Entries by TF3JB

,

UPPFÆRÐ DXCC STAÐA TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 4. desember 2023. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3Y og TF4M. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A kemur inn með fyrstu DXCC Satellite viðurkenninguna á Íslandi. Þetta er 14. DXCC viðurkenning […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2023, BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR

CQ World Wide DX CW keppnin fór fram helgina 25.-26. nóvember. Keppnisgögn fyrir 9 TF kallmerki í fjórum keppnisflokkum voru send inn, þar af ein viðmiðunardagbók. Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. Endanlegar niður stöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2024. […]

,

SUNNUDAGSOPNUN FRESTAST

Viðburður Jónasar Bjarnasonar, TF3JB „Kynning: POTA, SOTA, VOTA, WWFF og IMW“ sem halda átti sunnudaginn 3. desember kl. 11:00 frestast af óviðráðanlegum ástæðum. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Næsta opnun félagsaðstöðunnar verður fimmtudag 7. desember. Þá mætir Andrés Þórarinsson, TF1AM í Skeljanes með erindið: „Útbreiðsla á metrabylgju innanlands“. Stjórn ÍRA.

,

NÝIR LEYFISHAFAR Í SKELJANESI

Laugardaginn 2. desember var sérstök móttaka fyrir nýja leyfishafa sem sem tóku þátt í námskeiði ÍRA til amatörprófs haustið 2023 og náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis þann 11. nóvember s.l. Flestir hafa nú fengið úthlutað kallmerki hjá stofnuninni. Arnar Þór Egilsson, 270 Mosfellsbæ – TF3ATE.Gísli Guðnason, 270 Mosfellsbæ – TF6MK.Greppur Torfason, 225 Álftanesi – TF7ZF.Jón […]

,

FRÓÐLEGT ERINDI TF3NH Í SKEJANESI.

Fyrirlesari kvöldsins fimmtudaginn 30. nóvember var Njáll H. Hilmarsson, TF3NH meðstjórnandi í stjórn ÍRA. Njáll vinnur hjá Brimrúnu sem útvegar skipum hvers konar tæknibúnað, m.a. radara, dýptarmæla, ferilvöktun, Inmarsat-C fjarskipti, MF/HF/VHF talstöðvar og hvað annað sem skip þarf. Öll þessi tæki eru samtengd og senda gögn um skipið og í land með ýmsum hætti. Njáll […]

,

SKELJANESI FIMMTUDAG 30. NÓVEMBER

Njáll H. Hilmarsson, TF3NH mætir í Skeljanes fimmtudagskvöldið 30. nóvember með erindið: „Sérhæfð þróun hugbúnaðar fyrir fjarskipti radíóamatöra“. Njáll hefur verið að forrita hugbúnað fyrir DSP (e. Digital Signal Processing/Stafræn Mótun Merkja) sem er hugsaður til að senda skilaboð m.a. á HF. Um er að ræða stafræna mótun merkja, svokallað „Pipelines“ sem margir þekkja úr […]

,

TF3W QRV Í CQ WW CW KEPPNINNI.

Félagsstöðin TF3W var virkjuð í CQ World Wide DX CW keppninni sem fór fram 25.-26. nóvember. Stöðin var QRV frá kl. 09 á laugardag til kl. 16 á sunnudag. Alls voru höfð 1503 sambönd á sex böndum. Bráðabirgðaniðurstöður (e. score before checking): 829.452 punktar. Keppt var í flokknum: „MULTI-OP ONE ASSISTED ALL LOW“ Skilyrði voru […]

,

SUNNUDAGSOPNUN FRESTAST

Erindi Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ: „Ungmennastarf YOTA í IARU Svæði 1“ sem er skráð á fræðsludagskrá ÍRA sem sunnudagsopnun kl. 11:00 á morgun, sunnudag 26. nóvember – frestast. Meginástæða eru fyrirhugaðar breytingar á ungmennastafinu innan Svæðis 1. Erindi Elínar færist því yfir á Fræðsludagskrá ÍRA vorið 2024. Ofangreindu til staðfestingar, Stjórn ÍRA.

,

MÁLEFNI ENDURVARPA RÆDD Í SKELJANESI

Skeljanesi fimmtudag 23. nóvember 2023. Fyrirlesari kvöldsins var Benedikt Guðnason, TF3TNT sem kynnti framtíðarsýn endurvarpamála fyrir íslenska radíóamatöra. Erindið hófst kl 20:30 og var hið fróðlegasta.  Kaffi og meðlæti var á borðum sem endranær.  Fram kom að fyrirtæki Benedikts annast FM senda útvarpsstöðva um allt land og hefur skapað sér aðstöðu í fjölda fjarskiptastöðva sem […]

,

SKELJANES Á FIMTUDAG: ENDURVARPAR

Benedikt Guðnason, TF3TNT mun halda erindi í Skeljanesi fimmtudag 23. nóvember: „VHF/UHF endurvarpar; framtíðarsýn“. Benedikt óskaði eftir áheyrn stjórnar ÍRA á fundi þann 19. október s.l. Þar tilkynnti hann, að fyritæki hans, Radio s.f. hafi keypt endurvarpa sem voru í eigu Ólafs B. Ólafssonar, TF3ML af dánarbúinu. Hann tilkynnti stjórn jafnframt, að þessi kaup hafi […]