Entries by TF3JB

,

Glæsilegur árangur TF3CW er á heimsmælikvarða

Alls tóku 7 íslenskar stöðvar þátt í SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem haldin var helgina 27.-28. október s.l. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) hafa nú verið birtar á heimasíðu keppnisnefndar. Samkvæmt þeim, náði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, 2. sæti yfir heiminn (silfurverðlaunum) og 1. sæti (gullverðlaunum) yfir Evrópu. Sigurður keppti á 14 MHz í einmenningsflokki, hámarksafli. Hann hafði að […]

,

Yngvi, TF3Y, verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Yngvi Harðarson, TF3Y, með erindi sitt: „Logbook of the World” (LoTW); hvar og hvernig? Yngvi mun m.a. kynna hvernig leyfishafar bera sig að við að skrá kallmerki sitt inn í gagnagrunninn. Hann mun einnig sýna hvernig farið er að því að senda dagbókargögn til ARRL […]

,

Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi Póst- og fjarskiptastofnunar dags. 9. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd heimild til aðgangs að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra á árinu 2013 (sbr. meðfylgjandi töflu). Heimildin er veitt með fullu samþykki Vaktstöðvar siglinga sem hefur heimild til notkunar nokkurra tíðna á þessu tíðnisviði. G-leyfishöfum er heimilt […]

,

Skemmtilegur FlexRadio sunnudagur í Skeljanesi

Fyrsta sunnudagsopnun félagsaðstöðunnar samkvæmt vetrardagskrá var í dag, sunnudaginn 11. nóvember. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, mætti í Skeljanes og kynnti helstu eiginleika og sérstöðu FlexRadio stöðvanna, sem notast saman með PC-tölvu til að virka. Hann kom með Flex 3000 stöð á staðinn, sem var tengd við Butternut HF6V stangarloftnet félagsstöðvarinnar. Stöðin var prófuð bæði í móttöku og sendingu á 14, 21 og 28 […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3VS

Fimmtudagserindið þann 8. nóvember var í höndum Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar, TF3VS og nefndist það Logger32; álitamál við þýðingu og kynning forritsins. Vilhjálmur ræddi fyrst almennt um þýðingar og hversu vandasamar þær geta verið. Hann nefndi m.a. erfið orð eins og operator og rotor sem erfitt væri í raun að þýða öðruvísi en sem óperator og rótor. Þá væru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar þýðingar, s.s. þyrping (e. cluster), rökkurlína (e. […]

,

Umsögn Í.R.A. til PFS um tillögu að staðli um fjarskipti yfir raflínur

                EMC-nefnd Í.R.A. hefur unnið umsögn um tillögu að staðli um fjarskipti yfir raflínur, sem nýlega var komið á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun. Umsögn nefndarinnar er birt í heild hér á eftir til fróðleiks fyrir félagsmenn. Nefndina skipa: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA formaður, Gísli G. Ófeigsson TF3G og Yngvi Harðarson TF3Y. […]

,

TF3ARI verður á 1. sunnudagsopnun vetrarins

Fyrsta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, mætir í sófaumræður og kynnir FlexRadio Systems, sem eru brautryðjendur í markaðssetningu tölvutengdra HF sendi-/móttökustöðva fyrir radíóamatöra. Flex 3000, 100W sendi-/móttökustöð sem vinnur á 160-6 metrum, verður á staðnum. Hún verður tengd við loftnet og gefst mönnum tækifæri til að handleika og […]

,

Glærur frá erindi TF3JB og TF8GX komnar

PowerPoint glærur frá erindi þeirra Jónasar Bjarnasonar, TF3JB og Guðlaugs Kristins Jónssonar, TF8GX, um viðurkenningaskjöl radíóamatöra, sem flutt var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtidaginn 1. nóvember, hafa verið settar inn á heimasíðu félagsins. Slóðin er http://www.ira.is/itarefni/ Bestu þakkir til erindishöfunda og til Benedikts Sveinssonar, TF3CY, fyrir innsetningu á heimasíðuna.

,

7 íslenskar stöðvar skiluðu inn keppnisgögnum

Alls skiluðu sjö TF-stöðvar fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í CQ World-Wide SSB DX keppninni sem haldin var helgina 27.-28. október s.l. Áttunda stöðin sendi inn “check-log”. Íslensku stöðvarnar sendu að þessu sinni inn gögn vegna þátttöku í fimm mismunandi keppnisflokkum. Heldur meiri þátttaka var í keppninni í fyrra (2011) en þá sendu 11 TF-stöðvar […]

,

Vilhjálmur TF3VS verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 8. nóvember n.k. kl. 20:30. Þá mætir Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, í félagsaðstöðuna með erindi sitt Logger32, álitamál við þýðingu og kynning forritsins. Líkt og áður hefur komið fram í miðlum félagsins, kom reynsluþýðing Vilhjálms á íslensku á Logger32 út í byjun þessa árs. Um var að ræða fyrsta […]