Entries by TF3JB

,

FERÐ AÐ SKÓGUM Á LAUGARDAG.

Fjarskiptasafn Sigga Harðar að Skógum verður skoðað á laugardag, 14. október. Sigurður Harðarson, TF3WS verður leiðsögumaður okkar um safnið og svarar spurningum. Áður auglýstri brottför kl. 13 – hefur verið flýtt til kl. 10:30 frá Skeljanesi til að nýta daginn betur. Allt annað er óbreytt, þ.e. farið verður á einkabílum fá Skeljanesi. Aksturstími austur er […]

,

SAC KEPPNIN  14.-15. OKTÓBER

Scandinavian Activity keppnin (SAC) SSB hluti, verður haldinn um næstu helgi, 14.-15. október. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á hádegi á laugardag og lýkur á hádegi á sunnudag. Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og […]

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG

Nýja fræðsludagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 12. október mætir Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL í Skeljanes og segir okkur ferðasöguna frá því í sumar í máli og myndum, en þá ferðuðust hann og XYL í 85 daga í bíl um Evrópu.  Óli flutti fjarskiptabifreiðina með sér frá Íslandi og hafði sambönd frá 11 DXCC löndum. Hann […]

,

GÓÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í dag, laugardag 7. október. Benedikt Sveinsson, TF3T og Guðmundur Sveinsson, TF3SG mættu í Skeljanes kl. 14:00 og sýndu félagsmönnum  Elecraft K4D sendi-/móttökustöð sína. Stöðin var keypt til landsins skömmu fyrir CQ WW morskeppnina í fyrra (2022) og er því innan við ársgömul. K4D stöðin var sett upp […]

,

SKELJANES Á MORGUN, LAUGARDAG

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin á morgun, laugardag 7. október frá kl. 13:30. Dagskráin hefst kl. 14:00 og mun Benedikt Sveinsson, TF3T mæta á staðinn og kynna Elecraft K4 sendi-/móttökustöð, sem þeir bræður Guðmundur Sveinsson, TF3SG keyptu til landsins í nóvember í fyrra (2022). Eftir því sem best er vitað er þetta eina eintakið á […]

,

VEL HEPPNUÐ VERÐLAUNAAFHENDING

Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri fræðsludagskrá var 5. október og setti Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA viðburðinn kl. 20:30. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA annaðist afhendingu verðlauna í VHF/UHF leikunum 2023 í fjarveru Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður annaðist afhendingu verðlauna í TF útileikunum 2023. Sérstakur gestur félagsins var Íris Lilliendahl, […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 7.-8. OKTÓBER

TRX DX keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 06:00 og lýkur á sunnudag 8. október kl. 18:00. Keppnin fer fram á morsi og tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð TF stöðva: RS(T) + raðnúmer.https://trcdx.org/img/TRCDXC_rules_eng_2021.pdf Oceania DX keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 07:00 og lýkur á sunnudag […]

,

SKELJANES FIMMTUDAG 5. OKTÓBER

Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri fræðsludagskrá ÍRA að hausti hefst fimmtudaginn 5. október og verður félagsaðstaðan í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Dagskrá verður sett kl. 20:30 og verða verðlaunagripir og viðurkenningarskjöl afhent til þeirra félagsmanna sem náðu bestum árangri í VHF/UHF leikunum 2023 og TF útileikunum 2023. Þeir […]

,

VIÐTÆKIN Á BJARGTÖNGUM QRT

KiwiSDR viðtæki Árna Helgasonar, TF4AH og Georgs Kulp, TF3GZ yfir netið á Bjargtöngum voru tekin niður í morgun, 3. október þegar rekstraraðili loftnetsturnsins tók hann niður. Leitað er að nýjum stað til uppsetningar fyrir tækin. Á Bjargtöngum voru 2 KiwiSDR viðtæki. Annað frá TF4AH (tengt 2018) og hitt frá TF3GZ (tengt 2020). Þegar fyrra viðtækið […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF 4. tbl. 2023 í dag, 1. október 2023. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2023-4 73 – TF3UA, ritstjóri CQ TF.