Entries by TF3JB

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR HELGINA 1.-2. MARS

ARRL International DX Contest, SSB.Keppnin stendur yfir laugardag 1. mars kl. 00:00 til sunnudags 2. mars kl. 24:00.Hún fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð W/VE stöðva: RS + (ríki í USA/fylki í Kanada).Skilaboð annarra: RS + afl sendis.https://www.arrl.org/arrl-dx UBA Spring Contest, CW.Keppnin stendur yfir sunnudag 2. mars kl. […]

,

VEL HEPPNAÐ ERINDI TF3KX.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. febrúar. Kristinn Andersen, TF3KX mætti með erindi kvöldsins: „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“. Þetta var annað erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025. Fundurinn var afbragð. Fyrirlesari kvöldsins, Kristinn Andersen, TF3KX, fór á kostum og sagði vel frá QRP heiminum sem merkir […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-17. febrúar. síðustu viku ársins, dagana 25.-31. desember. Alls fengu 14 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 20, 40,  80 og 160 […]

,

TF3KX VERÐUR Í SKELJANESI 20. FEBRÚAR.

Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram á fimmtudag, 20. febrúar í Skeljanesi. Þá mætir Kristinn Andersen, TF3KX með erindi um „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“. Húsið opnar kl. 20:00 en Kristinn byrjar stundvíslega kl. 20:30. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 21.-23. FEBRÚAR

CQ 160-Meter Contest, SSB.Keppnin stendur yfir frá föstudegi 21. febrúar kl. 22:00 til sunnudags 23. febrúar kl. 22:00.Keppnin fer fram á SSB á 160 metrum.Skilaboð W/VE stöðva: RS + (ríki í USA/fylki í Kanada).Skilaboð annarra: RS + CQ svæði.https://www.cq160.com/rules/index.htm G-leyfishöfum sem hafa hug á að taka þátt í keppninni er bent á að heilmildir Fjarskiptastofu […]

,

FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI ÍRA 2025.

Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn sunnudaginn 16. febrúar í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 29 félagar fundinn. Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2025/26: Jónas Bjarnason, […]

,

AÐALFUNDUR ÍRA ER Á SUNNUDAG.

Ágæti félagsmaður! Minnt er á að aðalfundur ÍRA verður haldinn sunnudaginn 16. febrúar 2025. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. f.h. stjórnar ÍRA, Jónas Bjarnason, TF3JBformaður

,

UMSÓKNIR FYRIR 4M OG 60M BÖNDIN.

Vegna fyrirspurnar. Bent er á, að sjálfsagt er að sækja um sérheimildir til Fjarskiptastofu á 4 metrum (70.000-70.250 MHz) og á 60 metrum (5260-5410 kHz) í sama tölvupósti. Þar sem heimildirnar eru báðar veittar til 2 ára, þ.e. 2025 og 2026 eru leyfishafar hvattir til að einfalda málið og sækja um þær í einum tölvupósti. […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 13. FEBRÚAR.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 13. febrúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.