Entries by TF3JB

,

SKELJANES Á MORGUN, 28. OKTÓBER

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram. Á laugardag 28. október kl. 14:00 verður viðburðurinn: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes“. Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Reynir Björnsson TF3JL og Stefán Arndal, TF3SA mæta á staðinn. Húsið opnar kl. 13:00 og viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 14:00. Hugmyndin er að menn komi með sem flestar gerðir lykla á staðinn […]

,

TF3DX Á BAKSÍÐU MORGUNBLAÐSINS

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX fór í SOTA ferð á Syðstusúlu (1093 m) í Botnssúlum 31. ágúst. Hann hafði 13 QSO. Þar með varð hann fyrstur manna til að virkja 100 íslenska SOTA tinda og alla 43 sem tilheyra Suðvesturlandi. Að auki 2 á Sikiley. Þann 1. september voru liðin 7 ár síðan hann virkjaði Ísland […]

,

NEYÐARFJARSKIPTI, ÁRÍÐANDI.

Yfirvöld í Mexíkó eru í viðbragðsstöðu þar sem fimmta stigs fellibylurinn Otis gekk á land á sunnanverðri Kyrrahafsströnd Mexíkó í gærmorgun, í Guerrero nærri Acapulco. Fjölmiðlar skýra frá því að vindur hafi náð yfir 70 metrum á sekúndu og von sé á gríðarlegri úrkomu, frá 120 allt upp í 380 millimetra. ÍRA hefur borist erindi […]

,

SKELJANES: MORSLYKLAR Á LAUGARDAG

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram. Á laugardag 28. október kl. 14:00 verður viðburðurinn: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes“. Þeir Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Reynir Björnsson TF3JL og Stefán Arndal, TF3SA mæta á staðinn. Húsið opnar kl. 13:00 og viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 14:00. Hugmyndin er að menn komi með sem flestar gerðir lykla á […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 26. OKTÓBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 26. október fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN UM HELGINA

CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 28.-29. október. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. […]

,

ECHOLINK TENGING FRÁ SKELJANESI

Samþykkt var á fundur stjórnar ÍRA 19. október að félagið vinni að uppsetningu og rekstri Echolink aðgangs yfir netið. Markmiðið er að gefa félagsmönnum sem eru með búsetu þar sem ekki næst samband við VHF endurvarpa – eða eru á ferðalagi og ná ekki sambandi við endurvarpa á 2 metrum – aðgang í gegnum TF3RPB […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HÁLFNAÐ

Námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst 25. september s.l. var hálfnað mánudaginn 16. október. Þá var 10. kennslukvöldið (af 20) sem var dæmatími um prófsendi í höndum Hauks Konráðssonar, TF3HK. Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stað- og fjarnámi. Þátttakendur eru víða af á landinu og erlendis frá. Þriðjudaginn 7. nóvember verður síðasta […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 19. OKTÓBER

Björgvin Víglundsson, TF3BOI heimsótti okkur í Skeljanes 19. október með erindið: „Amatör radíó og stærðfræði“. Hann sýndi okkur áhugaverðar hliðar á amatör radíói sem í raun byggir á því skemmtilaga fagi, stærðfærði. Hann byrjaði fyrirlesturinn á að skrifa upp óendanlega röð, summu, af liðum, sem hver um sig var margfaldaður með e í hlaupandi veldi. […]

,

FLÓAMARKAÐUR FRESTAST

Áður kynntur viðburður „Flóamarkaður ÍRA að hausti“ sem halda átti sunnudag 22. október frestast af óviðráðanlegum ástæðum. NÝ DAGSETNING: Sunnudagur 19. nóvember. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Stjórn ÍRA.