Entries by TF3JB

,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 11. NÓVEMBER

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M121 laugardaginn 11. nóvember n.k. samkvæmt eftirfarandi: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.14:30 – Prófsýning. Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið.ÍRA sendir inn lista fyrir þá sem taka […]

,

VEL HEPPNAÐUR SUNNUDAGUR MEÐ TF3Y

Yngvi Harðarson, TF3Y mætti í Skeljanes sunnudaginn 5. nóvember með kynningu á Reverse Beacon Network (RBN). Hreint út sagt, frábær yfirferð hjá Yngva! Verkefnið hófst fyrir 15 árum og hefur vaxið og dafnað síðan. RBN er upphaflega sett upp fyrir morsmerki en síðar hafa bæst við fleiri tegundir útgeislunar. Þegar leyfishafi sendir út morsmerki (t.d. […]

,

TF3RPA Á SKÁLAFELLI FÆR TÓNSTÝRINGU

Endurvarpinn TF3RPA var uppfærður 3. nóvember og er nú útbúinn með 88,5 Hz tónstýringu. (QRG: 145.600 MHz, RX -600 kHz). Endurvarpinn er jafnframt samtengdur með UHF hlekk við TF3RPJ og TF3RPB. Endurvarpinn TF3RPK (QRG: 145.575 MHz, RX -600 kHz) hefur verið tekinn úr þjónustu frá sama tíma. Þakkir til þeirra Benedikts Guðnasonar, TF3TNT og Guðmundar […]

,

SKELJANES Á SUNNUDAG 5. NÓVEMBER

Ný vetrardagskrá ÍRA heldur áfram. Næsti viðburður verður í boði 5. nóvember kl. 11:00; svokallaður „sófasunnudagur á messutíma“. Yngvi Harðarson, TF3Y verður með umræðuþemað: „Kynning á Reverse Beacon Network (RBN)“. RBN á einmitt 15 ára afmæli um þessar mundir. https://reversebeacon.net/index.php Húsið opnar kl. 10:30 en viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að […]

,

SKEMMTILEGT LOFTNETAKVÖLD MEÐ TF3T

Benedikt Sveinsson, TF3T mætti í Skeljanes 2. nóvember með erindið: “Loftnetakvöld fyrir stuttbylgju, áhersla á virkni mismunandi loftneta og umhverfið í kring“. Benedikt, sem hefur verið leyfishafi í yfir 30 ár og hefur mikla reynslu af að hanna, smíða og setja upp loftnet á HF tíðnum, flutti okkur frábært erindi sem hann skipti í nokkra […]

,

SKELJANES Á SUNNUDAG 5. NÓVEMBER

Ný vetrardagskrá ÍRA heldur áfram.  Næsti viðburður verður í boði 5. nóvember kl. 11:00; svokallaður „sófasunnudagur á messutíma“. Yngvi Harðarson, TF3Y verður með umræðuþemað: „Kynning á Reverse Beacon Network (RBN)“. RBN á einmitt 15 ára afmæli um þessar mundir. https://reversebeacon.net/index.php Húsið opnar kl. 10:30 en viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að […]

,

SKELJANES Á FMMTUDAG: LOFTNETAKVÖLD

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram. Á fimmtudag 2. nóvember mætir Benedikt Sveinsson, TF3T í Skeljanes með erindið: “Loftnetakvöld fyrir stuttbylgju, áhersla á virkni mismunandi loftneta og umhverfið í kring“. Benedikt hefur mikla reynslu af að hanna, smíða og setja upp loftnet, m.a. stór Yagi loftnet á HF tíðnum. Þátttakendum á námskeiði ÍRA til amatörprófs er bent […]

,

FRÁBÆR MORSE-LAUGARDAGUR   

Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB og Reynir Björnsson, TF3JL stóðu fyrir viðburði á vegum félagsins í Skeljanesi laugardaginn 28. nóvember þar sem félagar mættu með morslykla sína í félagsaðstöðuna. Gott úrval var af lyklum á staðnum. Meðal annars: Lyklar frá Vibroplex (böggar og pöllur); m.a. Champion, Lightning og Presentation, M.P. Pedersen (handlyklar), K8RA pöllur, Kent (handlyklar […]

,

NEYÐARFJARSKIPTI, VIÐBÓT.

Yfirvöld í Mexíkó standa í ströngu eftir að fimmta stigs fellibylurinn Otis gekk á land á sunnanverðri Kyrrahafsströnd Mexíkó í Guerrero nærri Acapulco. Fjöldi látinna er og ófremdarástand ríkir. ÍRA hefur borist nýtt erindi frá neyðarfjarskiptastjóra IARU svæðis 2 um fjórðu tíðnina sem hefur verið tekin í notkun fyrir neyðarfjarskipti radíóamatöra á 14 MHz á […]