Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMTUDAG 6. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 6. júlí kl. 20-22. Mathías Hagvaag, QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið, flokka kort og raða í hólfin. Nýjustu tímarit frá landsfélögum radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanesi! Stjórn ÍRA.

,

IARU HF CHAMPIONSHIP KEPPNIN 2023

IARU HF Championship keppnin hefst laugardaginn 8. júlí kl. 12 á hádegi. Þetta er sólarhringskeppni sem lýkur á hádegi sunnudaginn 9. júlí. Keppnin fer samtímis fram á SSB og CW. Skilaboð: Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 […]

,

VEL HEPPNAÐIR VHF/UHF LEIKAR

Kæru félagar! Þá eru VHF-UHF leikum 2023 lokið. Þetta var góð skemmtun þar sem gleðin var við völd. Ég þakka öllum sem tóku þátt. Þetta var svooo gaman. Leikjasíðan verður opin í viku, til sunnudagskvölds 9. júlí, svo þátttakendur geti lagað innsláttarvillur í „loggnum“ sínum. Þá munu endanlegar stigatölur liggja fyrir. Úrslitin eru þó ótvíræð […]

,

TF3IRA QRV Á MORGUN Í VHF/UHF LEIKUNUM

VHF/UHF leikarnir voru hálfnaðir í kvöld (laugardag) kl. 18:00. Virkni hefur verið góð og í dag höfðu 17 TF kallmerki verið skráð inn á leikjavefinn. Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð frá Skeljanesi í dag (laugardag) og verður aftur virkjuð á morgun, sunnudag 2. júlí frá kl. 10:00 og fram eftir degi á 2 metrum (FM), 4 […]

,

VHF/UHF LEIKARNIR 2023 ERU BYRJAÐIR

VHF/UHF leikar ÍRA eru um þessa helgi, 30. Júní til 2. júlí. Leikarnir hófust í gær kl. 18.00 og lýkur á morgun, sunnudag 2. júlí kl. 18:00. Leikjavefur TF8KY (on-line) er opinn fyrir skráningu og verður opinn alla helgina. Leikjavefur: http://leikar.ira.is/2023/ Keppnisreglur: http://www.ira.is/vhf-leikar/ Vandaðir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin, auk viðurkenningarskjala fyrir […]

,

VHF/UHF LEIKARNIR Í KVÖLD

Stundin nálgast og byrjar í kvöld 30. júní kl. 18.00!! Spennan magnast!! Þetta verður geggjað!! Kæru félagar! Nú styttist í stóru stundina. Frést hefur að menn séu farnir að mæla fjöll, bylgjulengdir og standbylgjur. Öllu er tjaldað til. Háþróaður bylgjuútbreiðsluhugbúnaður er með í spilinu. TF1AM er ekki sáttur við 2. sætið og hefur greinilega í […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF, 3. tbl. 2023 í dag, 29. 6. 2023. Glöggir félagar taka hugsanlega eftir því að útgáfudagurinn víkur frá áður auglýstum degi, en lögð var áhersla á að flýta útgáfu blaðsins vegna VHF/UHF leikanna sem eru viku fyrr en áður að þessu sinni. […]

,

VHF/UHF LEIKAR ÍRA 2023

Kæru félagar! VHF-UHF-leikahelgin er að renna upp. Þetta verður G E G G J A Ð !! Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í „sjakknum“. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 29. JÚNI.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 29. júní kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Fjarskiptaherbergi TF3IRA á annarri hæð verður opið ásamt QSL herbergi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka innkomin kort. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar. Ath. nokkuð hefur bæst við af radíódóti […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAUST 2023

Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 25. september til 7. nóvember n.k. Í boði verður hvorttveggja, staðnám og fjarnám. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Hægt er að mæta í kennslustofu í HR […]