Entries by TF3JB

,

TF ÚTILEIKARNIR ERU UM HELGINA

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi laugardag 5. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 7. ágúst, frídag verslunarmanna. Reglum hefur verið breytt lítið eitt frá fyrra ári. Ekki er lengur sett hámark á þann tíma sem stöð má vera opin. Nú má nota þær mótanir sem samrýmast reglugerðinni og bandplani […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 3. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 3. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit radíóamatöra liggja frammi í fundarsal á 1. hæð. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar. […]

,

TF3W Í RSGB IOTA KEPPNINNI 2023

Félagsstöðin TF3W var QRV á morsi í RSGB IOTA keppninni helgina 29.-30. júlí. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Notuð voru öll bönd [keppninnar]: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar og var þetta frumraun á nýju endafæddu 40 m. löngu vírloftneti félagsins fyrir 80 og 40 metra böndin, sem sett […]

,

LOFTNETAVINNA Í SKELJANESI

Unnið var í loftnetum félagsins í Skeljanesi miðvikudaginn 26. júlí. Skipt var út „skotti“ frá „hardline“ kapli sem fæðir OptiBeam Yagi loftnetið á 20 metrum, auk þess sem skipt var út stögum sem ganga út á bómuna. Í annan stað var sett upp nýtt loftnet fyrir 80 og 40 metra böndin. Georg Kulp, TF3GZ hafði […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS Í SEPTEMBER

Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember og próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardag 11. nóvember. Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík – samtímis í staðnámi og fjarnámi. Í boði er að mæta í kennslustofu þegar það hentar og taka þátt yfir netið þegar það hentar. Námskeiðið er öllum opið […]

,

RSGB IOTA KEPPNIN 2023

RSGB IOTA keppnin hefst á laugardag 29. júlí kl. 12 á hádegi og lýkur á sama tíma á sunnudag. Keppnin fer fram á morsi og/eða tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við stöðvar […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 27. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 27. júlí frá kl. 20 til kl. 22 fyrir félagsmenn og gesti. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og herbergi QSL stofu á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit radíóamatöra liggja frammi í fundarsal á 1. hæð. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf […]

,

OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 20. JÚLÍ

Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. júlí. Sérstakur gestur okkar var Alexander Björn Kerff Nielsen, OZ2ALX sem er staddur hér á landi í námsferð, en hann er nemandi í  „Civilingeniør, Fysik og Teknologi“ deild Syddansk Universitet (SDU). Mikið var rætt um fjarskiptastöðvar á HF og VHF/UHF og annan búnað, s.s. loftnet og […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 20. júlí frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og herbergi QSL stofunnar á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi í fundarsal á 1. hæð. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða […]

,

YOTA KEPPNIN ER Á LAUGARDAG

„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF og er markmiðið að stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst. Annar hluti hluti keppninnar […]