Entries by TF3JB

,

VEL HEPPNUÐ VERÐLAUNAAFHENDING

Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri fræðsludagskrá var 5. október og setti Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA viðburðinn kl. 20:30. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA annaðist afhendingu verðlauna í VHF/UHF leikunum 2023 í fjarveru Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður annaðist afhendingu verðlauna í TF útileikunum 2023. Sérstakur gestur félagsins var Íris Lilliendahl, […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 7.-8. OKTÓBER

TRX DX keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 06:00 og lýkur á sunnudag 8. október kl. 18:00. Keppnin fer fram á morsi og tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð TF stöðva: RS(T) + raðnúmer.https://trcdx.org/img/TRCDXC_rules_eng_2021.pdf Oceania DX keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 07:00 og lýkur á sunnudag […]

,

SKELJANES FIMMTUDAG 5. OKTÓBER

Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri fræðsludagskrá ÍRA að hausti hefst fimmtudaginn 5. október og verður félagsaðstaðan í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Dagskrá verður sett kl. 20:30 og verða verðlaunagripir og viðurkenningarskjöl afhent til þeirra félagsmanna sem náðu bestum árangri í VHF/UHF leikunum 2023 og TF útileikunum 2023. Þeir […]

,

VIÐTÆKIN Á BJARGTÖNGUM QRT

KiwiSDR viðtæki Árna Helgasonar, TF4AH og Georgs Kulp, TF3GZ yfir netið á Bjargtöngum voru tekin niður í morgun, 3. október þegar rekstraraðili loftnetsturnsins tók hann niður. Leitað er að nýjum stað til uppsetningar fyrir tækin. Á Bjargtöngum voru 2 KiwiSDR viðtæki. Annað frá TF4AH (tengt 2018) og hitt frá TF3GZ (tengt 2020). Þegar fyrra viðtækið […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF 4. tbl. 2023 í dag, 1. október 2023. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2023-4 73 – TF3UA, ritstjóri CQ TF.

,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 1. október 2023. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða 6 kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista; alls yfir 40 færslur. Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 25 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags. Hamingjuóskir til […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 28. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 28. ágúst. Umræður voru á báðum hæðum, allir hressir og TF3IRA var í loftinu á 7 MHz á morsi og 14 MHz á SSB. Sérstakir gestir okkar voru þau Greg Zier, KA9VDU og XYL Brenda sem eru búsett í Mcfarland í Wisconsin í Bandaríkjunum og frá Reyðarfirði, Baldur […]

,

CQ WW RTTY DX KEPPNIN 2023

CQ World Wide RTTY DX keppnin fór fram 23.-24. september s.l. Í dag (28. september) hafði dagbókum verið skilað fyrir sjö TF kallmerki í sex keppnisflokkum til keppnisstjórnar: TF3T – einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl.TF2CT – einmenningsflokkur, öll bönd – háafl.TF3AO – einmenningsflokkur, öll bönd, aðstoð – háafl.TF2MSN – einmenningsflokkur, öll bönd – lágafl.TF3VE – einmenningsflokkur, […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 28. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 28. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ

Námskeiðið ÍRA til amatörprófs haustið 2023 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 25. september. Jónas Bjarnason, TF3JB formaður félagsins setti námskeiðið. Alls er 31 þátttakandi skráður. Þar af mættu 13 í kennslustofu, 15 voru í netsambandi og 3 voru fjarverandi. Fjartengingar gengu vel innan lands og utan (en tveir tveir þátttakendur eru erlendis).  Eftir setningu […]