Entries by TF3JB

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2023.

CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 25.-26. nóvember. Þetta er stærsta alþjóðlega morskeppni ársins; 48 klst. og engin tímatakmörk og í boði eru yfir 60 mismunandi keppnisflokkar. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á […]

,

FRÁBÆR FLÓAMARKAÐUR AÐ HAUSTI

Flóamarkaður ÍRA að hausti 2023 var haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 19. nóvember kl. 12-17. Viðskipti hófust strax upp úr kl. 12 – manna á milli – í salnum, þannig að ekki fór allt á uppboðið sem hófst kl. 13:30. Markaðurinn var haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið. Notað var forritið „Google Meet“ og voru […]

,

FLÓAMARKAÐUR Á SUNNUDAG

Flóamarkaður ÍRA að hausti 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 19. maí kl. 13-17. Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp – og gera viðskipti sín á milli. Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 13:00. Uppboðshaldari: Vilhjálmur Í. […]

,

ALLS ERU KOMIN 7 NÝ KALLMERKI

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið 11. nóvember s.l. í Háskólanu í Reykjavík. Eftirtaldir 7 nýir leyfishafar hafa sótt um og fengið úthlutað kallmerkjum m.v. daginn í dag, 18. nóvember: Arnar Þór Egilsson, 270 Mosfellsbæ – TF3ATE.Gísli Guðnason, 270 Mosfellsbæ – TF6MK.Greppur Torfason, 225 Álftanesi – TF7ZF.Jónas I. Ragnarsson, 200 Kópavogi – TF3JIR.Valdimar Ó. Jónasson, […]

,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Virkilega vel heppnað erindi hjá Vilhjálmi Í. Sigurjónssyni, TF3VS í Skeljanesi laugardaginn 18. nóvember. Hann byrjaði á að kynna, að það væri verulegur munur á að fara í loftið á FT8 og FT4 samanborið við t.d. CW og SSB. Og hélt síðan stutta tölu um forrit Joe Taylor, K1JT (og fleiri) um WSJT-X sem fyrst […]

,

ERINDI UM NÝJAR HF STÖÐVAR Á MARKAÐI

Jónas Bjarnson, TF3JB mætti í Skeljanesi fimmtudag 16. nóvember með erindið: „Kaup á nýrri amatörstöð haustið 2023“. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/11/15.11.Kaup-a-nyrri-HF-amatorstod-HAUSTid-2023.pdf  Erindið byggir á uppfærðri grein um sama efni sem birtist í 3. tölublaði CQ TF og kom út 29. júní s.l. og skiptist eftirfarandi: Gefið var yfirlit yfir markaðinn, en alls eru 23 mismunandi framleiðendur sem […]

,

LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER Í SKELJANENSI

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi á laugardag 18. nóvember kl. 10:30 með erindið: „FT8/FT4 og F/H útskýrt; farið í loftið frá TF3IRA“. Þegar Joe Taylor K1JT, kynnti frumútgáfuna af FT8 „mótuninni“ í júní 2017 hitti hún strax í mark. Radíóamatörar sem höfðu mest notað JT65 (af stafrænum tengundum útgeislunar) til þess […]

,

SKELJANES Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG

Fræðsludagskrá ÍRA á laugardag og sunnudag: Laugardagur 18. nóvember kl. 10:30. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mætir í Skeljanes með erindið: „FT8/FT4 og F/H útskýrt; farið í loftið frá TF3IRA“. Sunnudagur 19. nóvember kl. 13:00. Flóamarkaður að hausti: „Félagar kaupa/selja/gefa stöðvar og búnað“. Streymt verður yfir netið frá uppboðinu sem hefst kl. 13:30. Nánari upplýsingar þegar […]

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG 16. NÓVEMBER

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram. Næsti viðburður verður í boði fimmtudag 16. nóvember kl. 20:30. Jónas Bjarnason, TF3JB mætir í Skeljanes með erindið: „Kaup á nýrri amatörstöð haustið 2023“. Erindið byggir m.a. á uppfærðri grein um sama efni sem birtist í 3. tölublaði CQ TF og kom út 29. júní s.l. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri […]

,

NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 11. nóvember. Alls þreyttu þrettán prófið. Í raffræði og radíótækni náðu 10 fullnægjandi árangri, 7 til G-leyfis og 3 til N-leyfis. Í Reglum og viðskiptum náðu allir 10 fullnægjandi árangri til G-leyfis. Arnar Þór Egilsson, 270 Mosfellsbær (G-leyfi).Gísli Guðnason, 270 Mosfellsbær (G-leyfi).Greppur Torfason, 225 […]