Entries by TF3JB

,

BJÖRGÚLFUR BACHMANN, TF3EL ER LÁTINN.

Björgúlfur Bachmann, TF3EL hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum í Mbl. lést hann á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 23. desember s.l. og hefur útför hans farið fram í kyrrþey. Björgúlfur var á 94. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 72. Um leið og við minnumst Björgúlfs með þökkum og virðingu færum […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 11. JANÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 11. Janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 6.-7. JANÚAR.

PODXS 070 CLUB PSKFEST KEPPNIN stendur yfir laugardaginn 6. janúar. Hún hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 24:00. Keppnin fer fram á PSK31 tegund útgeislunar á 80, 40, 20, 15 og  10 metrum.Skilaboð: RST + ICELAND.https://www.podxs070.com/o7o-club-sponsored-contests/pskfest WW PMC KEPPNIN hefst kl. 12:00 á laugardag 6. janúar og lýkur kl. 12:00 sunnudag 7. janúar.Keppnin fer fram […]

,

RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 1. tölublað ársins 2024, kemur út 28. janúar n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur efnis er […]

,

TF3WS FÆR FÁLKAORÐUNA

. Forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Þar á meðal var félagsmaður okkar, Sigurður Harðarson, TF3WS rafeindavirkjameistari sem fékk riddarakross fyrir störf á sviði fjarskipta- og öryggismála í þágu björgunarsveita, lögreglu og brunavarna. Við óskum Sigga Harðar, TF3WS innilega til hamingju. Stjórn ÍRA. , ,

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 30.-31. DESEMBER.

RAC WINTER KEPPNIN stendur yfir laugardaginn 30. desember. Hún hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 23:59. Keppnin fer fram á morsi og tali (SSB og CW) á 160, 80, 40, 20, 15, 10, 6 og 2 metrum.Skilaboð: RS(T) + raðnúmer. YOUNGSTERS ON THE AIR – YOTA KEPPNIN fer fram laugardaginn 30. desember. Þetta er 3. […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-17. desember 2023. Alls fengu 13 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 40 og 160 metrar. Kallmerki fær skráningu þegar […]

,

ÁNÆGJA MEÐ JÓLAKAFFI ÍRA

Jólakaffi ÍRA 2023, viðhafnarkaffi var haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 14. desember. Kvöldið heppnaðist vel. Mikil ánægja – allir hressir og umræður á báðum hæðum. Skemmtilegur endir á metnaðarfullri fræðsludagskrá félagsins sem hófst 5. október s.l. Félagsaðstaðan verður næst opin fimmtudag 11. janúar 2024. Alls mættu 30 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta […]