Author Archive for: TF3JB
About TF3JB
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that TF3JB contributed 2151 entries already.
Entries by TF3JB
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 30.-31. DESEMBER.
RAC WINTER KEPPNIN stendur yfir laugardaginn 30. desember. Hún hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 23:59. Keppnin fer fram á morsi og tali (SSB og CW) á 160, 80, 40, 20, 15, 10, 6 og 2 metrum.Skilaboð: RS(T) + raðnúmer. YOUNGSTERS ON THE AIR – YOTA KEPPNIN fer fram laugardaginn 30. desember. Þetta er 3. […]
JÓLAKVEÐJUR FRÁ ÍSLENSKUM RADÍÓAMATÖRUM
Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári 2024. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 11. janúar n.k. Stjórn ÍRA. .
VÍSBENDING UM VIRKNI
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-17. desember 2023. Alls fengu 13 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 40 og 160 metrar. Kallmerki fær skráningu þegar […]
ÁNÆGJA MEÐ JÓLAKAFFI ÍRA
Jólakaffi ÍRA 2023, viðhafnarkaffi var haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 14. desember. Kvöldið heppnaðist vel. Mikil ánægja – allir hressir og umræður á báðum hæðum. Skemmtilegur endir á metnaðarfullri fræðsludagskrá félagsins sem hófst 5. október s.l. Félagsaðstaðan verður næst opin fimmtudag 11. janúar 2024. Alls mættu 30 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta […]
JÓLAKAFFI ÍRA Á FIMMTUDAG
Næsti viðburður á dagskrá ÍRA er jólakaffi félagsins, viðhafnarkaffi sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, fimmtudaginn 14. desember kl. 20:30. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju. Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 11. janúar 2024. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.
VEL HEPPNAÐUR SUNNUDAGUR Í SKELJANESI
Kristján Benediktsson, TF3KB mætti í Skeljanes sunnudaginn 10. desember með umræðuþemað: „Ráðstefna IARU Svæðis-1 1.-4. nóvember 2023“. Kristján er IARU/NRAU tengiliður ÍRA og var fullrúi félagsins á ráðstefnunni sem haldin var í Zlatibor í Serbíu og tók þátt yfir netið. Fram kom m.a. að yfir 120 fulltrúar landsfélaga Svæðis 1 sótti ráðstefnuna sem starfaði í […]
TF3KB Í SKELJANESI Á SUNNUDAG
Næsti viðburður í Skeljanesi er í boði á sunnudag 10. desember kl. 11:00. Þá mætir Kristján Benediktsson, TF3KB IARU/NRAU tengiliður ÍRA með umræðuþemað: „Ráðstefna IARU Svæðis-1 1.-4. nóvember 2023“. Kristján var fullrúi félagsins á ráðstefnunni sem haldin var í Serbíu í síðasta mánuði og tók þátt yfir netið. Húsið opnar kl. 10:30 en viðburðurinn hefst […]
FRÁBÆRT ERINDI TF1AM Í SKELJANESI
Andrés Þórarinsson, TF1AM mætti í Skeljanes 7. desember með erindið „Útbreiðsla á metrabylgju innanlands“. Erindið var undir miklum áhrifum af árangri ýmissa radíóamatöra í innanlandsleikjum ÍRA, þ.e. Páskaleikunum og VHF/UHF leikunum. Spurningin var þessi: Hvernig fóru menn að því að ná svo löngum samböndum? Nefnd voru m.a. fræg sambönd eins og á 23cm milli TF3ML […]
SÉRHEIMILD Á 160 METRUM ENDURNÝJUÐ
ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu (FST) þann 7. desember við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 1850-1900 kHz vegna þátttöku í alþjóðlegum keppnum á almanaksárinu 2024. Heimildin nær til eftirtalinna keppna: CQ 160 metra keppnin á CW – 26.-28. janúar 2024.ARRL International DX keppnin á CW – 17.-18. febrúar 2024.CQ 160 metra […]