Entries by TF3JB

,

Embætti Í.R.A. QSL Manager er laust.

Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, hefur óskað eftir að hætta sem QSL Manager Í.R.A. Embættið er því laust og leitar félagið eftir áhugasömum félagsmanni til að sinna kortastofunni. Hafa má samband við TF2JB, formann (GSM 898-0559) eða TF3SG, varaformann (GSM 896-0814). TF2JB

,

Amatörprófið 23. janúar – frábær árangur!

Námskeið til amatörprófs sem hófst í október s.l. undir skólastjórn Hrafnkels Eiríkssonar, TF3HR, lauk nýlega og var prófið haldið í dag (23. janúar) í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Alls þreyttu prófið 21 nemandi og af þeim náðu 18 nemendur fullnægjandi árangri ýmist til N- eða G-leyfis. Stjórn Í.R.A. færir Hrafnkeli, TF3HR og leiðbeinendum á námskeiðinu kærar […]

,

Nýtt erindi Í.R.A. til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Stjórn Í.R.A. hefur sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar með ósk um aðgang íslenskra leyfishafa að tíðnum á bilinu 1850-1900 kHz í alþjóðlegum keppnum radíóamatöra. Sótt er um tímabundna heimild til eins árs (2010). PFS hefur áður veitt tímabundnar heimildir af þessu tagi, þ.e. fyrir árið 2007 annarsvegar og árið 2008 hinsvegar. Meginforsenda umsóknarinnar er […]

,

Eggert Steinsen, TF3AS, er látinn.

Eggert Steinsen, TF3AS, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað, RST 000. Undirrituðum bárust þessi tíðindi frá Stefáni Þórhallssyni, TF3S, nú í kvöld. Eggert var á 85. aldursári, leyfishafi nr. 22 og heiðursfélagi í Í.R.A. Um leið og við minnumst Eggerts með þökk og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd […]

,

Erindi Í.R.A. til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Stjórn Í.R.A. hefur sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar með ósk um aðgang íslenskra leyfishafa að þremur nýjum böndum, þ.e. að 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz. Undanfarin misseri hefur töluvert hefur verið um úthlutun aukinna tíðniheimilda til radíóamatöra í nágrannalöndunum m.a. í þessum tíðnisviðum. Sem dæmi, þá eru radíóamatörar á öðrum Norðurlöndum, þ.e. […]

,

Neyðarfjarskiptaumferð á 20, 40 og 80 metrunum

Radíóamatörar um allan heim eru beðnir um að taka tillit til neyðarfjarskiptaumferðar á tíðnunum 14245, 14300, 7045 og 3720 kHz í dag og næstu daga. Þetta er vegna jarðskjálftanna á Haiti. Sjá nánar meðfylgjandi upplýsingar: “Amateur Radio operators should be made aware that emergency traffic pertaining to the Haitian earthquake is expected on 14265 kHz. […]

,

TF3RPC QRV á ný á 145.775 MHz…

TF3RPC er kominn í loftið á ný – reiðubúinn til þjónustu! Endurvarpinn hefur jafnframt fengið nýja tíðni sem er 25 kHz ofar í bandinu heldur en sú eldri. Nýja tíðnin er: 145.775 MHz (eldri tíðni var 145.750 MHz). Nýja tíðnin var í hlustun allan desembermánuð fram í byrjun þessa mánaðar. Síðan hefur stöðin verið prufukeyrð […]

,

Úrslit fyrir TF stöðvar í SSB hluta CQ WPX 2009

Úrslitin í SSB hluta CQ WPX keppninnar 2009 hafa verið gerð opinber. Alls skiluðu sjö íslenskar stöðar inn radíódagbókum til keppnisstjórnar. Bestum heildarárangri TF-stöðva náði Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, eða 1,088,472 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz (hámarks útgangsafl). Jón hafði alls 1336 QSO og 616 forskeyti (e. prefixes). Sigurður Jakobsson, TF3CW, náði […]

,

Jóla- og nýárskveðjur

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Sunnudagsopnun á morgun 13. desember.

Síðasta sunnudagsopnun fyrir hátíðir verður á morgun, sunnudaginn 13. desember 2009. Félagsaðstaðan verður opnuð kl. 10:00. Guðmundur, TF3SG, kemur með nýbökuð vínarbrauð og Sveinn Bragi, TF3SNN, hellir upp á jólakaffið. Óformlegt umræðuefni: Aukin sólblettatíðni – bætt skilyrði.