Entries by TF3JB

,

Jóla- og nýárskveðjur

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Sunnudagsopnun á morgun 13. desember.

Síðasta sunnudagsopnun fyrir hátíðir verður á morgun, sunnudaginn 13. desember 2009. Félagsaðstaðan verður opnuð kl. 10:00. Guðmundur, TF3SG, kemur með nýbökuð vínarbrauð og Sveinn Bragi, TF3SNN, hellir upp á jólakaffið. Óformlegt umræðuefni: Aukin sólblettatíðni – bætt skilyrði.

,

TF3RPA QRV á ný…

Guðmundur (TF3GS) og Jón Þóroddur (TF3JA) gerðu góða ferð upp á Skálafell 6. desember. Markmið ferðarinnar var að skipta um loftnet á endurvarpanum TF3RPA. Verkefnið tókst með ágætum enda vanir menn á ferð og er endurvarpinn nú QRV á ný (TX 145.000 MHz; RX 145.600).

,

Fyrsta DXCC viðurkenningin á 160m til íslenskrar stöðar

Þorvaldur, TF4M, hefur fengið útgefna DXCC viðurkenningu á 160 metra bandinu samkvæmt upplýsingum frá ARRL í dag. Þetta er að öllum líkindum fyrsta DXCC viðurkenningin til íslenskrar stöðvar á 160 metrunum. Í.R.A. óskar Þorvaldi til hamingju með þennan frábæra árangur.

,

Vel heppnuð sunnudagsopnun…

Fyrsta sunnudagsopnun vetrarins var í morgun (6. desember). TF3JA byrjaði með útsendingu á Morseæfingum frá TF3IRA kl. 09:30. Um kl. 10 dró TF3SNN fram VHF/UHF loftnetin og var unnið að undirbúningi þeirra fyrir uppsetningu. TF1JI, TF3AO, TF3G og TF2JB aðstoðuðu. Guðmundur, TF3SG, kom með nýja ferðanetið sitt og sýndi okkur (sjá mynd). Það er 16 […]

,

Glæsilegur árangur í Otradal…

Hópurinn sem tók þátt í CQWW CW-keppnini um helgina frá stöð Þorvaldar, TF4X, í Otradal náði glæsilegum árangri eða 3,354,380 punkta heildarárangri. Brúttó QSO-fjöldi var 4525 (nettó 4438), 108 svæði (zones) og 349 DXCC einingar (entities). Þar með er 29 ára gamalt Íslandsmet sem sett var frá TF3IRA í nóvember 1980 slegið – og með […]

,

Nýtt tölvupóstfang

Ágætu félagar! Nýtt töluvpóstfang hefur verið tekið í notkun fyrir þá sem vilja hafa samband við félagið. Það er tf3ira@gmail.com og verður í notkun til bráðabirgða uns ira@ira.is kemst í lag. 73 de TF2JB.

,

Heimsókn í aðalstöðvar SRAL

Undirritaður átti þess kost að heimasækja aðalstöðvar finnskra radíóamatöra á ferð þar í landi í síðustu viku (7. október s.l.) Félagið heitir fullu nafni Suomen Radioamatööriliito ry en yfirleitt er skammstöfunin SRAL notuð. SRAL rekur skrifstofu við Kaupinmaenpolku 9 í Helsinki og þangað er u.þ.b. 15 mín. ferð með leigubíl úr miðbænum. Skrifstofan er opin […]

,

Varaformaður NRRL heimsækir Í.R.A.

Varaformaður systurfélags okkar í Noregi (NRRL) Lennart, LA1BP, heimsótti Í.R.A. 24. september s.l. Hann er á ferð hér á landi á eigin vegum. Meðfylgjandi ljósmynd var tekið í félagsaðstöðunni við Skeljanes við það tækifæri.

,

Vinna utan- og innandyra í félagsaðstöðunni

Það var hress hópur sem hittist í félagsaðstöðu Í.R.A. s.l. sunnudag (30. ágúst). Hópur-1 tók að sér að skoða rótorinn við SteppIR loftnetið og var turninn m.a. felldur. Það voru þeir Sveinn Bragi, TF3SNN; Jón Gunnar, TF3PPN; Jón Ingvar, TF1JI; Yngvi, TF3Y; Bjarni, TF3GB; og Matthías, TF3-035. Hópur-2 tók að sér málningarvinnu innandyra. Það voru […]