Entries by TF3JB

,

Verulegar truflanir í segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring. Linuritin neðar á síðunni sýna það sem hefur verið að gerast síðastliðinn sólarhring, þ.e. frá kl. 18 þann 14. júlí til sama tíma í dag, 15. júlí. Á hádegi í dag (15. júlí) stóð K-gildið í rúmlega 6, en vísun yfir 5 er flokkuð sem segulstormur. Skilyrðaspár […]

,

Breytingar á endurvarpanum TF1RPB

Sigurður Harðarson, TF3WS, gerði ferð í Bláfjöll þann 12. júlí og gerði tvennskonar breytingar á TF1RPB. Annars vegar var útsendingartakmörkun fjarlægð (e. time-out) ásamt því að svokallað “skott” í sendingu “Páls” var stytt niður í lágmark. Að sögn Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3ARI, kemur endurvarpinn vel út eftir þessa breytingu. TF1RPH varð QRV á ný fyrir mánuði síðan eða þann 14. júní. […]

,

Nýir embættismenn Í.R.A.

    4             Á stjórnarfundi þann 5. þ.m. voru þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT og Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, skipaðir í embætti stöðvarstjóra TF3IRA annarsvegar, og embætti QSL stjóra útsendra korta hinsvegar. Báðir hafa starfað á vettangi félagsins um árabil. Benedikt Guðnason, TF3TNT, fékk úthlutað kallmerki árið 1996 og er handhafi leyfisbréfs nr. 236. Hann hefur töluvert […]

,

Frestur framlengdur til 14. september n.k.

Á stjórnarfundi í Í.R.A. þann 5. þ.m. var samþykkt að framlengja áður auglýstan frest til félagsmanna sem áhuga hafa á að taka sæti í starfshópi er geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu félagsins. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við stjórn eða að senda tölvupóst á ira (hjá) ira.is fyrir 14. september n.k. Gert er ráð fyrir […]

,

IARU HF Championship keppnin 2012

IARU HF Championship keppnin 2012 fer fram um helgina og hefst laugardaginn 14. júlí kl. 12 á hádegi. Þetta er sólarhringskeppni og lýkur henni á hádegi á sunnudaginn 15. júlí. Þetta er áhugaverð keppni og að mörgu leyti aðgengileg, t.d. fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Keppnisreglurnar hafa verið […]

,

Góður gestur og loftnetatilraunir í Skeljanesi

Fimmtudagskvöldið 5. júlí kom góður gestur í heimsókn í Skeljanes frá Finnlandi, OH6SO, og samhliða fóru fram utanhúss, loftnetatilraunir á 40 og 80 metrum á vegum TF3ARI. Sjá frásögn og myndir hér á eftir. Leila Hämäläinen, OH6SO, heimsótti félagsaðstöðuna í Skeljanesi 5. júlí. Leila er býr í bænum Puuppola í Finnlandi, sem er um 250 km fyrir […]

,

TF VHF-leikarnir hefjast á föstudag

Guðmundur Löve, TF3GL, umsjónarmaður TF VHF-leikanna hefur sett eftirfarandi skilaboð inn á póstlista Í.R.A. og eru þau birt hér á heimasíðunni, hafi menn misst af þeim: Sjá hér skjal þar sem þeir sem vilja, geta skráð inn fyrirætlanir sínar í VHF-leikum á föstudag, laugardag og sunnudag, skipt eftir þátttökutímabilum kl 9-12 kvölds og morgna: https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0Atyqn1jkuJAldFE4aW9oQ2JvLWE2UTdsUWZ\mVmoybmc Ég minni á […]

,

TF stöðvar QRV á D-Star á 144 MHz

Fyrsta sambandið sem vitað er um að haft hafi verið hérlendis á D-Star tegund stafrænnar útgeislunar (e. Digital Smart Technologies for Amateur Radio) var haft á 144 MHz þann 30. júní. Það voru þeir Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI og Ólafur Helgi Ólafsson, TF3ML, sem höfðu sambandið á milli Eyjafjalla og Garðabæjar; fjarlægð er tæpir 110 km. Jón Ingvar notaði Icom IC-E92D handstöð […]

,

Miklar truflanir í segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring. Linuritin neðar á síðunni sýna það sem hefur verið að gerast síðastliðinn sólarhring, þ.e. frá hádegi 16. júní til hádegis 17. júní. Á hádegi í dag, þann 17. júní, stóð K-gildið í rúmlega 6, en vísun yfir 5 er flokkuð sem segulstormur. Skilyrðaspár eru þess efnis að truflanir haldi áfram […]

,

Tónlæsing TF8RPH færð til baka

Eftir töluverða skoðun, hefur verið ákveðið að skipta tónlæsingu endurvarpans TF8RPH á Garðskaga á ný yfir á hefðbundna tónlæsingu, CTCSS, og verður endurvarpanum breytt samkvæmt því í dag, laugardaginn 16. maí, kl. 16:00. Sami tónn verður notaður og áður, þ.e. á 88,5 riðum. Stöðin verður áfram stillt á “wideband” mótun. Þessi breyting er hugsuð til framtíðar. Þegar […]