Entries by TF3JB

,

SKELJANESI FIMMTUDAG 30. NÓVEMBER

Njáll H. Hilmarsson, TF3NH mætir í Skeljanes fimmtudagskvöldið 30. nóvember með erindið: „Sérhæfð þróun hugbúnaðar fyrir fjarskipti radíóamatöra“. Njáll hefur verið að forrita hugbúnað fyrir DSP (e. Digital Signal Processing/Stafræn Mótun Merkja) sem er hugsaður til að senda skilaboð m.a. á HF. Um er að ræða stafræna mótun merkja, svokallað „Pipelines“ sem margir þekkja úr […]

,

TF3W QRV Í CQ WW CW KEPPNINNI.

Félagsstöðin TF3W var virkjuð í CQ World Wide DX CW keppninni sem fór fram 25.-26. nóvember. Stöðin var QRV frá kl. 09 á laugardag til kl. 16 á sunnudag. Alls voru höfð 1503 sambönd á sex böndum. Bráðabirgðaniðurstöður (e. score before checking): 829.452 punktar. Keppt var í flokknum: „MULTI-OP ONE ASSISTED ALL LOW“ Skilyrði voru […]

,

SUNNUDAGSOPNUN FRESTAST

Erindi Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ: „Ungmennastarf YOTA í IARU Svæði 1“ sem er skráð á fræðsludagskrá ÍRA sem sunnudagsopnun kl. 11:00 á morgun, sunnudag 26. nóvember – frestast. Meginástæða eru fyrirhugaðar breytingar á ungmennastafinu innan Svæðis 1. Erindi Elínar færist því yfir á Fræðsludagskrá ÍRA vorið 2024. Ofangreindu til staðfestingar, Stjórn ÍRA.

,

MÁLEFNI ENDURVARPA RÆDD Í SKELJANESI

Skeljanesi fimmtudag 23. nóvember 2023. Fyrirlesari kvöldsins var Benedikt Guðnason, TF3TNT sem kynnti framtíðarsýn endurvarpamála fyrir íslenska radíóamatöra. Erindið hófst kl 20:30 og var hið fróðlegasta.  Kaffi og meðlæti var á borðum sem endranær.  Fram kom að fyrirtæki Benedikts annast FM senda útvarpsstöðva um allt land og hefur skapað sér aðstöðu í fjölda fjarskiptastöðva sem […]

,

SKELJANES Á FIMTUDAG: ENDURVARPAR

Benedikt Guðnason, TF3TNT mun halda erindi í Skeljanesi fimmtudag 23. nóvember: „VHF/UHF endurvarpar; framtíðarsýn“. Benedikt óskaði eftir áheyrn stjórnar ÍRA á fundi þann 19. október s.l. Þar tilkynnti hann, að fyritæki hans, Radio s.f. hafi keypt endurvarpa sem voru í eigu Ólafs B. Ólafssonar, TF3ML af dánarbúinu. Hann tilkynnti stjórn jafnframt, að þessi kaup hafi […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2023.

CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 25.-26. nóvember. Þetta er stærsta alþjóðlega morskeppni ársins; 48 klst. og engin tímatakmörk og í boði eru yfir 60 mismunandi keppnisflokkar. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á […]

,

FRÁBÆR FLÓAMARKAÐUR AÐ HAUSTI

Flóamarkaður ÍRA að hausti 2023 var haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 19. nóvember kl. 12-17. Viðskipti hófust strax upp úr kl. 12 – manna á milli – í salnum, þannig að ekki fór allt á uppboðið sem hófst kl. 13:30. Markaðurinn var haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið. Notað var forritið „Google Meet“ og voru […]

,

FLÓAMARKAÐUR Á SUNNUDAG

Flóamarkaður ÍRA að hausti 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 19. maí kl. 13-17. Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp – og gera viðskipti sín á milli. Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 13:00. Uppboðshaldari: Vilhjálmur Í. […]

,

ALLS ERU KOMIN 7 NÝ KALLMERKI

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið 11. nóvember s.l. í Háskólanu í Reykjavík. Eftirtaldir 7 nýir leyfishafar hafa sótt um og fengið úthlutað kallmerkjum m.v. daginn í dag, 18. nóvember: Arnar Þór Egilsson, 270 Mosfellsbæ – TF3ATE.Gísli Guðnason, 270 Mosfellsbæ – TF6MK.Greppur Torfason, 225 Álftanesi – TF7ZF.Jónas I. Ragnarsson, 200 Kópavogi – TF3JIR.Valdimar Ó. Jónasson, […]

,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Virkilega vel heppnað erindi hjá Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni, TF3VS í Skeljanesi laugardaginn 18. nóvember. Hann byrjaði á að kynna, að það væri verulegur munur á að fara í loftið á FT8 og FT4 samanborið við t.d. CW og SSB. Og hélt síðan stutta tölu um forrit Joe Taylor, K1JT (og fleiri) um WSJT-X sem fyrst […]