Entries by TF3JB

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3TNT og TF3WO.

Fimmtudagserindið 15. desember var í höndum þeirra Guðjóns Helga Elíassonar, TF3WO og Benedikts Guðnasonar, TF3TNT. Umræðuefni kvöldsins var smíði “collinear” loftneta í metrabylgju- og sentimetrabylgjusviðinu (VHF og UHF) og kynning á fyrirkomulagi endurvarpsstöðva í tíðnisviðunum. Þeir félagar útskýrðu m.a. (og sýndu myndir) frá smíði á 13 dB “collinear” loftneti á UHF sem búið var til […]

,

Póst- og fjarskiptastofnun endurnýjar heimildir

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) dags. 15. desember 2011 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veittur aðgangur að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra. Í annan stað er G-leyfishöfum veitt heimild til að nota fullt afl í sviðinu (þ.e. 1kW). Erindi stofnunarinnar er í samræmi við beiðni félagsins þessa […]

,

Niðurstöður í CQ WW 160 metra keppninni 2011

Í desemberhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX 160 metra keppninni árið 2011. Morshluti keppni- nnar fór fram 28.-30. janúar s.l. og talhlutinn 25.-27. febrúar s.l. Alls sendu fimm TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni, þ.e. fjórar í morshlutanum og ein í talhlutanum, sbr. eftirfarandi skiptingu: Mors – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 2 […]

,

TF3TNT og TF3WO verða með fimmtudagserindið

                    Síðasti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldinn fimmtudaginn 15. desember kl. 20:30 í félags- aðstöðunni í Skeljanesi. Þá munu þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT og Guðjón Egilsson, TF3WO, fjalla um smíði loftneta í metrabylgju- og sentimetrabylgjusviðinu (VHF og UHF) og um hugmyndir sínar um endurvarpa í […]

,

Vel heppnaðir sunnudagsviðburðir 4. og 11. desember.

Tvennir vel heppnaðir viðburðir á vetrardagskrá félagsins fóru fram sunnudagana 4. og 11. desember. Þann 4. desember leiddi Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB, umræður um hvernig best er staðið að því að gera upp eldri tæki. Að sögn Dodda, var morguninn vel heppnaður og umræður áhugaverðar. Hann sagðist hafa tekið með sér gamalt rússneskt herviðtæki, R-326, […]

TF3UA leiðir umræður á sunnudag 11. desember

Síðasta sunnudagsopnunin fyrir jól verður haldin sunnudaginn 11. desember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, mun leiða umræður í sófasettinu. Hann mun ræða fæðilínur og skylda hluti sem snerta aðlögun sendis og loftnets. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Í boði verður […]

,

Vel heppnað erindi Bjarna Sigurðssonar í Skeljanesi

Fimmtudagserindið þann 8. desember var í höndum Bjarna Sigurðssonar, sérfræðings hjá Póst- og fjarskipta- stofnum (PFS). Umræðuefni kvöldsins var geislunarhætta í tíðnisviðum radíóamatöra. Bjarni fór yfir kröfur sem gerðar eru til sendi- og loftnetabúnaðar í núgildandi reglugerð um starfsemi radíóamatöra og í alþjóðafjarskiptareglugerðinni og kynnti m.a. tilmæli ITU nr. K.52, K.61 og K.70 (sjá umfjöllun […]

,

Erindi Bjarna Sigurðssonar er á fimmtudag 8. desember.

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er í höndum Bjarna Sigurðssonar, verkfræðings hjá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS). Bjarni verður með erindi um geislunarhættu í tíðnisviðum radíóamatöra fimmtudaginn 8. desember kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins. ____________ Í tilefni erindis Bjarna, er vakin athygli […]

,

Niðurstöður komnar í SAC keppninni 2011, SSB

Niðurstöður í Scandinavian Activity Contest (SAC) keppnini 2011, SSB hluta sem haldin var helgina 8.-9. október s.l. liggja nú fyrir. Þrjár TF stöðvar sendu inn keppnisgögn, TF3AO, TF3W og TF8GX, auk TF3DC sem sendi inn saman- burðardagbók (e. check log). Niðurstöður eru glæsilegar fyrir Guðlaug K. Jónsson, TF8GX, sem náði 1. sæti og Norðurlandatitli í […]

,

TF3SB leiðir umræður á næstu sunnudagsopnun

Næsta sunnudagsopnunin á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 4. desember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, leiðir umræðurnar að þessu sinni og er umfjöllunarefnið hvernig best er staðið að því að gera upp gömul tæki. Doddi hefur langa og yfirgripsmikla reynslu af að gera upp eldri lampatæki, þ.m.t. RF magnara, sendi-/móttökustöðvar, viðtæki […]