Entries by TF3JB

,

Frábær árangur hjá TF3DX úr bílnum

Vilhjálmur, TF3DX, hefur sýnt svo um munar að það er ýmislegt hægt að gera á amatörböndunum “/M” og má t.d. minna á þegar hann hafði fyrsta sambandið frá /M stöð frá TF til Japans (við JA7FUJ) á CW á 160 metrum þann 17. nóvember 2009. Að þessu sinni hefur Vilhjálmur enn náð framúrskarandi árangri úr […]

,

TF3JA verður með fimmtudagserindið 10. febrúar

Þá er komið að fyrsta fimmtudagserindinu á síðari hluta vetrardagskrár félagsins á starfsárinu, sem haldið verður fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA. Erindið nefnist “APRS verkefnið í höfn” en Jón Þóroddur fer fyrir hópi leyfishafa innan félagsins sem eru áhugasamir um verkefnið. APRS er skammstöfun fyrir “Automatic Packet Reporting […]

,

Enn hægt að skrá sig á smíðanámskeiðið í febrúar

Nú styttist í næsta smíðanámskeið, en það verður haldið þriðjudagskvöldin 8. og 15. febrúar n.k. Að þessu sinni verður smíðaður lyklari sem byggir á K10 rásinni frá Steve, K1EL. Reiknað er með að smíðin taki bæði kvöldin. Verð á efni og íhlutum er 5.000 krónur. Áformað er að smíða lyklarann og setja í hentugan kassa […]

,

Síðari hluti vetrardagskrárinnar hefst á fimmtudagskvöld

Síðari hluti vetrardagskrár félagsins á þessu starfsári hefst næstkomandi fimmtudagskvöld, þ.e. 3. febrúar kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes með sýningu DVD heimildarmyndar frá DX-leiðangri í Kyrrahafið. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina. Myndin er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, sem gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru. Kaffiveitingar verða […]

,

Námskeið til amatörréttinda hefst 7. mars n.k.

Ákveðið hefur verið að Í.R.A. standi fyrir námskeiði til amatörréttinda sem haldið verður í Reykjavík á tímabilinu frá 7. mars til 11. maí n.k. Námskeiðinu lýkur með prófi hjá Póst- og fjarskiptastofnun laugardaginn 14. maí. Þeir sem ekki hafa þegar skráð sig geta gert það til 28. febrúar n.k. (sjá annars staðar á heimasíðunni). Í.R.A. […]

,

Niðurstöður í CQ WW WPX SSB keppninni 2010

Í janúarhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW WPX keppninni árið 2010, en SSB-hluti hennar fór fram helgina 30.-31. október s.l. Alls sendu fjórar TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni. Keppt var í tveimur flokkum, þ.e. einmenningsflokki, öllum böndum á hámarksafli og í einmenningsflokki á 7 MHz á hámarksafli. Guðlaugur K. Jónsson, […]

,

Smíðakvöldin fara brátt að hefjast

Nú styttist í næsta smíðanámskeið, sem verður haldið þriðjudagskvöldin 8. og 15. febrúar n.k. fari af stað. Að þessu sinni verður smíðaður lyklari sem byggir á K10 rásinni frá K1EL. Reiknað er með að smíðin taki bæði kvöldin. Verð á efni og íhlutum er 5.000 krónur. Áformað er að smíða lyklarann og setja í hentugan […]

,

Janúarhefti CQ TF 2011 komið út

Janúarhefti CQ TF (1. tbl. 2011) er komið út. Blaðið má finna á vefslóðinni http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_29arg_2011_01tbl.pdf Smellið á framangreinda slóð til að opna síðuna með blaðinu á PDF formi. Athugið að eingöngu félagar ÍRA hafa aðgang að þessari vefslóð. 73 – Kristinn Andersen, TF3KX, ritstjóri CQ TF Netfang: cqtf@ira.is  

,

Axel Sölvason, TF3AX, áttræður

Axel Sölvason, TF3AX, verður áttræður þann 15. janúar n.k. Fjölskylda hans stendur fyrir móttöku í tilefni þessara tímamóta laugardaginn 15. janúar n.k. á milli kl. 17-19 í Safnaðarheimili Kópavogskirkju, sem er staðsett skammt frá kirkjunni, þ.e. á ská á móti Gerðasafni í Kópavogi. Félagsmenn Í.R.A. eru boðnir velkomnir að líta við og heilsa upp á […]

,

Póst- og fjarskiptastofnunin veitir sérstakar heimildir á 160 metra bandinu.

Í.R.A. hefur borist erindi Póst- og fjarskiptastofnar dagsett fimmtudaginn 6. janúar 2011 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veittur aðgangur að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra. Í annan stað er G-leyfishöfum nú heimilt að nota fullt afl í sviðinu (þ.e. 1kW). Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar er í samræmi við beiðni félagsins þessa […]