Entries by TF3JB

,

Vinsæl viðurkenningaskjöl kynnt í Skeljanesi

ónas Bjarnason, TF3JB, mætti í Skeljanes þann 1. nóvember með erindi þeirra Guðlaugs Kristins Jónssonar, TF8GX, um viðurkenningaskjöl radíóamatöra. Fram kom m.a. að í boði í heiminum í dag eru um 10 þúsund mismundandi viðurkenningaskjöl. Jafnframt kom fram, að helstu útgefendur þessara viðurkenninga eru landsfélög radíóamatöra (m.a. Í.R.A.), hinir ýmsu klúbbar og samtök innan áhugamálsins og tímarit radíóamatöra. […]

,

Samráðsfundur með Póst- og fjarskiptastofnun

Árlegur samráðsfundur fulltrúa Í.R.A. og Póst- og fjarskiptastofnunar fór fram í húsnæði stofnunarinnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík þann 31. október. Til umræðu var m.a. innleiðsla nýs amatörbands á 472-479 kHz (630 metrum), endurnýjum sérheimilda á 5260-5410 kHz (60 metrum), á 70,000-72,200 MHz og á 1850-1900 kHz (160 metrum) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, en síðastnefndu þrjár […]

,

Glærur frá erindi TF3UA komnar á heimasíðuna

PowerPoint glærur frá erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA, um fæðilínur, sem hann hélt í félagsaðstöðunni í Skeljanesi síðastliðinn fimmtudag, hafa verið settar inn á heimasíðu félagsins. Slóðin er þessi: http://www.ira.is/itarefni/ Bestu þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA og til Benedikts Sveinssonar, TF3CY,fyrir innsetninguna.

,

Góður árangur í CQ WW SSB keppninni

A.m.k. fimm TF stöðvar voru skráðar á þyrpingu (e. cluster) í CQ World-Wide SSB DX-keppninni helgina 27.-28. október: TF3AM (öll bönd, háafl), TF3AO (21 MHz, háafl, aðstoð), TF3CW (14 MHz, háafl), TF3SG (öll bönd, háafl) og TF3W (öll bönd, háafl, fleirmenningsflokkur). TF3CW hafði alls 4.336 QSO (á 33 klst.) nú samanborið við 3.871 QSO 2011 og TF3W hafði alls 5.819 QSO (á 48 klst.). Það […]

,

TF3JB og TF8GX verða með fimmtudagserindið

                  Næsti viðburður á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldinn í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 1. nóvember n.k. Þá mæta þeir Jónas Bjarnason, TF3JB og Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX, í Skeljanes með erindi um helstu viðurkenningarskjöl sem í boði eru fyrir radíóamatöra. Viðurkenningaskjöl radíóamatöra (stundum nefnd “diplómur”) eru margar og margvíslegar. Talið er að í boði í […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3UA

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, flutti fimmtudagserindið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 25. október. Erindi Sæmundar fjallaði um fæðilínur og var mjög áhugavert. Fram kom m.a. að fæðilínur eru jöfnum höndum kallaðar flutningslínur og flytja afl (merki) á milli sendis og loftnets, yfirleitt í báðar áttir. Fram kom einnig, að flutningslínur þykja lítt áhugaverðar þegar bylgjulegdin er miklu […]

,

TF3W verður QRV í CQ WW SSB keppninni

                Félagsstöðin TF3W verður virkjuð í CQ World-Wide SSB keppninni um þessa helgi, 27.-28. október. Alls munu fjórir leyfishafar koma að rekstrinum, einn Íslendingur og þrír Svíar. Stöðin mun taka þátt á öllum böndum í keppnisriðlinum Fleirmenningsstöðvar, fullt afl, einn sendir. Þátttakendur eru: Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, liðsstjóri; Björn Mohr, SMØMDG (einnig 7SØX og SEØX,); Patrik […]

,

TF3UA verður með fimmtudagserindið

Næsti viðburður á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldinn fimmtudaginn 25. október kl. 20:30. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, í Skeljanes og flytur erindi um fæðilínur og skylda hluti er snerta aðlögun sendis og loftnets. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til láta þetta áhugaverða efni ekki fram hjá sér fara og mæta stundvíslega.

,

CQ WW SSB keppnin 2012 er um helgina

CQ World-Wide SSB keppnin 2012 verður haldin um næstu helgi, dagana 27.-28. október. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ World-Wide fer fram á öllum böndum, þ.e. 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings og fleirmenningsþáttöku […]