Entries by TF3JB

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN UM HELGINA

CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 28.-29. október. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. […]

,

ECHOLINK TENGING FRÁ SKELJANESI

Samþykkt var á fundur stjórnar ÍRA 19. október að félagið vinni að uppsetningu og rekstri Echolink aðgangs yfir netið. Markmiðið er að gefa félagsmönnum sem eru með búsetu þar sem ekki næst samband við VHF endurvarpa – eða eru á ferðalagi og ná ekki sambandi við endurvarpa á 2 metrum – aðgang í gegnum TF3RPB […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HÁLFNAÐ

Námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst 25. september s.l. var hálfnað mánudaginn 16. október. Þá var 10. kennslukvöldið (af 20) sem var dæmatími um prófsendi í höndum Hauks Konráðssonar, TF3HK. Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stað- og fjarnámi. Þátttakendur eru víða af á landinu og erlendis frá. Þriðjudaginn 7. nóvember verður síðasta […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 19. OKTÓBER

Björgvin Víglundsson, TF3BOI heimsótti okkur í Skeljanes 19. október með erindið: „Amatör radíó og stærðfræði“. Hann sýndi okkur áhugaverðar hliðar á amatör radíói sem í raun byggir á því skemmtilaga fagi, stærðfærði. Hann byrjaði fyrirlesturinn á að skrifa upp óendanlega röð, summu, af liðum, sem hver um sig var margfaldaður með e í hlaupandi veldi. […]

,

FLÓAMARKAÐUR FRESTAST

Áður kynntur viðburður „Flóamarkaður ÍRA að hausti“ sem halda átti sunnudag 22. október frestast af óviðráðanlegum ástæðum. NÝ DAGSETNING: Sunnudagur 19. nóvember. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Stjórn ÍRA.

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG 19. OKTÓBER

Nýja fræðsludagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 19. október mætir Björgvin Víglundsson, TF3BOI í Skeljanes með erindið: „Amatör radíó og stærðfræði“. Björgvin ætlar að sýna okkur áhugaverðar hliðar á áhugamálinu sem í raun byggir meira og minna á því skemmtilaga fagi, stærðfærði. Vakin er athygli þátttakenda á yfirstandandi námskeiði félagsins í til amatörprófs. Félagsmenn eru hvattir […]

,

VEL HEPPNUÐ FERÐ AÐ SKÓGUM

Efnt var til ferðar á meðal félagsmanna ÍRA laugardaginn 14. október og var farið á einkabílum til að skoða fjarskiptasafn Sigga Harðar að Skógum undur Eyjafjöllum. Fararstjóri var Andrés Þórarinsson, TF1AM og leiðsögumaður á staðnum Sigurður Harðarson, TF3WS. Að þessu sinni heimsóttu 12 félagar safnið að Skógum. Lagt var upp frá Reykjavík kl. 10 árdegis […]

,

TF3W í SAC SSB KEPPNINNI 2023

Félagsstöðin TF3W tók þátt í SSB hluta Scandinavian Activity keppninnar laugardaginn 14. október. Þátttaka var aðeins hluta úr degi á laugardag og var bundin við 10 metra bandið. Höfð voru tæplega 150 sambönd. Notuð var Icom IC-7300 100W stöð og OptiBeam Yagi loftnet OBDYA9-A sem hvorutveggja komu vel út í ágætum skilyrðum. Pier Abert Kaspersma, […]

,

NÝTT KIWISDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ

Í gær, 14. október, bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar á HF tíðnum yfir netið. Það er sömu tegundar og þau fyrri, þ.e. af KiwiSDR gerð, staðsett í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Vefslóð: http://pat.utvarp.com  Loftnet er stangarloftnet frá AC Marine, gerð KUM-480-2 fyrir tíðnisviðið 0.15-30 MHz. Árni Helgason, TF4AH stóð að uppsetningu viðtækisins sem áður var staðsett […]

,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL heimsótti okkur í Skeljanes 12. október með erindið: „Á ferð um 12 DXCC lönd í Evrópu með stöð í bíl sumarið 2023“. Ferðalagið hófst í lok maí, þegar Ólafur og XYL ferðuðust með Norröna frá Seyðisfirði og lauk í ágúst þegar fjarskiptabifreiðin var sett í vetrargeymslu í Hollandi. Þessi lönd voru […]