Entries by TF3JB

,

Jón Ágúst, TF3ZA, verður með fimmtudagserindið

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, var einn af átta leyfishöfum sem fóru í DX-leiðangur til Jan Mayen sumarið 2011 og starf- ræktu kallmerkið JX5O. Aðrir leyfishafar (auk Jóns) voru: Stan SQ8X; Vicky SV2KBS/LA7VPA; Bernhard HB9ASZ; Leszek NI1L; Björn SM0MDG; Tom SQ9C; og Pete SQ9DIE. Þrátt fyrir tiltölulega óhagstæð skilyrði hafði hópurinn alls 17.844 QSO. Hópurinn sigldi […]

,

Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi

Flóamarkaður Í.R.A. að hausti fór fram sunnudaginn 16. október 2011. Alls mættu yfir 35 manns á viðburðinn sem hófst  stundvíslega kl. 13 og stóð yfir fram til kl. 16. Framboð var ágætt, m.a. notaðar UHF stöðvar, mikið af smíðaefni, íhlutir, kassar til smíða, ýmis mælitæki og margs konar aukahlutir, m.a. frá MFJ og Yaesu, auk […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3KX

Fyrsta fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins 2011 var haldið fimmtudaginn 13. október. Fyrirlesari kvöldsins var Kristinn Andersen, TF3KX, og nefnist erindið: „Faros”; sjálfvirk vöktun HF-skilyrða með radíóvitum. Kristinn útskýrði vel forsendur og nytsemi “Faros” forritsins. Sem dæmi um nytsemi upplýsinganna (en skoða má útbreiðslu eftir tíðnisviðum eftir dögum aftur í tímann) gat hann þess, að við […]

,

Flóamarkaður að hausti á sunnudag 16. október

Flóamarkaður að hausti verður haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes, sunnudaginn 16. október, á milli kl. 13-15. Félagsmenn geta þá komið með hluti sem þeir vilja selja, gefa eða skipta á, auk þess sem félagið mun bjóða hluti sem því hefur áskotnast gefins eða til sölu við hagstæðu verði. Í fyrra (2010) var kynnt til sögunnar […]

, ,

1. verðlaun í TF útileikunum 2011 afhent

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, og Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður TF útileikanna 2011, mæltu sér mót sunnudaginn 9. október s.l. á heimili þess síðarnefnda. Þar afhenti Bjarni Þorvaldi 1. verðaunin í TF útileikunum 2011, sem eru ágrafinn viðurkenningarskjöldur ásamt viðurkenningarskjali fyrir bestan árangur í útileikum ársins. Heildarstig voru alls 2.234.880, sem er einhver glæsilegasti árangur sem náðst […]

,

Kristinn, TF3KX, verður með fimmtudagserindið

Fyrsta fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins 2011 verður haldið fimmtudaginn 13. október n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Kristinn Andersen, TF3KX, og nefnist erindið „Faros”; sjálfvirk vöktun HF-skilyrða með radíóvitum. “Faros” forritið kom fram árið 2006. Það var hannað af kanadískum radíóamatör, Alex Shovkoplyas, VE3NEA. Faros nemur sjálfvirkt móttekið merki frá radíóvitum NCDXF (Northern California DX […]

,

TF3W var QRV í SAC SSB keppninni um helgina

Félagsstöðin TF3W var QRV í Scandinavian Activity SSB-keppninni sem stóð yfir helgina 8.-9. október. Alls náðust tæplega 1600 QSO sem er góður árangur miðað við aðstæður, en skilyrði voru ekki hagstæð ásamt því að SteppIR 3E Yagi loftnet stöðvarinnar var með bilaðan rótor. Það var Benedikt Sveinsson, TF3CY, sem stóð fyrir keppninni ásamt Guðmundi Sveinssyni, […]

, ,

TF útileikarnir 2011 – Afhending viðurkenninga

Bjarni Sverrisson, TF3GB, skýrði frá úrslitum í TF útileikunum 2011; viðurkenningarhafar voru alls 13 talsins. Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður TF útileikanna, kynnti niðurstöður leikanna fyrir árið 2011 í gær, 6. október, í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Alls tóku 19 stöðvar þátt þetta árið samanborið við 22 í fyrra og hlutu 13 viðurkenningar og verðlaun (þar af […]

,

Nýjung á flóamarkaði Í.R.A. 16. október n.k.

Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, mun stjórna uppboði á flóamarkaðnum 16. október. Nokkur undanfarin ár hefur Í.R.A. staðið fyrir árlegum flóamarkaði/söludegi innan félagsins. Félagsmenn hafa þá geta komið með hluti sem þeir vilja selja, gefa eða skipta á, auk þess sem félagið hefur boðið hluti sem því hefur áskotnast gefins eða til sölu við hagstæðu verði. Í […]

,

DXCC viðurkenningaskjölin fyrir TF3IRA

Langþráðu takmarki var náð í síðustu viku, en þá voru DXCC viðurkenningaskjölin þrjú fyrir TF3IRA sótt í innrömmun og bíða nú uppsetningar. Þess má geta, að ARRL hefur staðfest að DXCC viðurkenningaskjöl hafi ekki áður verið gefin út á félagsstöðina. Um er að ræða þrjú viðurkenningaskjöl, þ.e. fyrir mors (CW), tal (Phone) og allar tegundir […]