Entries by TF3JB

,

Axel Sölvason, TF3AX, áttræður

Axel Sölvason, TF3AX, verður áttræður þann 15. janúar n.k. Fjölskylda hans stendur fyrir móttöku í tilefni þessara tímamóta laugardaginn 15. janúar n.k. á milli kl. 17-19 í Safnaðarheimili Kópavogskirkju, sem er staðsett skammt frá kirkjunni, þ.e. á ská á móti Gerðasafni í Kópavogi. Félagsmenn Í.R.A. eru boðnir velkomnir að líta við og heilsa upp á […]

,

Póst- og fjarskiptastofnunin veitir sérstakar heimildir á 160 metra bandinu.

Í.R.A. hefur borist erindi Póst- og fjarskiptastofnar dagsett fimmtudaginn 6. janúar 2011 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veittur aðgangur að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra. Í annan stað er G-leyfishöfum nú heimilt að nota fullt afl í sviðinu (þ.e. 1kW). Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar er í samræmi við beiðni félagsins þessa […]

,

Vetraráætlun fyrir febrúar, mars og apríl 2011 er tilbúin

Vetraráætlun félagsins fyrir tímabilið febrúar-apríl 2011 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Áætlunin verður nánar til kynningar í nýju tölublaði CQ TF (1. tbl. 2011). Samkvæmt áætluninni eru alls 10 erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk smíðanámskeiðs og “Win-Test” námskeiðs. Þá hefjast sunnudagsopnanir í félagsaðstöðunni á ný þann 12. febrúar n.k. Alls er um […]

,

Erindi Í.R.A. til Póst- og fjarskiptastofnunar

Stjórn Í.R.A. sendi erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar í dag, 30. desember, með ósk um framlengingu á núgildandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum um aðgang að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra, en núgildandi heimild frá 25. janúar s.l. rennur út 31. desember. Í annan stað, fer félagið þess á leit við stofnunina, […]

,

Senda þarf inn nýjar beiðnir til PFS um heimildir

Líkt og fram kom á þessum vettvangi 13. desember s.l., hefur Póst- og fjarskiptastofnunin (PFS) ákveðið að framlengja núverandi tímabundnar heimildir íslenskra leyfishafa í 500 kHz og 70 MHz tíðnisviðunum til tveggja ára, þ.e. út árið 2012. Heimildin á 5 MHz bandinu er jafnframt framlengd um tvö ár, en í stað 8 fastra tíðna áður, […]

,

30 ár liðin frá þátttöku TF3IRA í CQ WW DX keppninni 1980

Fjórir félagsmenn, sem mönnuðu TF3IRA í CQ WW DX Phone keppninni árið 1980, færðu félaginu að gjöf, innrammaða ljósmynd af hópnum sem tekin var af TF3AC (sk) eftir keppnina í þáverandi fjarskiptaherbergi félagsins við Dugguvog í Reykjavík. Í grein um niðurstöður keppninnar, sem birtist í CQ tímaritinu árið 1981, birtist ljósmynd af fjórmenningunum á forsíðu. […]

,

Vel heppnað erindi TF3GB 16. desember

Bjarni Sverrisson, TF3GB, flutti síðasta fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins á þessu ári, fimmtudagskvöldið 16. desember. Erindið nefndist “QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl.”. Bjarni kynnti m.a. áhugaverðar nýjungar í framleiðslu QSL korta, en tiltölulega auðvelt er nú orðið að framleiða eigin kort eftir að sérhönnuð forrit komu til sögunnar (sem m.a. eru fáanleg á netinu). […]