Entries by TF3GL - Guðmundur Löve

,

CQ TF 1. tbl. 2009

Út er komið félagsblaðið CQ TF, 1. tbl. 2009. Blaðið er í stærra lagi, eða 52 bls í A5-broti og fjölbreytt að innihaldi. Bæði er þar að finna greinar frá félagsmönnum um radíófræðin og amatörmennskuna, sem og efni frá stjórn og nefndum ásamt fréttaannál félagsins. Nokkuð er nú um liðið frá því síðasta CQ TF […]

,

IARU “Global Simulated Emergency Test” 8. nóvember

Alþjóðaradíóamatörasamtökin IARU Region 1 gangast fyrir neyðarfjarskiptaæfingu þann 8. nóvember nk. Nokkrir áhugamenn um neyðarfjarskipti innan vébanda ÍRA hafa íhugað að virkja félagsstöðina TF3IRA í þessari æfingu og óska eftir liðsinni. Þetta er ekki keppni heldur æfing, ekki ósvipuð útileikum ÍRA sem eru einnig prýðisæfing fyrir neyðarfjarskipti. TF3JA hefur skrifað ítarlegri pistil um æfinguna á […]

,

TF3W í CQ WW SSB

Klúbbstöðin tók þátt í CQ WW SSB keppninni núna um helgina, og þrátt fyrir að geta ekki notað SteppIR loftnetið vegna bilunar í stjórnboxi, náðist alveg þokkalegur árangur á Hustler vertikalinn. Fyrstu tölur eru eftirfarandi: Band    QSOs    Pts  Cty   ZN 3,5          5         5     5     2 7       343      652    50   14 […]

,

Loftnetið komið upp

Í dag sunnudaginn, 19. okt., var SteppIR loftnetið sett upp, aðeins smá tengingar vinna eftir. Þeir sem komu að uppsetningunni voru auk mín: TF3GB, TF3SNN, TF3BNT, TF3SG, TF3PPN, TF3IGN og TF3Y. Móralskan stuðning veittu TF3GC, TF3FK og TF3JA. Á því miður engar myndir af framkvæmdinni, en einhverjar myndir munu vera til og verða væntanlega birtar […]

,

ÍRA tekur þátt á NRAU-fundi í Stokkhólmi

Haraldur Þórðarson TF3HP, varamaður í stjórn ÍRA og fyrrverandi formaður félagsins, verður fulltrúi stjórnar ÍRA á aðalfundi NRAU (norrænu radíóamatörsamtakanna) í Stokkhólmi 10.-12. október. Af þessu tilefni var sett saman PowerPoint-kynning sem áhugasamir geta skoðað hér: IRA NRAU 2008.10