Entries by TF3JB

,

Eggert Steinsen, TF3AS, er látinn.

Eggert Steinsen, TF3AS, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað, RST 000. Undirrituðum bárust þessi tíðindi frá Stefáni Þórhallssyni, TF3S, nú í kvöld. Eggert var á 85. aldursári, leyfishafi nr. 22 og heiðursfélagi í Í.R.A. Um leið og við minnumst Eggerts með þökk og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd […]

,

Erindi Í.R.A. til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Stjórn Í.R.A. hefur sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar með ósk um aðgang íslenskra leyfishafa að þremur nýjum böndum, þ.e. að 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz. Undanfarin misseri hefur töluvert hefur verið um úthlutun aukinna tíðniheimilda til radíóamatöra í nágrannalöndunum m.a. í þessum tíðnisviðum. Sem dæmi, þá eru radíóamatörar á öðrum Norðurlöndum, þ.e. […]

,

Neyðarfjarskiptaumferð á 20, 40 og 80 metrunum

Radíóamatörar um allan heim eru beðnir um að taka tillit til neyðarfjarskiptaumferðar á tíðnunum 14245, 14300, 7045 og 3720 kHz í dag og næstu daga. Þetta er vegna jarðskjálftanna á Haiti. Sjá nánar meðfylgjandi upplýsingar: “Amateur Radio operators should be made aware that emergency traffic pertaining to the Haitian earthquake is expected on 14265 kHz. […]

,

TF3RPC QRV á ný á 145.775 MHz…

TF3RPC er kominn í loftið á ný – reiðubúinn til þjónustu! Endurvarpinn hefur jafnframt fengið nýja tíðni sem er 25 kHz ofar í bandinu heldur en sú eldri. Nýja tíðnin er: 145.775 MHz (eldri tíðni var 145.750 MHz). Nýja tíðnin var í hlustun allan desembermánuð fram í byrjun þessa mánaðar. Síðan hefur stöðin verið prufukeyrð […]

,

Úrslit fyrir TF stöðvar í SSB hluta CQ WPX 2009

Úrslitin í SSB hluta CQ WPX keppninnar 2009 hafa verið gerð opinber. Alls skiluðu sjö íslenskar stöðar inn radíódagbókum til keppnisstjórnar. Bestum heildarárangri TF-stöðva náði Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, eða 1,088,472 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz (hámarks útgangsafl). Jón hafði alls 1336 QSO og 616 forskeyti (e. prefixes). Sigurður Jakobsson, TF3CW, náði […]

,

Jóla- og nýárskveðjur

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Sunnudagsopnun á morgun 13. desember.

Síðasta sunnudagsopnun fyrir hátíðir verður á morgun, sunnudaginn 13. desember 2009. Félagsaðstaðan verður opnuð kl. 10:00. Guðmundur, TF3SG, kemur með nýbökuð vínarbrauð og Sveinn Bragi, TF3SNN, hellir upp á jólakaffið. Óformlegt umræðuefni: Aukin sólblettatíðni – bætt skilyrði.

,

TF3RPA QRV á ný…

Guðmundur (TF3GS) og Jón Þóroddur (TF3JA) gerðu góða ferð upp á Skálafell 6. desember. Markmið ferðarinnar var að skipta um loftnet á endurvarpanum TF3RPA. Verkefnið tókst með ágætum enda vanir menn á ferð og er endurvarpinn nú QRV á ný (TX 145.000 MHz; RX 145.600).

,

Fyrsta DXCC viðurkenningin á 160m til íslenskrar stöðar

Þorvaldur, TF4M, hefur fengið útgefna DXCC viðurkenningu á 160 metra bandinu samkvæmt upplýsingum frá ARRL í dag. Þetta er að öllum líkindum fyrsta DXCC viðurkenningin til íslenskrar stöðvar á 160 metrunum. Í.R.A. óskar Þorvaldi til hamingju með þennan frábæra árangur.

,

Vel heppnuð sunnudagsopnun…

Fyrsta sunnudagsopnun vetrarins var í morgun (6. desember). TF3JA byrjaði með útsendingu á Morseæfingum frá TF3IRA kl. 09:30. Um kl. 10 dró TF3SNN fram VHF/UHF loftnetin og var unnið að undirbúningi þeirra fyrir uppsetningu. TF1JI, TF3AO, TF3G og TF2JB aðstoðuðu. Guðmundur, TF3SG, kom með nýja ferðanetið sitt og sýndi okkur (sjá mynd). Það er 16 […]