Entries by TF3JB

,

Vel heppnaður flóamarkaður á sunnudagsmorgni

Árlegur flóamarkaður Í.R.A. var haldinn að morgni sunnudagsins 11. apríl. Tæplega 30 félagsmenn og gestir lögðu leið sína í Skeljanesið á milli kl. 10-12. Í boði var ýmislegt “girnilegt” amatördót, s.s. loftnet, viðtæki, mælitæki, sveiflusjár (og aukahlutir af ýmsum gerðum), íhlutir, s.s. stórir hverfiþéttar og fleira nytsamlegt. Félagið bauð upp á ný vínarbrauð frá Mosfellsbakaríi. […]

,

Góðar gjafir frá TF3S og TF3GN til félagsins.

Stefán Þórhallsson, TF3S, færði félaginu nýlega að gjöf veglegt safn mælitækja til nota í nýju smíðaaðstöðunni sem sett var upp s.l. haust á 2. hæð í félagsaðstöðunni (í sama herbergi og TF QSL Bureau hefur aðstöðu). Forsaga málsins er sú, að Stefán (sem er einn af heiðursfélögum Í.R.A.) kom fram með þá ágætu tillögu á […]

,

Leifur Guðmundsson, TF3LG, er látinn.

Félagsmaður okkar, Gunnar Leifur Guðmundsson, TF3LG, lést á Skírdag þann 1. apríl s.l. Fregnir þessa efnis bárust félaginu frá bróðursyni hans, Guðmundi Gunnarssyni, TF3GG. Leifur varð tæplega 82 ára að aldri. Leifur var handhafi leyfisbréfs nr. 17 og félagsmaður í Í.R.A. um áratuga skeið. Hann starfaði fyrir félagið og sat m.a. í prófnefnd Í.R.A. í […]

,

Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn laugardaginn 22. maí n.k.

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 22. maí 2010. Fundurinn verður haldinn í Yale fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga. Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurfa tillögur að […]

,

Umfjöllun um TF3DX í aprílblaði “CQ Ham Radio Japan”

Í aprílhefti tímaritsins “CQ Ham Radio Japan” 2010 er 4 blaðsíðna umfjöllun um Vilhjálm Þór Kjartansson, TF3DX og virkni hans á 160 metrunum, m.a. um virkni sem TF3DX/M og mynd af QSL korti til JA7FUJ sem Vilhjálmur sendi til staðfestingar sambandi þeirra sem hann hafði úr bílnum. Greinin er að stofni til lík þeirri sem […]

,

SteppIR loftnetið komið upp á ný og virkar vel.

Laugardaginn 20. mars 2010 kl. 10 árdegis var mættur hópur félagsmanna í félagsaðstöðuna við Skeljanes. Verkefni dagsins var að koma upp á ný SteppIR Yagi loftneti félagsins eftir viðgerð, en eins og menn muna brotnuðu festingar loftnetsins og það féll til jarðar þann 20. janúar s.l. Þessir voru mættir: Ársæll TF3AO, Bjarni TF3BG, Óskar TF3DC, […]

,

SteppIR loftnetið verður sett upp á laugardag…

Það staðfestist hér með að farið verður í uppsetningu á SteppIR Yagi-loftneti félagsins laugardaginn, 20. mars, kl. 10 árdegis. Veðurspáin virðist vera nokkuð góð – við gætum átt von á skúrum – en á móti kemur verkið verður léttara en á horfðist vegna þess að við munum fá körfubíl á staðinn. Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, […]

,

Uppsetning SteppIR Yagi-loftnets félagsins á laugardag

Ákveðið hefur verið að setja aftur upp SteppIR Yagi-loftnet félagsins laugardaginn 20. mars og er miðað er við að hefjast handa kl. 10 árdegis. Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur nú lokið við viðgerð loftnetsins og verður klár með það, nýjar festingar og það fleira sem til þarf fyrir þann tíma. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa […]

,

Flóamarkaður sunnudaginn 21. mars

Nú er stefnt að því að halda hinn árlega flóamarkað með gamalt rafmagnsdót og öllu öðru sem viðkemur amatörradíói sunnudaginn 21. mars og hefst hann kl. 10.00. Það var mikið fjör í fyrra og margt um manninn. Mikil var leitað að þéttum, spólum, einöngrurum, tengjum og þess háttar. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta með […]

,

Stórkostlegur árangur hjá Þorvaldi Stefánssyni, TF4M.

Þorvaldur, TF4M, hefur sótt um Worked All Zones Award (WAZ) á 160 metrum. WAZ er eitt af þekktustu og elstu viðurkenningarskjölum radíóamatöra í heimi og þykir flestum leyfishöfum yfirleitt nógu erfitt að vinna að því á hærri böndunum, en Þorvaldur hefur nú slegið enn eitt Íslandsmetið og er fyrstur hér á landi til að fá […]