Entries by TF3JB

,

Góður árangur TF3W í RDXC keppninni 2011

Alls náðust 1,783 QSO frá TF3W í Russian DX Contest 2011 (RDXC) keppninni sem lauk kl. 11:59 í dag, 20. mars. Samkvæmt þessari niðurstöðu er áætlaður heildarárangur um 3 milljónir punkta. Að sögn Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW sem skipulagði keppnina er þessi niðurstaða mjög ásættanleg miðað við skilyrðin og í annan stað, að um var […]

,

TF3GW verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 24. mars n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Þór Þórisson, TF3GW, og nefnist erindið Reynslan af rekstri “EchoLink” á Íslandi. Þór er mikill áhugamaður um “EchoLink” verkefnið og setti m.a. fyrst upp tengingu fyrir “EchoLink” hér á landi árið 2006. Þór er ábyrgðar- og rekstraraðili “EchoLink” þjónustu […]

,

TF3CW og TF4M í 4. og 7. sæti yfir heiminn

Úrslit í ARRL International DX Contest – CW hlutanum 2010 – hafa verið birt. Alls sendu sex TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni, í fimm keppnisflokkum. Tveir íslenskir leyfishafar náðu afburða árangri í keppninni. Það eru þeir Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, sem náði 4. sæti yfir heiminn í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli; hann var […]

,

TF3DX verður með fimmtudagserindið

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 17. mars n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, og mun hann nú flytja okkur síðari hluta erindisins “Sendiloftnet TF4M á 160 metrum; sjónarmið við hönnun” en fyrri hlutinn var fluttur fyrir þremur vikum. Vilhjálmur segir sjálfur, að sem áður muni hann leitast við […]

,

TF3W verður QRV í RDXC keppninni 19.-20. mars

Ákveðið hefur verið að félagsstöðin verði virkjuð í The Russian DX Contest 2011 (RDXC) sem verður haldin um helgina, 19. til 20. mars. Um verður að ræða æfingar- og kynningarkeppni fyrir félagsmenn sem vilja kynnast og fá leiðbeiningar um þátttöku í alþjóðlegum keppnum. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun leiðbeina og verða til aðstoðar. RDXC er […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3AM

Andrés Þórarinsson, TF3AM, flutti áhugavert og skemmtilegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 10. mars. Erindið nefndi hann Loftnet sem allir geta smíðað. Hann fjallaði m.a. um einfaldar og ódýrar lausnir út frá hönnun tvípóla og einsbands og tveggja banda lóðréttra stanga (e. verticals). Þá kynnti hann EZNEC loftnetsforritið frá W7EL (sem sækja má ókeypis á […]

,

Nýr stöðvarstjóri TF3IRA

Benedikt Sveinsson, TF3CY, er nýr stöðvarstjóri TF3IRA. Hann var skipaður í embætti á fundi stjórnar félagsins þann 10. mars. Benedikt er G-leyfishafi og handhafi leyfisbréfs nr. 200. Hann er mikill áhugamaður um fjarskipti, m.a. um EME fjarskipti og hafði t.d. fyrsta EME sambandið á 50 MHz frá TF þann 12. júlí í fyrra (2010) og […]

,

Orðsending frá neyðarfjarskiptastjóra Í.R.A.

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. hefur óskað eftir birtingu eftirfarandi orðsendingar frá neyðarfjarskiptastjóra IARU svæðis 1 vegna náttúruhamfaranna í Japan. Orðsendingin varðar tíðnir sem notaðar eru til neyðarfjarskipta á vegum systurfélags okkar í Japan og er þess farið á leit við íslenska leyfishafa að virða þessi forgangsfjarskipti hvað varðar notkun 40 metra bandsins. Orðsendingin […]

,

Andrés, TF3AM, verður með fimmtudagserindið 10. mars

Næsta fimmtudagserindi félagsins verður haldið fimmtudaginn 10. mars n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Andrés Þórarinsson, TF3AM, og nefnist erindið “Loftnet sem allir geta smíðað”. Andrés er félagsmönnum af góðu kunnur. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsstöfunum Í.R.A. og m.a. skrifað reglulega greinar í CQ TF, auk þess að hafa kennt á námskeiðum félagsins […]

,

Umræðuþema er RTTY á 4. sunnudagsopnun

Ársæll Óskarsson, TF3AO, leiðir umræðuþema dagsins á 4. og næstsíðustu sunnudagsopnun vetrardagskrárinnar, sunnudaginn 6. mars n.k. kl. 10:30. Sæli mun fjalla um notkun RTTY (Radioteletype) á HF-böndunum, en radíóamatörar hafa notað þessa tegnund útgeislunar í fjarskiptum um allan heim í bráðum 60 ár. Fyrst með aðstoð vélbúnaðar (e. teletype machines) en í seinni tíð með […]