Entries by TF3JB

,

Umsókn um DXCC fyrir TF3IRA í höfn

Matthías Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, mæltu sér mót í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi fimmtudaginn 21. júlí. Matthías lagði þá fyrir Guðlaug (sem er trúnaðarmaður ARRL vegna DXCC-umsókna hér á landi) síðustu kortin vegna umsóknar um DXCC á morsi fyrir félagsstöðina TF3IRA. Með þeirri umsókn hefur nú verið sótt um þrjár gerðir af […]

,

Stefna PFS um stjórnun tíðnisviðsins 2011-2014

Póst- og fjarskiptastofnun hefur kallað eftir samráði við hagsmunaaðila um nýja tíðnistefnu til næstu fjögurra ára, þ.e. 2011-2014. Skjal stofnunarinnar þessa efnis, auk sérstaks umræðuskjals um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða var birt á heimasíðu PFS þann 1. júlí s.l. Frestur er gefinn til að skila umsögnum og athugasemdum til 19. ágúst n.k. Stjórn Í.R.A. […]

,

IARU keppnin 2011 fer fram um helgina, keppnisreglur

IARU HF Championship keppnin fer fram dagana 9. og 10. júlí 2011. Þetta er sólarhringskeppni sem hefst á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á sunnudegi. Þetta er aðgengileg keppni (t.d. án ákvæðis um hvíldartíma o.fl.) og tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Hér á […]

,

JX5O DX-leiðangurinn er lagður af stað

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, heimsótti bækistöðvar JX5O leiðangursins í Laugarnesi í Reykjavík í gær, þann 3. júlí. Samkvæmt áætlun átti hópurinn að leggja úr höfn á Dalvík í dag kl. 20 (4. júlí). Þegar Ara bar að garði voru prófanir svo gott sem um garð gengnar og allt var samkvæmt áætlun og hafði gengið vel. […]

,

Innheimta félagsgjalda 2011-2012 er hafin

Innheimta félagsgjalda Í.R.A. stendur nú yfir og hófst með útsendingu gíróseðla til félagsmanna þann 8. júní s.l. Samkvæmt félagslögum er Innheimt eftir tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 4000 krónur […]

,

Líklega fyrsta TF-OY QSO á 70 MHz

Þann 2. júlí náðist líklega fyrsta sambandið á milli Íslands og Færeyja á 70 MHz. Þeir sem höfðu sambandið voru Stephan Senz, TF/DL3GCS og Jan Egholm, OY3JE. Sambandið var haft á MS; QRG 70.169.9 MHz og JT6M teg. útgeislunar. Fram kom í tölvupósti frá Jan í dag, að sambandið hafi alls tekið 1,5 klst. Hann […]

,

Vinnutíðnir komnar fyrir JX5O DX-leiðangurinn

Fyrirhugað er, að leiðangursmenn hittist í Reykjavík á morgun, laugardaginn 2. júlí og síðan verði farið til Dalvíkur á mánudag. Í framhaldi, verður lagt upp frá Dalvík að kvöldi sama dags (4. júlí). Farkosturinn er seglskúta og er áætlað að koma í höfn á Jan Mayen að morgni 6. júlí. Haldið verður til Íslands á […]

,

IARU HF Championship keppnin nálgast

IARU HF Championship keppnin 2011 fer fram helgina 9. og 10. júlí n.k. Þetta er sólarhringskeppni sem hefst á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á sunnudegi. Þetta er áhugaverð keppni og að mörgu leyti aðgengileg keppni (t.d. án ákvæðis um hvíldartíma o.fl.) og tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga sín […]

,

CQ WPX RTTY DX keppnin 2011, niðurstöður

Í júlíhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WPX RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 12.-13. febrúar 2011. Alls sendu fjórar TF stöðvar inn keppnisdagbækur. Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki (einsbands, 14 MHz, hámarks útgangsafl) og í heild, eða 933,500 stig. Að baki þeim […]

,

Stafvarpinn TF3RPG er QRV frá Skeljanesi

APRS stafvarpinn TF3RPG er QRV á 144.800 MHz frá félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði sérstöku kallmerki fyrir stöðina, TF3RPG, þann 10. júní s.l. Vinna við uppsetningu APRS stafvarpa í fjarskiptaherbergi félagsins hófst þann 2. apríl s.l. með uppsetningu nýs APRS loftnets. Í framhaldi var útbúin sérstök aðstaða vegna uppsetningar á sambyggðri stafvarpa- […]