Frá aðalfundi Í.R.A. 2010
Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 22. maí 2010 í Yale fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen, TF3KX og Brynjólfur Jónsson, TF5B, fundarstjórar og Andrés Þórarinsson, TF3AM, fundarritari. Alls sóttu […]