Entries by TF3JB

,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 1. október 2023. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða 6 kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista; alls yfir 40 færslur. Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 25 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags. Hamingjuóskir til […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 28. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 28. ágúst. Umræður voru á báðum hæðum, allir hressir og TF3IRA var í loftinu á 7 MHz á morsi og 14 MHz á SSB. Sérstakir gestir okkar voru þau Greg Zier, KA9VDU og XYL Brenda sem eru búsett í Mcfarland í Wisconsin í Bandaríkjunum og frá Reyðarfirði, Baldur […]

,

CQ WW RTTY DX KEPPNIN 2023

CQ World Wide RTTY DX keppnin fór fram 23.-24. september s.l. Í dag (28. september) hafði dagbókum verið skilað fyrir sjö TF kallmerki í sex keppnisflokkum til keppnisstjórnar: TF3T – einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl.TF2CT – einmenningsflokkur, öll bönd – háafl.TF3AO – einmenningsflokkur, öll bönd, aðstoð – háafl.TF2MSN – einmenningsflokkur, öll bönd – lágafl.TF3VE – einmenningsflokkur, […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 28. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 28. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ

Námskeiðið ÍRA til amatörprófs haustið 2023 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 25. september. Jónas Bjarnason, TF3JB formaður félagsins setti námskeiðið. Alls er 31 þátttakandi skráður. Þar af mættu 13 í kennslustofu, 15 voru í netsambandi og 3 voru fjarverandi. Fjartengingar gengu vel innan lands og utan (en tveir tveir þátttakendur eru erlendis).  Eftir setningu […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HEFST Í DAG

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst í dag, mánudag 25. september kl. 18:30 í Háskólanum í Reykjavík. Lengd námskeiðs er 7 vikur / 62 klst. og lýkur 7. nóvember. Kennd verða raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Alls eru skráðir 30 þátttakendur. Kennt verður í stofu M117 og samhliða yfir netið í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar […]

,

NÝTT KIWISDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ

Í gær (22. september) bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar yfir netið. Það er sömu tegundar og þau fyrri, þ.e. af KiwiSDR gerð, staðsett á Stapa á Reykjanesi. Viðtækið hefur afnot af 20 metra löngu vírloftneti. Daggeir Pálsson, TF7DHP lánaði loftnetsspenni. KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á […]

,

CQ WW RTTY DX keppnin 2023

37. CQ World Wide RTTY DX keppnin fer fram um næstu helgi. Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 á laugardag og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 24. september kl. 23.59. Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 21. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 21. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 14. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 14. september kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit fyrir radíóamatöra liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.