Entries by TF3JB

,

SARTG WW RTTY KEPPNIN 2023

Scandinavian Amateur Radio Teleprinter Group World Wide RTTY keppnin verður haldin helgina 19.-20. ágúst. Keppnin er þrískipt og fer fram kl. 00:00-08:00 og kl. 16:00-24:00 á laugardag og kl. 08:00-16:00 á sunnudag. Hún fer fram á RTTY á 80 , 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. Með ósk um gott gengi! […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 17. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 17. Ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS Í SEPTEMBER

Námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið dagana 25. september til 7. nóvember  í  Háskólanum í Reykjavík, bæði í staðnámi og fjarnámi. Hægt er að mæta í kennslustofu þegar það hentar eða vera yfir netið þegar það hentar. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 10. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 10. ágúst. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á FM á 2 metrum og á morsi á 17 metrum. Yfir kaffinu var m.a. rætt um TF útileikana sem haldnir voru um síðustu helgi og báru menn saman bækur sínar. Einar Kjartansson, TF3EK […]

,

WORKED ALL EUROPE KEPPNIN Á MORSI

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. Morshlutinn verður haldinn helgina 12.-13. ágúst. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst. Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RST+raðnúmer. QTC skilaboð gefa punkta aukalega. […]

,

VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Á RAUFARHÖFN QRT

KiwiSDR viðtæki Georgs Kulp, TF3GZ yfir netið á Raufarhöfn var tekið niður í gær, 8. ágúst. Það hafði verið tengt í fjögur ár; var sett upp 10. ágúst 2019. Georg leitar að nýjum stað til uppsetningar fyrir tækið. KiwiSDR viðtæki Georgs á Bjargtöngum verður áfram QRV ásamt viðtæki Árna Helgasonar, TF3AH. Þakkir til þeirra Georgs […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 10. ÁGÚST.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 10. ágúst kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthóf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

VEL HEPPNAÐIR ÚTILEIKAR

TF útileikum ÍRA 2023 lauk í dag, 7. ágúst á hádegi. Á annan tug leyfishafa tóku þátt og voru stöðvar virkar frá öllum landshlutum, nema Austurlandi. Flest sambönd voru á tali (SSB) en einnig á morsi (CW). Ekki er vitað um að menn hafi notað FT8 eða FT4 samskiptaháttinn. Tíðnin 3.633 MHz á 80 metrum […]

,

TF ÚTILEIKARNIR Í FULLUM GANGI

Útileikarnir 2023 voru hálfnaðir á hádegi í dag, sunnudaginn 6. ágúst. Afar erfið fjarskiptaskilyrði voru í framan af degi í gær (laugardag), en strax betri í gærkvöldi og nokkuð góð í morgun (sunnudag). Félagsstöðin TF3IRA var starfrækt frá hádegi í gær og aftur í morgun (sunnudag) frá kl. 10 og voru alls 52 sambönd komin […]

,

ÚTILEIKARNIR BYRJA Á LAUGARDAG

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi laugardag 5. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 7. ágúst, frídag verslunarmanna. Félagsstöðin TF3IRA verður virk í leikunum á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB og CW, a.m.k. frá hádegi á laugardag og fram eftir degi og frá kl. 11 á sunnudag og […]