrum). Heimildin er veitt í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum: 1. Leyfilegar mótunaraðferðir eru 3K0J3E (USB), 100H0A1A (CW) og 60H0J2B (PSK-31). 2. Hámarks útgeislað afl er 100W (20dBW). […]

,

Vel heppnaðar sunnudagsumræður hjá TF3SB

2. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá var haldin sunnudaginn 18. nóvember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB, mætti í sófaumræður og var yfirskriftin: Lampatækin lifa enn; Heathkit HW 101 á staðnum. Flestir voru mættir upp úr kl. 10 en Doddi byrjaði umræðurnar nákvæmlega kl. 10:30. Hann fjallaði fyrst á afar fróðlegan hátt um mismunandi gerðir lampa […]

,

Gervihnattafjarskipti frá TF3IRA á laugardegi

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, leiðbeindu og voru með sýnikennslu á hraðnámskeiði í fjarskiptum um gervitungl radíóamatöra frá félagsstöðinni, TF3IRA, í Skeljanesi, laugardaginn 17. nóvember. Sambönd náðust í gegnum AMSAT Oscar 7, Fuji Oscar 29 (Jas 2), VUsat Oscar 50 og Saudi Oscar 52. Af þessum fjórum gervihnöttum er sent á þá alla á 70 cm og hlustað á 2 […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3Y

Fimmtudagserindið þann 15. nóvember var í höndum Yngva Harðarsonar, TF3Y, og nefndist: Logbook of the World (LoTW); hvar og hvernig. Yngvi kynnti rækilega hvernig leyfishafar bera sig að við að öðlast skráningu í gagnagrunninn sem getur verið vandasamt, nema að reglum ARRL sé fylgt. Hann sýndi einnig að auðvelt er að hafa fleiri en eina skráningu í grunninum, t.d. fyrir TF3YHN, […]

,

TF3SB verður á 2. sunnudagsopnun vetrarins

2. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 18. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB,mætir í sófaumræður og er yfirskriftin: Lampatækin lifa enn. Hann tekur með sér eintak af Heathkit HW-101 sem var einhver vinsælasta HF amatörstöðin upp úr 1970 um allan heim (þ.m.t. á Íslandi). HW-101’inn verður tengdur við loftnet og gefst mönnum […]

,

Fjarskipti um gervitungl frá TF3IRA á laugardag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins fer fram í Skeljanesi laugardaginn 17. nóvember kl. 16-19. Þá munu þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, verða með kynningu á því hvernig DX-sambönd um gervitungl fara fram. Þetta er endurtekning á vel heppnuðum viðburði, sem fram fór frá félagsstöðinni þann 20. október s.l. Að þessu sinni verða höfð sambönd bæði á morsi […]

,

TF3IRA fær nýja VHF-UHF FM stöð

Benedikt Guðnason, TF3TNT, stöðvarstjóri TF3IRA, tengdi nýja Yaesu FT-7900E FM VHF/UHF stöð félagsins fimmtudagskvöldið 8. nóvember s.l., en J-póll loftnet stöðvarinnar var sett upp á ný (eftir viðgerð) nokkru áður. Stöðin er látin skanna tíðnir íslensku endurvarpana á VHF, þ.e. TF1RPB, TF1RPE, TF3RPA, TF3RPC, TF5RPD og TF8RPH, auk þess að skanna kalltíðnirnar 144.500 MHz og 433.500 MHz. Sendiafl […]