Entries by TF3JB

,

Samráðsfundur með Póst- og fjarskiptastofnun

Líkt og skýrt var frá á þessum vettvangi þann 7. júlí s.l., kallaði Póst- og fjarskiptastofnun nýlega eftir samráði við hagsmunaaðila um nýja tíðnistefnu til næstu fjögurra ára, 2011-2014. Skjal stofnunarinnar þessa efnis, auk sérstaks umræðuskjals um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða, hefur verið til birtingar á heimasíðu stofnunarinnar frá 1. júlí s.l. og er […]

,

Undirbúningur Vitahelgarinnar 2011 á fullu

Þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, lögðu upp frá félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi nú síðdegis, þann 17. ágúst, með dót frá félaginu til nota á Vita- og vitaskipahelginni við Garðskagavita um helgina. Meðferðis var samkomutjald félagsins, borð, stólar, Kenwood TS-2000 sendi-/móttökustöð ásamt aflgjafa, borðhljóðnema og morslyklum, auk Ten Tec loftentsaðlögunarrásar, kóax […]

,

TF3RPC QRV á ný

Endurvarpsstöðin TF3RPC (Einar) varð QRV á ný í dag, þriðjudaginn 16. ágúst, kl. 14:00 og annaðist Sigurður Harðarson, TF3WS, tenginguna. Ástæða þess að endurvarpinn hefur verið úti að undanförnu er, að unnið var að breytingum og endurnýjun raflagna í þeim hluta byggingarinnar þar sem hann er staðsettur. Ekki þurfti að færa til loftnet og er […]

,

Vita- og vitaskipahelgin er um næstu helgi, 20.-21. ágúst

Hin árlega Vita- og vitaskipahelgi verður haldin helgina 20. til 21. ágúst n.k. við Garðskagavita, nú annað árið í röð. Aðstæður suður frá eru hinar ákjósanlegustu, góð aðstaða fyrir fjölskyldur, m.a. frí tjaldsvæði og góð aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk W.C. aðstöðu. Miðað er við að flestir hafi komið sér fyrir eftir hádegi á […]

,

Sólríkur afmælisdagur í Skeljanesi

65 ár voru liðin frá stofnun Í.R.A. þann 14. ágúst. Í tilefni þess var haldið kaffiboð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra á afmælisdaginn (sem bar upp á sunnudag) í aðstöðu félagsins í Reykjavík. Alls mættu rúmlega 60 manns í Skeljanesið og þáðu þjóðlegar veitingar, þ.e. rjúkandi kaffi, íslenskar vöfflur og pönnukökur með sultu, þeyttum rjóma, […]

,

Afmæliskaffi Í.R.A. er á morgun, sunnudag

Minnum á kaffiboðið fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra í tilefni 65 ára afmælis félagsins á morgun, sunnudaginn 14. ágúst kl. 14 til 17. Boðið verður upp á íslenskar vöfflur og pönnukökur með þeyttum rjóma og vanilluís. Það er von stjórnar félagsins að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að koma við í Skeljanesinu og þiggja […]

,

Niðurstöður úr CQ WW DX SSB keppninni 2010

Í ágústhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide SSB CW keppninni sem fram fór helgina 30.-31. október 2010. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu sjö stöðvar inn keppnisdagbækur. Þessar stöðvar deilast á alls sex keppnisflokka (sbr. upplýsingar í meðfylgjandi töflu). Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, var með afgerandi bestan árangur á […]

,

Í.R.A. verður 65 ára þann 14. ágúst n.k.

65 ár verða liðin frá stofnun félagsins Íslenskir radíóamatörar, Í.R.A., þann 14. ágúst n.k. Í tilefni þess hefur verið ákveðið að halda kaffiboð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra á afmælisdaginn (sem ber upp á sunnudag) í félagsaðstöðunni við Skeljanes í Reykjavík. Byrjað verður kl. 14 og lýkur viðburðinum kl. 17. Boðið verður upp á íslenskar […]

,

John Devoldere, ON4UN, á Íslandi

John Devoldere, ON4UN, gerði góðan stans á landinu í nokkrar klukkustundir í gær (4. ágúst) á leið sinni vestur um haf. Þetta var einkaheimsókn til Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX og konu hans, Guðrúnar Hannesdóttur, TF3GD. Undirritaður átti þess kost að hitta John á heimili þeirra hjóna ásamt Kristjáni Benediktssyni, TF3KB. Við það tækifæri var honum […]

,

Undirbúningur Vita- og vitaskipahelgarinnar hafinn

Hin árlega Vita- og vitaskipahelgi verður haldin helgina 20. til 21. ágúst n.k. Í ljósi víðtæks áhuga félagsmanna hefur stjórn félagsins samþykkt að styðja það að viðburðurinn verði haldinn við Garðskagavita, annað árið í röð. Til að fylgja þeirri ákvörðun eftir (að höfðu samráði) var ákveðið að framlengja umboð framkvæmdanefndar síðustu Vita- og vitaskipahelgar sem […]