Entries by TF3JB

,

Truflanir á segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring (22.-23. janúar) sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum hér fyrir neðan má sjá stöðuna kl. 08 mánudaginn 23. janúar. Skilyrðaspár benda til að truflanir geti haldið eitthvað áfram. Efsta línuritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta […]

,

TF3GL verður með fimmtudagserindið 26. janúar

Guðmundur Löve, TF3GL, flytur næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. þann 26. janúar n.k. kl. 20:30. Umræðuefnið er: VHF leikar 2012; möguleikar á VHF/UHF samböndum; og sögur og staðreyndir um útbreiðslu merkja í þessum tíðnisviðum. Í grein sem Guðmundur ritar í janúarhefti CQ TF 2012 segir hann meðal annars: TF VHF-leikarnir eru hugarfóstur áhugamanna um langdræg VHF-fjarskipti, en draga dám af sambærilegum […]

,

Skyggnur frá erindi TF2LL komnar á heimasíðu

Skyggnur frá fimmtudagserindi Georgs Magnússonar, TF2LL, frá 5. janúar s.l., hafa verið settar inn á heimasíðu félagsins. Erindið nefndist Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði sumarið 2010. Þar útskýrði Georg m.a. ítarlega forsendur fyrir vali á loftnetum, rótor, fyrir turnsmíðinni sjálfri og vali á öðrum nauðsyn legum aukabúnaði. Power Point skyggnur sem fylgja erindu má nálgast […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3AM

Fimmtudagserindið þann 12. janúar var í höndum Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, og nefndist það Heimasmíði tvípóla fyrir HF í bílskúrnum (láréttra og lóðréttra). Erindi Andrésar var fróðlegt. Hann útskýrði m.a. þær forsendur sem hann gefur sér við smíðar á tvípólum úr álrörum fyrir 10, 15 og 20 metra böndin – og ennfremur, hvað varðar uppsetningu miðað við lágmarks hæð […]

,

Niðurstöður úr CQ WPX DX SSB keppninni 2011

Þann 5. janúar var skýrt frá glæsilegri niðurstöðu Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW í CQ WPX DX SSB keppninni 2011 samkvæmt upplýsingum sem þá voru kunngerðar af keppnisnefnd CQ tímaritsins. Nú hafa borist heildarniðurstöður úr keppninni og eru þær birtar hér á eftir. Keppnin fór fram helgina 26.-27. mars 2011. Að þessu sinni sendu fjórar TF-stöðvar inn keppnisdagbækur í jafn […]

,

TF3AM verður með fimmtudagserindið 12. janúar

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 12. janúar. Þá kemur Andrés Þórarinsson, TF3AM, í Skeljanesið og nefnist erindi hans: Heimasmíði tvípóla fyrir HF í bílskúrnum (láréttra og lóðréttra). Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Andrés mun m.a. fjalla um smíði tvípóla fyrir 10m, 15m og 20m böndin úr álrörum sem keypt eru hjá efnissölum hér heima, uppsetningu 12 […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF2LL

Fimmtudagserindið þann 5. janúar var í höndum Georgs Magnússonar, TF2LL og nefndist það Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði sumarið 2010. Erindi Georgs var afar fróðlegt og hann útskýrði ítarlega forsendur fyrir vali á loftnetum, rótor, turnsmíðinni sjálfri og nauðsynlegum aukahlutum. Í öllum tilvikum var leitast við að vanda vel til verks enda um að ræða framkvæmd […]

,

TF3CW í 2. sæti yfir heiminn í WPX SSB 2011

Úrslitin í CQ WW WPX SSB keppninni 2011 hafa verið kunngerð. Samkvæmt upplýsingum frá keppnisnefnd CQ tímaritsins varð Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, í 2. sæti yfir heiminn og í 1. sæti í Evrópu. Heildarstig voru 7.473.415. Hann keppti í einmenningsflokki á 20 metrum, hámarksafli. Sigurður varð vel fyrir ofan árangur þeirra stöðva sem næstar komu, t.d. OH4A […]

,

Reynsluþýðing á Logger32 er komin út

Samkvæmt upplýsingum frá Vilhjálmi Sigurjónssyni í dag, er komin út reynsluþýðing á íslensku á dagbókarforritinu Logger32. Þýðingin var gerð af Vilhjálmi og er forritið algerlega ókeypis. Forritið er fáanlegt á vefslóðinni logger32.net. Þeir sem hafa sett það upp nýlega geta látið nægja að sækja uppfærslu. Hafi menn eldri útgáfur verður að sækja það frá grunni. Þýðingar eru svo […]

,

TF2LL verður með fimmtudagserindið 5. janúar

Þá er komið að fyrsta fimmtudagserindinu á síðari hluta vetrardagskrár félagsins á yfirstandandi starfsári. Erindið verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 5. janúar n.k. og hefst stundvíslega klukkan 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Georg Magnússon, TF2LL og nefnist erindið Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði sumarið 2010. Georg mun fara yfir loftnetaval og turnframkvæmdina sjálfa í máli og myndum. […]