Entries by TF3SG - Guðmundur Sveinsson

,

Kynningar- og rabbfundur um amatörradíó

Næsta fimmtudag 26. febrúar  verður kynningar- og rabbfundur um amatörradíói,  Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA mun vera með framsögu ásamt tveim öðrum mætum mönnum.  Kynningin er í tengslum við kynningu á amatörradíói í Tækniskólanum föstudaginn 27. febr.   Nánar verður fjallað frá þessari kynningu þegar nær dregur. TF3SG

,

Fundargerð rabbfundar um neyðarfjarskipti

Rabbfundur var haldinn um neyðarfjarskipti í félagsheimili Í.R.A., 12 febrúar 2009.  Fundurinn hófst klukkan 20.10 og var stungið upp á að Guðmundur Sveinsson, varaformaður félagsins stjórnaði fundinum.  Fundurinn var vel sóttur og voru frummælendur þrír, þeir Jón Þóroddur Jónsson TF3JA, Snorri Ingimarsson TF3IK og Andrés Þórarinsson TF3AM. Jón Þóroddur fjallaði um alheimsskipulag neyðarfjarskipta. Snorri fjallaði […]

,

Rabbfundur um neyðarfjarskipti

Gagnvirkur rabbfundur um neyðarfjarskipti kl. 20.10 Á fimmtudagskvöld 12. febrúar í ÍRA. TF3JA: Inngangur og alheimsskipulag neyðarfjarskipta. TF3IK: Neyðarfjarskipti frá sjónarhóli jeppamanna. TF3AM: Fjarskiptaæfingar radíóskáta. Hver um sig fær um 20 mínútur og mikið lagt uppúr að að um er að ræða gagnvirkan rabbfund. Ef tími vinnst til er ætlunin að ræða um heppilega HF-tíðni […]

,

Neyðarfjarskipti

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA mun taka til umfjöllunar neyðarfjarskipti á næsta fimmtudagskvöldi 12. febrúar.  Hvað er Í.R.A. að gera í dag og hvað geta íslenskir radíóamatörar lagt af mörkum.  Nánar verður sagt frá þegar nær dregur.  Mætum tímanlega næsta fimmtudagskvöld. TF3SG

,

Flóamarkaður

Stefnt er að því að halda flóamarkað í byrjun marsmánaðar.  Frekari fréttir verða sagðar síðar. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðmund TF3SG í síma 896 0814 eftir kl. 16.00 á daginn TF3SG

,

Fræðslukvöld 29. janúar 2009

Talstöðin frá Hveravöllum Fræðslukvöld verður fimmtudagskvöldið 29. janúar nk. kl. 20.15 TF3DX sýnir 100 W SSB-talstöð sem hann hannaði og smíðaði handa Veðurstofunni fyrir aldarfjórðungi. Stöðin notar aflfeta í sendi og umfremi (redundancy) til að auka rekstraröryggi. Mætum tímanlega og fáum okkur kaffi áður en að kynningin hefst. 73 Guðmundur, TF3SG

,

Sjakkur tekinn í notkun

Í haust fékk félagið afnot af stærra herbergi í Skeljanesinu til að nota sem “sjakk” fyrir félagsstöðina. Sjakkurinn verður formlega opnaður fimmtudaginn 22. janúar næstkomandi kl. 20.15.  Búið er að mála herbergið og tengja græjurnar Við hvetjum alla félagsmenn til að koma í félagsheimilið og skoða nýja herbergið og fagna nýrri aðstöðu. Það verður auðvitað kaffi […]