Entries by TF3JB

,

Tvennt á dagskrá í Skeljanesi fimmtudaginn, 14. október n.k.

Samkvæmt áður kynntri vetrardagskrá Í.R.A. eru tveir viðburðir á dagskrá fimmtudagskvöldið 14. október n.k.: (1) Kl. 20:00-20:30. Afhending viðurkenninga fyrir þátttöku í TF Útileikunum 2010. Verkefni í höndum Kristins Andersen, TF3KX og Brynjólfs Jónssonar, TF5B. (2) Kl. 20:30-22:00 (kaffihlé kl. 21:15). Uppbygging endurvarpsstöðva í metrabylgjusviðinu (VHF); erindi Sigurðar Harðarsonar, TF3WS. Kaffiveitingar í boði félagsins. Félagar […]

,

Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi

Flóamarkaður Í.R.A. að hausti fór fram í dag, sunnudaginn 10. október 2010. Alls mættu yfir 30 manns á viðburðinn sem hófst stundvíslega kl. 11:00 árdegis og stóð yfir til kl. 16 síðdegis. Framboð var ágætt, m.a. notaðar UHF talstöðvar (í magni), mikið af smíðaefni, þ.e. íhlutum og vandaðir kassar til smíða, ýmis mælitæki m.a. 50 […]

Flóamarkaðurinn er á morgun, sunnudag

Flóamarkaður Í.R.A. að hausti verður haldinn á morgun, sunnudaginn 10. október í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Húsið verður opnað kl. 11:00. Nýjung að þessu sinni er uppboðið sem verður haldið kl. 14:30. Þeir félagsmenn sem óska að selja eða gefa hluti geta t.d. komið með þá í dag (laugardag) á milli kl. 16 og 18 – […]

,

SAC SSB keppnin 9.-10. október n.k.

Scandinavian Activity Contest 2010 SSB hluti SAC 2010 keppninnar verður haldinn um næstu helgi. SSB-keppnin er sólarhringskeppni líkt og morskeppnin og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 9. október og lýkur sunnudaginn 10. október á hádegi. Líkt og áður hefur komið fram, er markmiðið að hafa sambönd við aðrar stöðvar um heiminn heldur en í […]

,

Skráning á námskeið í “Win-Test” keppnisforritinu hafin

Í.R.A. gengst fyrir hraðnámskeiði til kynningar á “Win-Test” keppnisdagbókarforritinu þriðjudaginn 12. október kl. 19:30-22:00. Námskeiðið verður haldið í fjarskiptaaðstöðu TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Leiðbeinandi verður Yngvi Harðarson, TF3Y. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sem fyrst sig þar sem takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði. Aths. 10. október: Námskeiðið er fullt. Ath. skráningu […]

,

Flóamarkaður að hausti á sunnudag, 10. október

Ljósmyndirnar voru teknar á flóamarkaðnum á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen 2008. Ljósmyndir: TF2JB Flóamarkaður að hausti verður haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes næstkomandi sunnudag, 10. október . Húsið veður opnað kl. 11:00 og verður opið til kl. 16:00. Í ráði er að halda í fyrsta skipti uppboð á völdum hlutum sem hefst nákvæmlega kl. […]

,

TF1RPB verður QRT í nokkra daga

Sigurður Harðarson, TF3WS, gerði ferð í Bláfjöll um hádegisbilið í dag (mánudaginn 4. október) og tók niður endurvarpann og flutti með sér til Reykjavíkur. Hugmyndin er annars vegar að tengja sérstaka rás við tækið sem sendir út auðkenni á morsi (“ID”) og hins vegar, að endurstilla núverandi útsendingartakmörkun (“time-out”) sem er aðeins um 1-1,5 mínútur. […]

,

Fjórar nýjar DXCC einingar (tvær hverfa)

“Hollensku Antilleseyjar” sem áður voru nefndar “Hollensku Vestur-Indíur” (e. Netherlands Antilles) munu mynda sjálfstætt ríki þann 10. október n.k. Frá þeim degi heyra Hollensku Antilleseyjar sögunni til. St. Maarten og Curacao verða sjálfstætt ríki í ríkjasambandi við Holland og munu njóta sömu stöðu og Aruba nýtur í dag innan Hollands (en Aruba lýsti yfir sjálfstæði […]

,

Lagfæring á loftneti TF1RPE á Búrfelli

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS. Ljósmyndir: TF3JA. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Guðmundur Sigurðsson, TF3GS lögðu á fjallið Búrfell á Suðurlandi í morgun. Erindi ferðarinnar var að skipta út loftneti endurvarpans TF1RPE (Búra) og höfðu þeir nýtt loftnet meðferðis. Í ljós kom, að þess þurfti ekki með. Hins vegar hafði efri hluti netsins losnað upp og var […]

,

Frábær árangur frá TF3W í SAC CW keppninni

Um tugur íslenskra stöðva tók þátt í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) helgina 18.-19. september. Upplýsingar liggja þegar fyrir um glæsilegan árangur Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW, sem starfrækti kallmerkið TF3W frá félagsstöðinni í Skeljanesi. Sigurður hafði alls 2.038 QSO og er áætlaður heildarárangur um 951.000 punktar. Viðvera í keppninni var um 22 klst., sem gerir […]