Entries by TF3JB

,

Góður gestur í heimsókn í Skeljanesi

Góður gestur kom í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 23. júní. Það er Robert G. Chandler, VE3SRE. Hann er hér á rúmlega viku ferðalagi ásamt eiginkonu sinni í fríi en þau hjón eru bústett í Toronto í Kanada. Bob hefur verið leyfishafi í rúmlega tvo áratugi (frá 1990) og er áhugamaður um keppnir og hefur […]

,

Pöntun gerð á “lvb tracker” frá AMSAT fyrir TF3IRA

Gerð hefur verið pöntun fyrir TF3IRA á svokölluðum “LVB Tracker” frá AMSAT. Um er að ræða viðmót til tengingar á milli fjölstillisins fyrir Yaesu G-5400B sambyggða rótorinn og Dell 566 PC-tölvu félagsins. AMSAT hefur selt þennan búnað frá árinu 2007 og hefur hann komið vel út og notið vinsælda. Þegar búnaðurinn kemur til landsins og […]

,

PFS hefur úthlutað nýjum kallmerkjum

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum: Kallmerki Leyfi Leyfishafi / önnur not Staðsetning stöðvar Skýringar TF2MSN N-leyfi Óðinn Þór Hallgímsson 300 Akranes Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011 TF3ED G-leyfi Arnþór Þórðarson 200 Kópavogur Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011 TF3NAN N-leyfi Haukur Þór Haraldsson 109 Reykjavík Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011 TF3PLN […]

,

DX sambönd frá TF á 70 MHz

Á þyrpingu (e. cluster) mátti sjá eftirfarandi upplýsingar um QSO sem Stephan, DL3GCS, hafði í nágrenni við Þorlákshöfn sem TF/DL3GCS á milli kl. 15:43 og 16:27 (18. júní s.l.): OZ9PP-@ 70196.0 TF/DL3GCS QRG corr. 1627 18 Jun Iceland OZ9PP-@ 70196.0 TF/DL3GCS Correct QRG 1624 18 Jun Iceland OZ9PP-@ 70200.0 TF/DL3GCS 599 es 1621 18 Jun […]

,

Vel heppnuð heimsókn Claude, FM5CY og XYL

Góðir gestir komu í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 16. júní. Það voru Claude og Francine Golcman frá eyjunni Martinique. Claude hefur verið leyfishafi frá 1983 og er áhugamaður um neyðarfjarskipti, en hann var yfirmaður almannavarna í landinu þar til fyrir tveimur árum er hann fór á eftilaun. Þau hjón sýndu myndir frá heimalandi sínu […]

,

Til hamingju TF3CW með 2. sætið yfir heiminn!

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ Word-Wide WPX keppninni (SSB hluta) helgina 26.-27. mars 2011 og gekk framúrskarandi vel. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) liggja nú fyrir og náði Sigurður 2. sæti yfir heiminn í einmenningsflokki, hámarksafli, á 14 MHz. Heildarniðurstaða hans var 8,050,468 stig. Þessi árangur tryggir honum jafnframt 1. sætið í Evrópu […]

,

FM5CY og XYL væntanleg í heimsókn í Skeljanes

Claude Golcman, FM5CY, og XYL munu heimsækja Ísland í júnímánuði. Þau hjón eru væntanleg til landsins næstu daga og munu dvelja hérlendis í rúmar tvær vikur. Þau langar m.a. til að hitta íslenska radíóamatöra og munu koma í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní n.k. Claude er m.a. áhugamaður um neyðarfjarskipti og […]

,

Góður árangur í prófi til amatörleyfis í Skeljanesi

Próf til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes laugardaginn 28. maí. Alls þreyttu 18 nemendur prófið, þar af 17 í tækni og 14 í reglugerðum. 13 náðu fullnægjandi árangri til réttinda í tæknihlutanum (ýmist til N- eða G-leyfis) og allir 14 náðu fullnægjandi árangri til réttinda í reglugerðahlutanum. Prófnefnd Í.R.A. annaðist framkvæmd að […]

,

Ný stjórn Í.R.A. hefur skipt með sér verkum

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Í.R.A. starfsárið 2011-2012 var haldinn fimmtudaginn 26. maí 2011 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Stjórnin skipti með sér verkum á fundinum og er skipan embætta sem hér segir á nýju starfsári: Embætti Nafn stjórnarmanns Kallmerki Leyfisbréf Formaður Jónas Bjarnason Unknown macro: {center}TF2JB Unknown macro: {center}80 Varaformaður Kjartan H. Bjarnason Unknown macro: {center}TF3BJ […]