Entries by TF3JB

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN NÆSTU HELGI

CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 26.-27. október. Þetta er stærsta alþjóðlega SSB keppni ársins; 48 klst., engin tímatakmörk og í boði eru yfir 60 mismunandi keppnisflokkar. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og frekast er unnt við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 17. OKTÓBER

Opið var í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 17. október. Í  fundarsal fóru fram óformlegar umræður, m.a. um DMR fjarskipti (Digital Mobile Radio) en stjórn félagsins samþykkti nýlega að standa fyrir uppsetningu DMR endurvarpa í Skeljanesi (sem félagið fékk að gjöf frá Finnlandi). Til að undurbúa þær umræður, lágu frammi prentuð eintök af glærum […]

,

REYNIR BJÖRNSSON, TF3JL ER LÁTINN

Reynir Björnsson, TF3JL hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldunni, lést hann þann 15. október á krabbameinslækningadeild Landspítala í Reykjavík. Útför hans verður tilkynnt síðar.Reynir var á 86. aldursári og var handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 319. Um leið og við minnumst Reynis með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 17. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 17. október fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Hugmyndin er, að þeir hittist kl. 20:30 sem hafa áhuga á DMR fjarskiptum (Digital Mobile Radio) en stjórn félagsins samþykkti nýlega að standa fyrir uppsetningu DMR endurvarpa í Skeljanesi. Upplýsingar um DMR má sjá í ágætu […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 19.-20. OKT.

JARTS WW RTTY CONTESTKeppnin stendur yfir frá laugardegi 19. október kl. 00:00 til sunnudags 20. október kl. 24:00.Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + aldur þátttakanda.http://jarts.jp/rules2024.html YBDXPI FT8 CONTESTKeppnin stendur yfir frá laugardegi 19. október kl. 00:00 til sunnudags 20. október kl. 23:59.Hún fer fram á FT8 […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 4. tbl. 2024 í dag, 13. október. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2024-4 73 – Sæmi, TF3UAritstjóri CQ TF

,

UPPSKERUHÁTÍÐ Í SKELJANESI

„Uppskeruhátið“ ÍRA fór fram í félagsaðstöðunni Skeljanesi fimmtudaginn 10. október. Til afhendingar voru verðlaunagripir og viðurkenningaskjöl fyrir bestan árangur í fjarskiptaleikum félagsins á árinu 2024; páskaleikum, sumarleikum og TF útileikum. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður setti dagskrána stundvíslega kl. 20:30 og bauð félagsmenn velkomna. Að því búnu fluttu þeir Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana og […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 10. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 10. október frá kl. 20:00 til 22:00. Fram fer afhending verðlaunagripa og viðurkenningaskjala í fjarskiptaleikum ársins: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður páska- og sumarleikana og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður útileikana munu afhenda viðurkenningar og hefst dagskrá kl. 20:30 stundvíslega. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða […]

,

NEYÐARFJARSKIPTI Á 80 OG 40 METRUM

ÍRA hafa borist upplýsingar um tíðnir á 40 og 20 metrum sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti vegna fellibylsins Milton sem gengur nú yfir Yucatan í Mexíkó og stefnir m.a. á ríkið Florida í Bandaríkjunum, en radíóamatörar annast neyðarfjarskipti á þessum svæðum. Tíðnirnar eru: 7.128 MHz og 14.225 MHz. Þess er farið á […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HÁLFNAÐ

Námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst 16. september s.l. var hálfnað í gær, mánudag 7. október. Þá var 10. kennslukvöldið (af 20) í umsjón Yngva Harðarsonar, TF3Y. Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík í staðnámi. Samanlagt eru 23 skráðir, þar af 19 á námskeiðið og 4 í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis. Þann 29. október […]