Entries by TF3JB

,

IARU HF World Championship keppnin 2010

ARU HF World Championship keppnin verður að þessu sinni haldin 10. til 11. júlí n.k. Þetta er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. júlí og lýkur kl. 12 á hádegi sunnudaginn 11. júlí. Hugmyndin er, að félagsstöðin verði virk í keppninni og hefur Í.R.A. fengið heimild PFS til notkunar á sérstöku kallmerki, […]

,

Næstum EME samband á 6 metra bandinu…

Benedikt Sveinsson, TF3CY, lauk nýlega við smíði 6 stika Yagi loftnets á 7 metra langri bómu á 50.100 MHz fyrir EME vinnu. Hann hafði þá verið í netsambandi við Lance Collister, W7GJ, sem býr í Montanaríki í Bandaríkjunum. En Lance þessi hefur bæði DXCC á 2 metrunum og 6 metrunum (u.þ.b. 2/3 hlutar DXCC sambanda […]

,

Upplýsingar frá Segulmælingastöðinni…seinkun

Þess er að vænta að mælingar á K-gildi frá Segulmælingarstöðinni í Leirvogi sem TF3MA (SK) hafði forgöngu um á sínum tíma fari á ný að berast inn á heimasíðuna. Boðað var á þessum vettvangi 23. júní að uppfærsla gagna yrði komin í lag þann dag síðdegis. Nú er komið í ljós, að frekari seinkun verður […]

,

VHF-UHF Yagi loftnet félagsins eru komin upp

Hópur röskra manna undir stjórn Sveins Braga Sveinssonar, TF3SNN, stöðvarstjóra Í.R.A. mættu í Skeljanesið 2. júní eftir hádegið í frábæru sumarveðri og settu upp VHF og UHF Yagi loftnet félagsins. Auk Sveins, komu þeir Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI; Erling Guðnason, TF3EE; og Kristinn Andersen, TF3KX. Sveinn Bragi og Jón Ingvar höfðu áður undirbúið verkefnið (ásamt […]

,

Ný stjórn Í.R.A. hefur skipt með sér verkum

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Í.R.A. starfsárið 2010-2011 var haldinn þriðjudaginn 1. júní 2010 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Stjórnin skipti með sér verkum á fundinum og er skipan embætta sem hér segir á nýju starfsári: Embætti Nafn stjórnarmanns Kallmerki Leyfisbréf Formaður Jónas Bjarnason TF2JB 80 Varaformaður Erling Guðnason TF3EE 187 Ritari Sæmundur Þorsteinsson TF3UA 90 Gjaldkeri […]

,

Skýrsla um starfsemi Í.R.A. 2009-2010 og ársreikningur

Skýrsla um starfsemi félagsins 2009-2010 er komin á heimasíðuna. Hana má sækja með því að fara undir “veftré og leit” og smella á Félagið og velja Aðalfundur 2010. Skýrslan 2010 er alls 68 bls. að stærð með viðaukum. Á síðunni er jafnframt vistaður ársreikningur félagsins 2009-2010. Á þessari nýju undirsíðu Aðalfundur 2010 er hugmyndin að […]

,

Frá aðalfundi Í.R.A. 2010

Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 22. maí 2010 í Yale fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen, TF3KX og Brynjólfur Jónsson, TF5B, fundarstjórar og Andrés Þórarinsson, TF3AM, fundarritari. Alls sóttu […]

,

Aðalfundurinn er á laugardag

Aðalfundur Í.R.A. 2010 verður haldinn laugardaginn 22. maí n.k. í Yale fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík (fundarsalurinn er á 2. hæð hótelsins, norðanmegin í byggingunni). Fundurinn hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. F.h. stjórnar Í.R.A., Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Dagur upplýsingasamfélagsins 2010

Dagur upplýsingasamfélagsins (World Information Society Day) var 17. maí. Margir radíóamatörar muna eflaust eftir fyrra heiti hans, sem var Alþjóða fjarskiptadagurinn (World Telecommunication and Information Society Day) en nafninu var breytt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 2005. Frá þessu er skýrt hér, vegna þess að radíóamatörar um allan heim starfrækja þann dag stöðvar með “ITU” […]