Úrslit fyrir TF stöðvar í SSB hluta CQ WPX 2009
Úrslitin í SSB hluta CQ WPX keppninnar 2009 hafa verið gerð opinber. Alls skiluðu sjö íslenskar stöðar inn radíódagbókum til keppnisstjórnar. Bestum heildarárangri TF-stöðva náði Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, eða 1,088,472 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz (hámarks útgangsafl). Jón hafði alls 1336 QSO og 616 forskeyti (e. prefixes). Sigurður Jakobsson, TF3CW, náði […]