FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI 2024
Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn 10. mars í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Georg Kulp, TF3GZ, fundarritari. Alls sóttu 24 félagar fundinn. Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2024/25: Jónas Bjarnason, TF3JB formaður […]