Entries by TF3JB

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG 19. OKTÓBER

Nýja fræðsludagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 19. október mætir Björgvin Víglundsson, TF3BOI í Skeljanes með erindið: „Amatör radíó og stærðfræði“. Björgvin ætlar að sýna okkur áhugaverðar hliðar á áhugamálinu sem í raun byggir meira og minna á því skemmtilaga fagi, stærðfærði. Vakin er athygli þátttakenda á yfirstandandi námskeiði félagsins í til amatörprófs. Félagsmenn eru hvattir […]

,

VEL HEPPNUÐ FERÐ AÐ SKÓGUM

Efnt var til ferðar á meðal félagsmanna ÍRA laugardaginn 14. október og var farið á einkabílum til að skoða fjarskiptasafn Sigga Harðar að Skógum undur Eyjafjöllum. Fararstjóri var Andrés Þórarinsson, TF1AM og leiðsögumaður á staðnum Sigurður Harðarson, TF3WS. Að þessu sinni heimsóttu 12 félagar safnið að Skógum. Lagt var upp frá Reykjavík kl. 10 árdegis […]

,

TF3W í SAC SSB KEPPNINNI 2023

Félagsstöðin TF3W tók þátt í SSB hluta Scandinavian Activity keppninnar laugardaginn 14. október. Þátttaka var aðeins hluta úr degi á laugardag og var bundin við 10 metra bandið. Höfð voru tæplega 150 sambönd. Notuð var Icom IC-7300 100W stöð og OptiBeam Yagi loftnet OBDYA9-A sem hvorutveggja komu vel út í ágætum skilyrðum. Pier Abert Kaspersma, […]

,

NÝTT KIWISDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ

Í gær, 14. október, bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar á HF tíðnum yfir netið. Það er sömu tegundar og þau fyrri, þ.e. af KiwiSDR gerð, staðsett í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Vefslóð: http://pat.utvarp.com  Loftnet er stangarloftnet frá AC Marine, gerð KUM-480-2 fyrir tíðnisviðið 0.15-30 MHz. Árni Helgason, TF4AH stóð að uppsetningu viðtækisins sem áður var staðsett […]

,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL heimsótti okkur í Skeljanes 12. október með erindið: „Á ferð um 12 DXCC lönd í Evrópu með stöð í bíl sumarið 2023“. Ferðalagið hófst í lok maí, þegar Ólafur og XYL ferðuðust með Norröna frá Seyðisfirði og lauk í ágúst þegar fjarskiptabifreiðin var sett í vetrargeymslu í Hollandi. Þessi lönd voru […]

,

FERÐ AÐ SKÓGUM Á LAUGARDAG.

Fjarskiptasafn Sigga Harðar að Skógum verður skoðað á laugardag, 14. október. Sigurður Harðarson, TF3WS verður leiðsögumaður okkar um safnið og svarar spurningum. Áður auglýstri brottför kl. 13 – hefur verið flýtt til kl. 10:30 frá Skeljanesi til að nýta daginn betur. Allt annað er óbreytt, þ.e. farið verður á einkabílum fá Skeljanesi. Aksturstími austur er […]

,

SAC KEPPNIN  14.-15. OKTÓBER

Scandinavian Activity keppnin (SAC) SSB hluti, verður haldinn um næstu helgi, 14.-15. október. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á hádegi á laugardag og lýkur á hádegi á sunnudag. Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og […]

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG

Nýja fræðsludagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 12. október mætir Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL í Skeljanes og segir okkur ferðasöguna frá því í sumar í máli og myndum, en þá ferðuðust hann og XYL í 85 daga í bíl um Evrópu.  Óli flutti fjarskiptabifreiðina með sér frá Íslandi og hafði sambönd frá 11 DXCC löndum. Hann […]

,

GÓÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í dag, laugardag 7. október. Benedikt Sveinsson, TF3T og Guðmundur Sveinsson, TF3SG mættu í Skeljanes kl. 14:00 og sýndu félagsmönnum  Elecraft K4D sendi-/móttökustöð sína. Stöðin var keypt til landsins skömmu fyrir CQ WW morskeppnina í fyrra (2022) og er því innan við ársgömul. K4D stöðin var sett upp […]

,

SKELJANES Á MORGUN, LAUGARDAG

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin á morgun, laugardag 7. október frá kl. 13:30. Dagskráin hefst kl. 14:00 og mun Benedikt Sveinsson, TF3T mæta á staðinn og kynna Elecraft K4 sendi-/móttökustöð, sem þeir bræður Guðmundur Sveinsson, TF3SG keyptu til landsins í nóvember í fyrra (2022). Eftir því sem best er vitað er þetta eina eintakið á […]