Entries by TF3JB

,

TF3W var QRV í SAC SSB keppninni um helgina

Félagsstöðin TF3W var QRV í Scandinavian Activity SSB-keppninni sem stóð yfir helgina 8.-9. október. Alls náðust tæplega 1600 QSO sem er góður árangur miðað við aðstæður, en skilyrði voru ekki hagstæð ásamt því að SteppIR 3E Yagi loftnet stöðvarinnar var með bilaðan rótor. Það var Benedikt Sveinsson, TF3CY, sem stóð fyrir keppninni ásamt Guðmundi Sveinssyni, […]

, ,

TF útileikarnir 2011 – Afhending viðurkenninga

Bjarni Sverrisson, TF3GB, skýrði frá úrslitum í TF útileikunum 2011; viðurkenningarhafar voru alls 13 talsins. Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður TF útileikanna, kynnti niðurstöður leikanna fyrir árið 2011 í gær, 6. október, í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Alls tóku 19 stöðvar þátt þetta árið samanborið við 22 í fyrra og hlutu 13 viðurkenningar og verðlaun (þar af […]

,

Nýjung á flóamarkaði Í.R.A. 16. október n.k.

Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, mun stjórna uppboði á flóamarkaðnum 16. október. Nokkur undanfarin ár hefur Í.R.A. staðið fyrir árlegum flóamarkaði/söludegi innan félagsins. Félagsmenn hafa þá geta komið með hluti sem þeir vilja selja, gefa eða skipta á, auk þess sem félagið hefur boðið hluti sem því hefur áskotnast gefins eða til sölu við hagstæðu verði. Í […]

,

DXCC viðurkenningaskjölin fyrir TF3IRA

Langþráðu takmarki var náð í síðustu viku, en þá voru DXCC viðurkenningaskjölin þrjú fyrir TF3IRA sótt í innrömmun og bíða nú uppsetningar. Þess má geta, að ARRL hefur staðfest að DXCC viðurkenningaskjöl hafi ekki áður verið gefin út á félagsstöðina. Um er að ræða þrjú viðurkenningaskjöl, þ.e. fyrir mors (CW), tal (Phone) og allar tegundir […]

,

Afhending verðlauna í TF útileikunum 2011

Þá er komið að fyrsta fimmtudagsviðburðinum á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins starfsárið 2011/2012. Það er afhending verðlauna og viðurkenninga í TF útileikunum 2011 sem haldnir voru um s.l. verslunarmannahelgi (30. júlí til 1. ágúst). Athöfnin fer fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 6. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 20:30. Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður útileikanna, […]

,

TF3IRA fær nýja VHF-UHF FM stöð

Félagið hefur fest kaup á nýrri Yaesu FT-7900E sambyggðri FM sendi-/móttökustöð fyrir 144 MHz og 430 MHz tíðnisviðin. Sendiafl er valkvætt, 5/10/20/50W á 2 metrum og 5/10/20/45W á 70 cm. Viðtæki þekur aukalega tíðnisviðin frá 108 til 520 MHz og frá 700-1000 MHz. FT-7900E kemur í stað eldri stöðvar (Yaesu FT-4700RH) sem félaginu var gefin […]

,

Truflanir á segulsviðinu

Miklar truflanir voru á segulsviðinu á mánudag og náðu þær hámarki um kl. 19:30, sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum hér fyrir neðan má sjá stöðuna kl. 10:50 á þriðjudag (27. september). Truflanir hafa haldið áfram í dag (28. september). Efsta ritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan […]

,

Vetrardagskráin fyrir október-desember er komin.

Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2011 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Samkvæmt áætluninni er alls 21 viðburður í boði; þar af átta erindi. Meðal nýjunga, má nefna hvað varðar árlegan söludag að hausti (flóamarkað), að nú verður félagsmönnum boðið að skrá sendi-/móttökustöðvar og verðmeiri búnað fyrirfram og síðan verður listinn birtur til kynningar á […]

,

TF3DX og TF3GD QRV frá KH6-landi

Góðir félagar! Laugardaginn 24. september komum við TF3GD til Hawaii. Ég er með 2W CW QRP og hyggst reyna við TF snemma á morgnana að íslenskum tíma (sjá viðlagt um skilyrðin) eftir því sem aðstæður (loftnet og ferðir með ferðafélögum) leyfa. Tíðnin yrði 14.034 kHz +/- QRM. Í dag, 19. sept, fljúgum við til San […]

,

SDR viðtæki QRV á 14 MHz við Garðskagavita

SDR viðtæki Ara Þórs Jóhannessonar, TF3ARI, sem staðsett er á Garðskaga, var í gær (17. september) flutt tímabundið af tíðninni 3637 kHz yfir á 14,034 MHz til að auðvelda hlustun eftir merkjum frá TF3DX og TF3GD (XYL TF3DX) frá Kyrrahafinu, en þau hjón ráðgera að verða QRV frá Hawaii (KH6) á þeirri tíðni (+/- QRM) […]