Entries by TF3JB

,

ARRL CW keppnin 2010 á 160 metrum nálgast

ARRL keppnin á morsi á 160 metrum fer fram helgina 3.-5. desember n.k. Gæta þarf að því, að tímasetningar eru óvanalegar, en keppnin hefst kl. 22:00 föstudagskvöldið 3. desember og lýkur sunnudaginn 5. desember kl. 16:00. Þannig er um að ræða alls 42 klst. keppni og eru engin hlé áskilin. Sjá keppnisreglur á þessum hlekk: […]

,

TF3DX verður með fimmtudagserindið 25. nóvember

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 25. nóvember n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og nefnist erindið “Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna”. Vilhjálm þarf vart að kynna félagsmönnum, það mikið hefur hann starfað fyrir félagið s.l. áratugi. Hann starfar innan félagsins í dag sem formaður prófnefndar. Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar […]

,

Heimasíða, póstlisti og eldri fréttir

Að undanförnu hafa nokkrir félagsmenn lent í vandræðum við að sækja efni og/eða að tengjast vefum Í.R.A. Hér á eftir er stuttlega fjallað um: (1) Aðgang að þeim hluta heimasíðu félagsins sem er lokaður öðrum en félagsmönnum; (2) póstlista Í.R.A.; og (3) leiðbeiningar um hvernig kalla má fram eldri fréttir á heimasíðunni. Hvað varðar aðgangskóða, […]

,

CQWW DX CW keppnin 2010 nálgast

CQWW DX CW keppnin 2010 verður haldin helgina 27.-28. nóvember n.k. Líkt og fyrri ár hefur fjöldi DX-stöðva tilkynnt um þátttöku. Ein íslensk stöð er þar á meðal, TF3CW, sem hefur tilkynnt um þátttöku í keppninni á 20 metrum. Sjá nánar á heimasíðu NG3K; http://www.ng3k.com/Misc/cqc2010.html Keppnisreglurnar hafa verið þýddar á 15 tungumál og má sjá […]

,

Glæsilegur árangur hjá TF8GX í SAC SSB keppninni

Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, náði glæsilegum árangri í SSB-hluta Scandinavian Activity Contest (SAC) sem haldin var 8.-9. október s.l. Samkvæmt niðurstöðum keppnisnefndar SAC, þann 10. nóvember s.l., er Gulli Norðurlandameistari í einmenningsriðli í “Multiband LP” flokki á SSB árið 2010. Niðurstöður fyrir fyrstu þrjú sætin eru þessi: 1. sæti: TF8GX – 1239 QSO – 2745 […]

,

Endurvarpinn TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

TF1RPB (“Páll”) varð QRV á ný frá Bláfjöllum í dag, 9. nóvember, um kl. 13:00. Sigurður Harðarson, TF3WS, lagði á fjallið í morgun og tengdi Zodiac endurvarpann á ný. Hann hefur verið endurforritaður hvað varðar útsendingartíma (e. time-out) og er hann nú stilltur á 4 mínútur. Til upprifjunar eru vinnutíðnir endurvarpans þessar: 145.150 MHz RX […]

,

Loksins auðvelt að panta prentun á QSL kortum

Ársæll Óskarsson, TF3AO, gerðist fyrir nokkru fulltrúi UX5UO Print prentsmiðjunnar í Úkraínu hér á landi. Prentsmiðjan er í eigu Gennady V. Treus, UX5UO, sem hefur verið leyfishafi frá 1967. Gennady segir á heimasíðu fyrirtækisins http://www.ux5uoqsl.com/ að hann hafi prentað QSL kort fyrir alls 11.830 mismunandi kallmerki í 300 DXCC löndum (m.v. 1.11. s.l.). Í nýlegu […]

,

Þátttakan frá TF í CQWW SSB DX keppninni um s.l. helgi

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði frábærum árangri í CQWW SSB DX keppninni sem haldin var helgina 30.-31. október s.l. Hann hafði nær 3.200 QSO, 36 svæði og 160 DXCC einingar á 27 klst. þátttöku á 14 MHz. Hann vann frá eigin QTH í Garðabæ, notaði QRO afl og 4 stika Yagi einsbandsloftnet í bylgjulengdar hæð. […]

,

Vel heppnað fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Þrátt fyrir frostkalt kvöld í Reykjavík fimmtudaginn 4. nóvember 2010, mættu 22 leyfishafar í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi til að hlýða á erindi Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3ARI, um gervitungl radíóamatöra. Þetta yfirgripsmikla efni var sérlega vel afgreitt frá hendi Ara og þegar í upphafi var ljóst að þar fór maður sem talaði af reynslu og […]

,

TF3ARI verður með fimmtudagserindið

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 4. nóvember n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI og nefnist erindið “Fjarskipti um gervitungl radíóamatöra”. Ari hefur verið QRV á VHF/UHF tíðnum um gervihnetti radíóamatöra um árabil og hefur m.a. nýlega gert áhugaverðar tilraunir með DX-sambönd með einfaldri 5W handstöð á FM tegund […]