Entries by TF3SG - Guðmundur Sveinsson

,

QTC sendingar á morsi í kvöld

Í kvöld mun Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA hefja QTC sendingar á morsi á 3710 kHz.  Sendingarnar hefjast kl. 21.30 og standa í um 30 mínútur.  Textinn sem sendur verður mun vera aðgengilegur á netinu og eru menn beðnir að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Í.R.A. og póstlista.  Í fyrstu mun vera sent út á hverju kvöldi […]

,

Erindi um alþjóðasamstarf Í.R.A.

Á næsta fimmtudag 26. nóvember, mun Kristján Benediktsson, TF3KB halda erindi í félagsheimili Í.R.A. og gera grein fyrir skipulagi alþjóðasamtaka amatöra IARU, hinna ýmsu svæðissamtaka eins og IARU svæði 1 og norrænu samtökunum NRAU, og aðild Í.R.A. að þessu starfi.  Gert er ráð fyrir að erindi Kristjáns hefjist upp úr kl. 20.15.  Það er margt spennandi […]

,

Kynning á EZNEC herminum fimmtudag

Fræðslukvöld fimmtudag um EZNEC loftnets herminn. Á fimmtudaginn 29 október mun Guðmundur Löve, TF3GL segja frá og halda fræðsluerindi  um EZNEC forritið.  Nokkur forrit eru til sem herma eftir loftnetum en óhætt er að segja að EZNEC hefur í seinni tíð náð töluverðri útbreiðslu.  Erindi Guðmundar mun hefjast rétt uppúr kl. 20.00 í félagsheimili ÍRA. […]

,

Morsnámskeið á fimmtudögum áfram

Morsnámskeiðið sem verið hefur í haust heldur áfram á fimmtudögum kl. 19.00 í vetur.  Þetta er kjörið tækifæri einnig fyrir þá sem eitthvað kunna og vilja gjarnan auka við hraðann.  Axel Sölvason er óþreyttur að halda áfram. Næsti tími er á fimmtudaginn 29. október í félagsheimili ÍRA og ef þáttaka verður góð eru hugmyndir uppi um […]

,

TF Útileikar uppgjör

Uppgjör TF útileika fór fram í félagsheimili Í.R.A. 24. september s.l.  Kristinn Andersen, TF3KX kynnti úrslit og færði sigurvegara verðlaun og þátttökuviðurkenningu.  Allir þátttakendur sem skiluðu inn radíódagbók fengu afhenta viðurkenningu.  Sigurvegari TF útileikana í ár er Henry Arnar Hálfdansson, TF3HRY og færir stjórn Í.R.A. honum bestu hamingjuóskir fyrir frábæra frammistöðu. Kristinn Andersen varð annar þetta […]

,

TF Útileikar 2009 afhending viðurkenninga

Stjórn ÍRA þakkar öllum sem þátt tóku í TF útileikum 2009 og færir jafnframt sigurvegara TF útileikanna í ár, Henry Arnari Hálfdanssyni, TF3HRY, heillaóskir fyrir frábæran árangur. Henry var með 755.200 stig, í flokki MF/HF-ER. Í öðru sæti var Kristinn Andersen, TF3KX með 638.115 stig, í flokki MF/HF-ER.  Benedikt Sveinsson, TF3BNT var efstur í flokki MF/HF-RA […]

,

Afhending viðurkenninga fyrir TF útileikana 2009. Fimmtudaginn 24. september 2009.

Afhending viðurkenninga fyrir TF útileikana 2009. Fimmtudaginn 24. september 2009. Fimmtudaginn 24. september nk. verða afhentar viðurkenningar fyrir þátttöku í TF útileikunum 2009.  Kristinn, TF3KX, mun fara yfir þátttöku og stigagjöf útileikanna. Stigahæstu mönnum verða afhentar viðurkenningar og að auki fá allir þátttakendur sem skiluðu inn radíódagbókum viðurkenningar fyrir þátttökuna.  Fundurinn verður í félagsheimili ÍRA […]

,

Móttaka á laugardag í Kiwanishúsinu Mosfellsbæ

Móttaka verður í Kiwanishúsinu Geysi í Mosfellsbæ fyrir alla radíóamatöra n.k. laugardag 12. september kl.14.00. Aðkoma að húsinu er við Köldukvísl. Ljóst er að þetta verður hið mesta gaman, boðið verður upp á kaffi og kökur. Í fyrra voru fyrirlestrar og sett upp loftnet. Stefnt er að því að endurtaka þá frábæru uppákomu sem skapaðist þá. Tilkynnt […]

,

Morsnámskeið á þriðjudag 1. sept

Námskeið í morsi hefst 1. september kl.20.00 og verður kennt í félagsheimili IRA.    Kennari er Axel Sölvason sem leggur mesta áherslu á að hlustað sé á hraðar sendingar.  Markmið er að nemendur verði búnir að læra minnst sex stafi fyrstu vikuna. Kennt er mánudaga til föstudags og hefst kennslan kl. 20.00 alla dagana nema fimmtudaga en þá er byrjað kl. 19.00.  […]

,

Mega morsnámskeið í byrjun september !

Axel Sölvason fer af stað með sérstaklega áhugavert morsnámskeið í byrjun septembermánaðar.   Axel hefur sínar skoðanir á því hvernig best er að kenna mors og mun m.a. sjálfur senda stafina.  Mikil áhersla verður lögð á hraðar sendingar. Axel og Stefán Arndal munu í sameiningu útfæra aðferðina sem notuð verður til kennslu og er gert ráð […]