Entries by TF3JB

,

Vel heppnað fræðslukvöld í Skeljanesi

Í.R.A. efndi til sérstaks fræðslukvölds í Skeljanesi miðvikudaginn 18. apríl. Dagskráin var miðuð við þarfir þeirra sem stefna að því að gangast undir próf til amatörleyfis þann 28. apríl n.k. Undirbúningur og framkvæmd var í höndum þeirra Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX og Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar, TF3VS, prófnefndarmanna. Vilhjálmur Ívar flutti erindi er nefndist Réttindi, ábyrgð og siði radíóamatöra. Það var flutt með tilvísan til rits […]

,

Lokað í Skeljanesi fimmtudaginn 19. apríl

Ákveðið hefur verið að félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verði lokuð fimmtudaginn 19. apríl n.k. sem er sumardagurinn fyrsti. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 26. apríl, en þá lýkur vetrardagskrá félagsins á yfirstandandi starfsári með erindi Benedikts Sveinssonar, TF3CY, um QRO málefni (sem verður nánar kynnt síðar). Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

,

Fræðslukvöld fyrir verðandi próftaka 18. apríl.

            Næstkomandi miðvikudagskvöld, 18. apríl kl. 20:00 verður haldið fræðslukvöld fyrir verðandi próftaka í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Allir eru hvattir til að mæta, sérstaklega þeir sem ekki hafa áður fengið umfjöllun um þetta efni. Dagskrá er eftirfarandi: 1. Réttindi, ábyrgð og siðir radíóamatöra, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS. 2. Mótun og stilling hennar, […]

,

Truflanir í segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring, 12.-13. apríl, sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum má sjá stöðuna frá kl. 10 árdegis (í gær) til kl. 10 árdegis í dag, 13. apríl. Truflanirnar hófust upp úr kl. 16 í gær (12. apríl). Skilyrðaspár benda til að þær geti haldið eitthvað áfram. Efsta línuritið (Z) sýnir […]

,

Fimmtudagserindi TF3CY í dag frestast

Erindi Bendikts Sveinssonar, TF3CY, sem halda átti í kvöld, fimmtudaginn 12. apríl kl. 20:30 er hér með frestað af óviðráðanlegum ástæðum um 2 vikur til fimmtudagsins 26. apríl n.k. kl. 20:30. Opið hús verður í Skeljanesi í kvöld frá kl. 20-22:00 og kaffi á könnunni.

,

Próf til amatörleyfis verður haldið 28. april

Próf til amatörleyfis verður haldið laugardaginn 28. apríl 2012 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes í Reykjavík. Prófið hefst stundvíslega kl. 10 árdegis. Hafa skal meðferðis blýanta, strokleður, reglustiku og reiknivél sem ekki getur geymt gögn. Önnur gögn eru ekki leyfð. Prófið er í tveimur hlutum: Amatörpróf í undirstöðuatriðum raffræði og radíótækni. Það er í 30 liðum. Lágmarkseinkunn 4,0 […]

,

18. apríl er alþjóðadagur radíóamatöra

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl ár hvert og ber að þessu sinni upp á miðvikudag. Það var þann mánaðardag árið 1925 sem alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., voru stofnuð fyrir 87 árum. Einkunnarorðin eru að þessu sinni: Gervitungl radíóamatöra: 50 árum fagnað í geimnum (Amateur Radio Satellites: Celebrating 50 Years in Space). Fyrstu gervitungl radíóamatöra voru OSCAR […]

,

Benedikt TF3CY verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 12. apríl n.k. Þá kemur Benedikt Sveinsson, TF3CY í Skeljanes og nefnist erindi hans: QRO kvöld; heimasmíði RF magnara og notkun þeirra. Benedikt mun m.a. hafa til sýnis heimasmíðaðan QRO RF magnara og fjalla almennt um QRO afl bæði í HF og VHF tíðnisviðunum. Erindið hefst stundvíslega kl. […]

,

Páskakveðjur

Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, þann 5. apríl, er skírdagur. Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð þann dag. Næsti opnunardagur verður fimmtudaginn 12. apríl. Þann dag verður í boði erindi Benedikts Sveinssonar, TF3CY, um QRO málefni (sem verður nánar kynnt síðar). Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn 19. maí n.k.

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 19. maí 2012. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli (áður “Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga. Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurfa tillögur að lagabreytingum að berast […]