Entries by TF3JB

,

Vel heppnaðir sunnudagsviðburðir 4. og 11. desember.

Tvennir vel heppnaðir viðburðir á vetrardagskrá félagsins fóru fram sunnudagana 4. og 11. desember. Þann 4. desember leiddi Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB, umræður um hvernig best er staðið að því að gera upp eldri tæki. Að sögn Dodda, var morguninn vel heppnaður og umræður áhugaverðar. Hann sagðist hafa tekið með sér gamalt rússneskt herviðtæki, R-326, […]

TF3UA leiðir umræður á sunnudag 11. desember

Síðasta sunnudagsopnunin fyrir jól verður haldin sunnudaginn 11. desember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, mun leiða umræður í sófasettinu. Hann mun ræða fæðilínur og skylda hluti sem snerta aðlögun sendis og loftnets. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Í boði verður […]

,

Vel heppnað erindi Bjarna Sigurðssonar í Skeljanesi

Fimmtudagserindið þann 8. desember var í höndum Bjarna Sigurðssonar, sérfræðings hjá Póst- og fjarskipta- stofnum (PFS). Umræðuefni kvöldsins var geislunarhætta í tíðnisviðum radíóamatöra. Bjarni fór yfir kröfur sem gerðar eru til sendi- og loftnetabúnaðar í núgildandi reglugerð um starfsemi radíóamatöra og í alþjóðafjarskiptareglugerðinni og kynnti m.a. tilmæli ITU nr. K.52, K.61 og K.70 (sjá umfjöllun […]

,

Erindi Bjarna Sigurðssonar er á fimmtudag 8. desember.

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er í höndum Bjarna Sigurðssonar, verkfræðings hjá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS). Bjarni verður með erindi um geislunarhættu í tíðnisviðum radíóamatöra fimmtudaginn 8. desember kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins. ____________ Í tilefni erindis Bjarna, er vakin athygli […]

,

Niðurstöður komnar í SAC keppninni 2011, SSB

Niðurstöður í Scandinavian Activity Contest (SAC) keppnini 2011, SSB hluta sem haldin var helgina 8.-9. október s.l. liggja nú fyrir. Þrjár TF stöðvar sendu inn keppnisgögn, TF3AO, TF3W og TF8GX, auk TF3DC sem sendi inn saman- burðardagbók (e. check log). Niðurstöður eru glæsilegar fyrir Guðlaug K. Jónsson, TF8GX, sem náði 1. sæti og Norðurlandatitli í […]

,

TF3SB leiðir umræður á næstu sunnudagsopnun

Næsta sunnudagsopnunin á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 4. desember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, leiðir umræðurnar að þessu sinni og er umfjöllunarefnið hvernig best er staðið að því að gera upp gömul tæki. Doddi hefur langa og yfirgripsmikla reynslu af að gera upp eldri lampatæki, þ.m.t. RF magnara, sendi-/móttökustöðvar, viðtæki […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3JA

Fimmtudagserindið þann 1. desember var í höndum Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóra félagsins. Umræðuefni kvöldisins var neyðarfjarskipti radíóamatöra. Sérstakur gestur fundarins var Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild RLR og kynnti hann afstöðu embættisins til neyðarfjarskipta. Jón Þóroddur fjallaði almennt um þá auðlind sem radíóamatörar eru og vísaði m.a. til þeirra tíðnisviða sem þeir hafa til […]

,

Sjóður til minningur um látna félagsmenn

Stjórn Í.R.A. samþykkti á stjórnarfundi nr. 5/2011 að stofna sérstakan sjóð til minningar um látna félagsmenn. Sjóðurinn verði notaður í þágu nýrra leyfishafa svo þeir komist í loftið. Á fundinum var samþykkt að ánafna 25 þúsund krónum úr félagssjóði í minningu Sveins Guðmundssonar, TF3T, sem lést í byrjun september s.l. Sveinn Guðmundsson, TF3T, var handhafi […]

,

TF3JA verður með fimmtudagserindið 1. desember

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er erindi Jóns Þórodds Jónssonar TF3JA neyðarfjarskiptastjóra Í.R.A. fimmtudaginn 1. desember n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Erindið fjallar um neyðarfjarskipti radíóamatöra. Sérstakir gestir Jóns Þórodds á fundinum verða Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi og verkefna- stjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri, báðir starfsmenn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra (RLR).           […]

,

Sunnudagsopnun fellur niður 27. nóvember

Áður auglýst sunnudagsopnun á morgun, sunnudaginn 27. nóvember kl. 10:30-12:00, fellur niður. Umræður, undir stjórn Jónasar Bjarnasonar, TF2JB, um reglugerðarmál, frestast því um óákveðinn tíma. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu sem kemur til vegna þátttöku í CQ WW DX CW keppninni 2011 sem fram fer um helgina.