Entries by TF3JB

,

Niðurstöður komnar í SAC keppninni 2011, SSB

Niðurstöður í Scandinavian Activity Contest (SAC) keppnini 2011, SSB hluta sem haldin var helgina 8.-9. október s.l. liggja nú fyrir. Þrjár TF stöðvar sendu inn keppnisgögn, TF3AO, TF3W og TF8GX, auk TF3DC sem sendi inn saman- burðardagbók (e. check log). Niðurstöður eru glæsilegar fyrir Guðlaug K. Jónsson, TF8GX, sem náði 1. sæti og Norðurlandatitli í […]

,

TF3SB leiðir umræður á næstu sunnudagsopnun

Næsta sunnudagsopnunin á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 4. desember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, leiðir umræðurnar að þessu sinni og er umfjöllunarefnið hvernig best er staðið að því að gera upp gömul tæki. Doddi hefur langa og yfirgripsmikla reynslu af að gera upp eldri lampatæki, þ.m.t. RF magnara, sendi-/móttökustöðvar, viðtæki […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3JA

Fimmtudagserindið þann 1. desember var í höndum Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóra félagsins. Umræðuefni kvöldisins var neyðarfjarskipti radíóamatöra. Sérstakur gestur fundarins var Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild RLR og kynnti hann afstöðu embættisins til neyðarfjarskipta. Jón Þóroddur fjallaði almennt um þá auðlind sem radíóamatörar eru og vísaði m.a. til þeirra tíðnisviða sem þeir hafa til […]

,

Sjóður til minningur um látna félagsmenn

Stjórn Í.R.A. samþykkti á stjórnarfundi nr. 5/2011 að stofna sérstakan sjóð til minningar um látna félagsmenn. Sjóðurinn verði notaður í þágu nýrra leyfishafa svo þeir komist í loftið. Á fundinum var samþykkt að ánafna 25 þúsund krónum úr félagssjóði í minningu Sveins Guðmundssonar, TF3T, sem lést í byrjun september s.l. Sveinn Guðmundsson, TF3T, var handhafi […]

,

TF3JA verður með fimmtudagserindið 1. desember

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er erindi Jóns Þórodds Jónssonar TF3JA neyðarfjarskiptastjóra Í.R.A. fimmtudaginn 1. desember n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Erindið fjallar um neyðarfjarskipti radíóamatöra. Sérstakir gestir Jóns Þórodds á fundinum verða Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi og verkefna- stjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri, báðir starfsmenn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra (RLR).           […]

,

Sunnudagsopnun fellur niður 27. nóvember

Áður auglýst sunnudagsopnun á morgun, sunnudaginn 27. nóvember kl. 10:30-12:00, fellur niður. Umræður, undir stjórn Jónasar Bjarnasonar, TF2JB, um reglugerðarmál, frestast því um óákveðinn tíma. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu sem kemur til vegna þátttöku í CQ WW DX CW keppninni 2011 sem fram fer um helgina.

,

Aukin húsnæðisaðstaða Í.R.A. í Skeljanesi

Fimmtudaginn 24. nóvember var vígt nýtt húsnæði félagsins á 2. hæð í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Um er að ræða flutning á sameiginlegri aðstöðu QSL Bureau’sins og smíðaaðstöðunnar í hornherbergi á hæðinni (þar sem fjarskiptaherbergi félagsins var til ársins 2008). Það sem gerst hefur í millitíðinni er, að nýlega náðust samningar um makaskipti á herbergjunum á […]

,

Vel heppnaðir viðburðir á vetrardagskrá um helgina

Tvennir vel heppnaðir viðburðir á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins fóru fram um nýliðna helgi. Annars vegar sá Yngvi Harðarson, TF3Y um kynningu á “WriteLog” keppnisdagbókarforritinu á laugardag og hins vegar leiddi Ársæll Óskarsson, TF3AO umræður á sunnudag með kynningu á RTTY út frá þemanu um þátttöku í keppnum. Alls sóttu um 15 félagsmenn þessa viðburði. Glærur […]

,

TF3SG verður sýningarstjóri á fimmtudagskvöld

Næsti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins er sýning heimildarmyndar frá DX-leiðangri fimmtudagskvöldið 24. nóvember n.k. kl. 20:30. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina, sem er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, en hann gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru. Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:30. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

, ,

12 TF stöðvar skiluðu inn keppnisdagbókum

Frestur til að skila keppnisdagbókum í CQ WW DX SSB keppninni 2011 rann út í gær, 21. nóvember. Alls skiluðu 12 TF stöðvar fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar CQ tímaritsins. Stöðvarnar 12 kepptu í 9 keppnisflokkum samkvæmt meðfylgjandi töflu. Þessar þrjár stöðvar voru með afgerandi bestan árangur: Sigurður R. Jakobsson, TF3CW var alls með 1.444.550 heildarpunkta. Hann […]