Entries by TF3JB

,

FRÁBÆR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti í Skeljanes laugardaginn 11. nóvember með erindið „Fræðsla um QO-100 og farið í loftið frá TF3IRA“. Hann flutti stuttan inngang, þar sem m.a. kom fram að gervitunglið QO-100 er á sístöðubraut (e. geostationary). Það þýðir að tunglið er ætíð á sama stað séð frá jörðu. Þess vegna geta radíóamatörar stundað […]

,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 11. NÓVEMBER.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 11. nóvember. Alls þreyttu 13 próf í raffræði og tækni og 12 próf í reglum og viðskiptum. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax í byrjun næstu viku. Upphaflega var 31 þátttakandi skráður í námskeið ÍRA í haust. Af þeim mættu 26 til kennslu. […]

,

FÉLAGSFUNDUR VAR Í SKELJANESI 9. NÓVEMBER

Félagsfundur var haldinn í Skeljanesi 9. nóvember. Á dagskrá var að skýra frá loftnetaframkvæmdum fyrir félagsstöðina TF3IRA í sumar, ræða málefni um endurúthlutun kallmerkja eftir lát leyfishafa og önnur mál. Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA setti fundinn kl. 20:30 og gerði tillögu um Vilhjálm Í. Sigurjónsson, TF3VS sem fundarstjóra og Sæmund E. Þorsteinsson, TF3UA sem […]

,

SKELJANES LAUGARDAG 11. NÓVEMBER

Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram. Næsti viðburður verður í boði laugardaginn 11. nóvember kl. 14:00. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A kemur í Skeljanes og verður með: „Fræðslu um QO-100 gervitunglið og farið í loftið frá TF3IRA“. Ari kemur með fullkomnasta „transverter‘inn“ sem í boði er í dag:  DXpatrol „Full Duplex QO-100 Groundstation 2.0“. Hann mun sýna samtengingu […]

,

FÉLAGSFUNDUR Í SKELJANESI 9. NÓVEMBER

Fimmtudaginn 9. nóvember verður haldinn félagsfundur í ÍRA í Skeljanesi. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:30. Félagar sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með fundinum og tekið þátt yfir netið. Notað er forritið Google Meet. Smellt er á vefslóðina: https://meet.google.com/sdf-aeqt-ktf til að fá tengingu. Fundarstjóri er Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS og tæknistjóri er Hinrik Vilhjálmsson, TF3VH. […]

,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 11. NÓVEMBER

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M121 laugardaginn 11. nóvember n.k. samkvæmt eftirfarandi: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.14:30 – Prófsýning. Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið.ÍRA sendir inn lista fyrir þá sem taka […]

,

VEL HEPPNAÐUR SUNNUDAGUR MEÐ TF3Y

Yngvi Harðarson, TF3Y mætti í Skeljanes sunnudaginn 5. nóvember með kynningu á Reverse Beacon Network (RBN). Hreint út sagt, frábær yfirferð hjá Yngva! Verkefnið hófst fyrir 15 árum og hefur vaxið og dafnað síðan. RBN er upphaflega sett upp fyrir morsmerki en síðar hafa bæst við fleiri tegundir útgeislunar. Þegar leyfishafi sendir út morsmerki (t.d. […]

,

TF3RPA Á SKÁLAFELLI FÆR TÓNSTÝRINGU

Endurvarpinn TF3RPA var uppfærður 3. nóvember og er nú útbúinn með 88,5 Hz tónstýringu. (QRG: 145.600 MHz, RX -600 kHz). Endurvarpinn er jafnframt samtengdur með UHF hlekk við TF3RPJ og TF3RPB. Endurvarpinn TF3RPK (QRG: 145.575 MHz, RX -600 kHz) hefur verið tekinn úr þjónustu frá sama tíma. Þakkir til þeirra Benedikts Guðnasonar, TF3TNT og Guðmundar […]

,

SKELJANES Á SUNNUDAG 5. NÓVEMBER

Ný vetrardagskrá ÍRA heldur áfram. Næsti viðburður verður í boði 5. nóvember kl. 11:00; svokallaður „sófasunnudagur á messutíma“. Yngvi Harðarson, TF3Y verður með umræðuþemað: „Kynning á Reverse Beacon Network (RBN)“. RBN á einmitt 15 ára afmæli um þessar mundir. https://reversebeacon.net/index.php Húsið opnar kl. 10:30 en viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að […]