Entries by TF3JB

,

Afar vel heppnað fimmtudagserindi

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, verkfræðingur og Stefán Þorvarðarson, verk- og tölvunarfræðingur fluttu afar áhugavert og vel heppnað erindi um SDR sendi-/móttökutæki (hugbúnaðar radíó) og það nýjasta sem er að gerast í þessu sviði í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 28. apríl. Þeir félagar svöruðu fjölda spurninga í lok erindisins. Alls mættu um 25 manns í Skeljanesið að […]

,

Erindi bætast við á heimasíðuna

Alls hafa sjö fimmtudagserindi (á Power Point glærum) nú verið færð inn á heimasíðu Í.R.A. Erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX: Sólblettir og úrbreiðsla radíóbylgna bættist við 28. apríl og í dag, 30. apríl, bættist við erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA: SDR sendi-/móttökutæki. Erindin eru öll nýleg, þ.e. frá þessu og síðasta ári. Þau eru, nánar […]

,

Endurvarpinn TF1RPE óvirkur

Endurvarpinn TF1RPE (“Búri”) sem staðsettur er á fjallinu Búrfelli á Suðurlandi er nánast óvirkur, samkvæmt upplýsingum frá Þór Þórissyni, TF3GW. Ekki er ólíklegt að loftnet hans hafi skaddast í miklu roki sem þar var nýlega. Þór er staddur í sumarhúsi sínu, ekki langt frá Flúðum, og þekkir vel hver styrkleiki merkisins frá endurvarpanum er undir […]

,

TF3UA verður með fimmtudagserindið 28. apríl

Síðasta erindi vetrardagskrár Í.R.A. að þessu sinni, verður haldið fimmtudaginn 28. apríl n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari er Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og fjallar erindi hans um SDR sendi-/móttökutæki. Hugtakið “SDR” er skammastöfun fyrir Software Defined Radio. Þar ræður innbyggt (eða viðtengt í PC) forrit því um hvers konar tæki er að […]

,

Páska- og sumarkveðjur

Páskahátíðin nálgast og n.k. fimmtudag, þann 21. apríl n.k. er skírdagur. Svo háttar til að sama dag er ennfremur sumardagurinn fyrsti. Ákveðið hefur verið að félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verði lokuð fimmtudaginn 21. apríl. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 28. apríl, en þá lýkur vetrardagskrá félagsins á yfirstandandi starfsári með erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA, […]

,

18. apríl er alþjóðadagur radíóamatöra

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl ár hvert og ber að þessu sinni upp á mánudag. Það var þann mánaðardag árið 1925 sem alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., voru stofnuð fyrir 86 árum. Einkunnarorðin eru að þessu sinni “Amateur Radio: The first technology-based social network.” (Tillaga óskast að góðri þýðingu…sendist JB). Aðildarfélög I.A.R.U. […]

,

Síðari hluti námskeiðs til amatörréttinda, stundatafla

Stundatafla vegna síðari hluta námskeiðs Í.R.A. til amatörréttinda sem hófst 7. mars s.l. fylgir hér á eftir. Hún nær yfir tímabilið frá 11. apríl til 25. maí. Ákveðið hefur verið, að próf fari fram laugardaginn 28. maí kl. 10:00-12:00. Það fer fram á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. […]

,

Heimildarmynd frá DX-leiðangri á fimmtudagskvöld

Fimmtudagskvöldið 14. apríl n.k. kl. 20:30 verður boðið upp á sýningu DVD heimildarmyndar frá DX-leiðangri. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina. Myndin er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, sem gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru. Þetta verður síðasta opnunarkvöld félagsaðstöðunnar fyrir páska, en fimmtudaginn þar á eftir (21. apríl) […]

,

Fróðlegt og áhugavert fimmtudagserindi hjá TF2JB

Jónas Bjarnason, TF2JB, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 7. apríl. Erindið nefndi hann QRV á amatörböndum erlendis? Erindið var með sama heiti og fyrirsögn greinar sem hann skrifaði og birtist í 4. tbl. CQ TF í fyrra (2010). Í meginatriðum var gengið út frá efni sem birtist í greininni, sem og nýju efni […]

,

Fimm fimmtudagserindi komin á heimasíðuna

Nú hafa alls fimm fimmtudagserindi á Power Point glærum verið færð inn á heimasíðu Í.R.A. Þau eru: Erindi Halldórs Guðmundssonar, TF3HZ, um JT65A og WSPR tegundir útgeislunar (frá 11.3.2010). Erindi Sigurður R. Jakobssonar, TF3CW og Yngva Harðarsonar, TF3Y, um keppnir radíóamatöra og keppnisþátttöku (frá 17.2.2011). Erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, um sendiloftnet TF4M á 160 […]